Laufabrauðsstemming á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. desember 2019 22:00 það er skemmtileg hefð hjá mörgum fjölskyldum að koma saman fyrir jólin og skera út og steikja laufabrauð. Á Selfossi hefur þetta verið siður til fjölda margra ára hjá einni fjölskyldu þar sem ungir og aldnir eiga góða stund saman. Í húsinu í Suðurengi 35 er hópur fólks komin saman til að skera út laufabrauð og steikja. Ægir Björgvinsson og Hrönn Sigurðardóttir, alltaf kölluð Didda bú í húsinu en þau kalla alltaf á börnin sín og barnabörn fyrir jól í einn skemmtilegan laufabrauðsdag þar sem allir fá að njóta sín. „Við byrjum nú á því að fara í verslunina og kaupa tilbúin brauð því við fletjum ekki út sjálf eða búum til deigið. Við gerum munstur með laufabrauðsjárnum, sem eru af ýmsum gerðum, sem við notum“, segir Ægir. Ægir segir að þegar það er búið að útbúa allskonar munstur í brauðin fari þau í steikingu. Það sé síðan alltaf góð stemming þegar laufabrauðin eru borin fram með hangikjötinu á jólunum þegar fólkið sér brauðin sín. Ægir smíðaði í tuttugu og sex ár laufabrauðsjárn fyrir Íslendinga og seldir í verslanir. Það þarf að vanda sig þegar brauðin eru skorin út í fallegt mynstur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Barnabörnin hlakka alltaf mikið til laufabrauðsdagsins. „Já, það er engin sem skorast undan í þessu, allir hafa jafn gaman laufabrauðsdeginum, það er virkilega gaman að því“, segir Ægir. Maddý Ósk og Hekla Dís segjast báðar elska það að skera út falleg munstur í laufabrauðin. „Þau eru líka rosalega góð með hangikjöti“, segja þær samtímis og skella upp úr. Mæðgurnar Hrönn (Didda) og Björk sjá um að steikja laufabrauðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mæðgurnar Didda og Björk sjá um að steikja laufabrauðin inn í eldhúsi. „Þetta er mjög skemmtilegt, við höfum gert þetta svo lengi að þetta er ómissandi. Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu enda koma þau á hverju ári, voða gaman, þetta er byrjunin á jólunum“, segir Didda. Árborg Jólamatur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
það er skemmtileg hefð hjá mörgum fjölskyldum að koma saman fyrir jólin og skera út og steikja laufabrauð. Á Selfossi hefur þetta verið siður til fjölda margra ára hjá einni fjölskyldu þar sem ungir og aldnir eiga góða stund saman. Í húsinu í Suðurengi 35 er hópur fólks komin saman til að skera út laufabrauð og steikja. Ægir Björgvinsson og Hrönn Sigurðardóttir, alltaf kölluð Didda bú í húsinu en þau kalla alltaf á börnin sín og barnabörn fyrir jól í einn skemmtilegan laufabrauðsdag þar sem allir fá að njóta sín. „Við byrjum nú á því að fara í verslunina og kaupa tilbúin brauð því við fletjum ekki út sjálf eða búum til deigið. Við gerum munstur með laufabrauðsjárnum, sem eru af ýmsum gerðum, sem við notum“, segir Ægir. Ægir segir að þegar það er búið að útbúa allskonar munstur í brauðin fari þau í steikingu. Það sé síðan alltaf góð stemming þegar laufabrauðin eru borin fram með hangikjötinu á jólunum þegar fólkið sér brauðin sín. Ægir smíðaði í tuttugu og sex ár laufabrauðsjárn fyrir Íslendinga og seldir í verslanir. Það þarf að vanda sig þegar brauðin eru skorin út í fallegt mynstur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Barnabörnin hlakka alltaf mikið til laufabrauðsdagsins. „Já, það er engin sem skorast undan í þessu, allir hafa jafn gaman laufabrauðsdeginum, það er virkilega gaman að því“, segir Ægir. Maddý Ósk og Hekla Dís segjast báðar elska það að skera út falleg munstur í laufabrauðin. „Þau eru líka rosalega góð með hangikjöti“, segja þær samtímis og skella upp úr. Mæðgurnar Hrönn (Didda) og Björk sjá um að steikja laufabrauðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mæðgurnar Didda og Björk sjá um að steikja laufabrauðin inn í eldhúsi. „Þetta er mjög skemmtilegt, við höfum gert þetta svo lengi að þetta er ómissandi. Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu enda koma þau á hverju ári, voða gaman, þetta er byrjunin á jólunum“, segir Didda.
Árborg Jólamatur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira