Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2016 07:00 Borgaryfirvöld segjast ekki ætla að taka til baka 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið. vísir/eyþór Á borgarstjórnarfundi í fyrradag komu Framsókn og flugvallarvinir með þá tillögu að neyðarhópur yrði skipaður um vanda leikskóla í borginni og skilaði niðurstöðum í lok september. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá og Sjálfstæðisflokkur sat hjá enda vilja borgarfulltrúar hans beina sjónum að öllum skólastigum, sem séu fjársvelt.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsSkúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir enga ástæðu til að setja það góða starf sem unnið er á leikskólum í samhengi við neyðarástand. Það sé nú forgangsverkefni meirihlutans að bæta rekstrarskilyrði leikskólanna eftir tímabil aðhalds og sparnaðar. Tillögur hafi verið í mótun undanfarnar vikur og verði kynntar og settar í framkvæmd strax í þessum mánuði. „Við ætlum að snúa vörn í sókn,“ segir Skúli. 670 milljóna króna hagræðingarkrafa á Skóla- og frístundasvið verði þó ekki tekin til baka. „Við horfum fram á veginn. Við teljum að þær aðgerðir sem voru gerðar hafi verið skynsamlegar til að færa fjármagnið til. Sú ákvörðun byggði á þverpólitískri vinnu starfshópa.“ Skúli segir hluta af tillögunum koma til framkvæmda strax, annar hluti um áramót og sá þriðji fari í fjárhagsáætlun næsta árs. Hann vill ekki fara nánar út í hvaða breytingar verði gerðar en jánkar því að auðvitað snúist þetta um peninga og að sjónum verði beint að bættu starfsumhverfi og nýliðun í starfsstéttinni. „Við erum búin að ná þannig utan um reksturinn með hagræðingu síðustu ár að við getum farið að bæta aftur í,“ segir hann. Leikskólar taka á sig 79,3 milljóna króna niðurskurð og grunnskólar 183,1 milljón af 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið borgarinnar. Hins vegar þurfa leik- og grunnskólar einnig að taka með sér halla ársins yfir á nýtt ár en fjölmargir skólar glíma við halla í kjölfar niðurskurðar síðustu árin. Þar að auki hækkuðu laun starfsstétta á sviðinu á árinu án þess að því væri mætt með auknu fjármagni. Það þýðir að minna fjármagn fer í aðra kostnaðarliði, svo sem mat, viðhald og annan rekstur. Öll þessi atriði hafa þrengt verulega að leik- og grunnskólum í borginni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í fyrradag komu Framsókn og flugvallarvinir með þá tillögu að neyðarhópur yrði skipaður um vanda leikskóla í borginni og skilaði niðurstöðum í lok september. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá og Sjálfstæðisflokkur sat hjá enda vilja borgarfulltrúar hans beina sjónum að öllum skólastigum, sem séu fjársvelt.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsSkúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir enga ástæðu til að setja það góða starf sem unnið er á leikskólum í samhengi við neyðarástand. Það sé nú forgangsverkefni meirihlutans að bæta rekstrarskilyrði leikskólanna eftir tímabil aðhalds og sparnaðar. Tillögur hafi verið í mótun undanfarnar vikur og verði kynntar og settar í framkvæmd strax í þessum mánuði. „Við ætlum að snúa vörn í sókn,“ segir Skúli. 670 milljóna króna hagræðingarkrafa á Skóla- og frístundasvið verði þó ekki tekin til baka. „Við horfum fram á veginn. Við teljum að þær aðgerðir sem voru gerðar hafi verið skynsamlegar til að færa fjármagnið til. Sú ákvörðun byggði á þverpólitískri vinnu starfshópa.“ Skúli segir hluta af tillögunum koma til framkvæmda strax, annar hluti um áramót og sá þriðji fari í fjárhagsáætlun næsta árs. Hann vill ekki fara nánar út í hvaða breytingar verði gerðar en jánkar því að auðvitað snúist þetta um peninga og að sjónum verði beint að bættu starfsumhverfi og nýliðun í starfsstéttinni. „Við erum búin að ná þannig utan um reksturinn með hagræðingu síðustu ár að við getum farið að bæta aftur í,“ segir hann. Leikskólar taka á sig 79,3 milljóna króna niðurskurð og grunnskólar 183,1 milljón af 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið borgarinnar. Hins vegar þurfa leik- og grunnskólar einnig að taka með sér halla ársins yfir á nýtt ár en fjölmargir skólar glíma við halla í kjölfar niðurskurðar síðustu árin. Þar að auki hækkuðu laun starfsstétta á sviðinu á árinu án þess að því væri mætt með auknu fjármagni. Það þýðir að minna fjármagn fer í aðra kostnaðarliði, svo sem mat, viðhald og annan rekstur. Öll þessi atriði hafa þrengt verulega að leik- og grunnskólum í borginni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45