Fótbolti

Lippi verður launahæsti þjálfari heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lippi er elskaður í Guangzhou,
Lippi er elskaður í Guangzhou, vísir/getty
Ítalski þjálfarinn Marcello Lippi verður launahæsti þjálfari heims er hann skrifar undir samning við kínverska félagið Guangzhou Evergrande.

Corriere dello Sport greinir frá því í dag að Marcello Lippi sé búinn að ná samkomulagi um þriggja ára samning við félagið sem hann þjálfaði áður.

Hann á að fá 2,6 milljarða króna á ári. Lippi toppar því Pep Guardiola, stjóra Man. City, um tæpar 400 milljónir króna.

Hinn 68 ára gamli Lippi þekkir vel til í kínverska boltanum en hann vann kínversku deildina þrjú ár í röð frá 2012-14 með Guangzhou.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×