Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 14:08 Farið, sem kallast X-37B, mun bera mörg tilraunaverkefni og er þetta í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. EPA/Flugher Bandaríkjanna Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. Þetta er í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. Síðast var því lent í október í fyrra og hafði það þá verið á braut um jörðu í 780 daga. X-37B verður skotið á loft með Atlas V geimflaug United Launch Alliance. Áætlað er að geimskotið eigi sér stað um klukkan hálf eitt á morgun og mun hinn nýstofnaði geimher Bandaríkjanna halda utan um geimskotið. Það eru þó ekki taldar miklar líkur á að veður muni leyfa geimskotið á morgun. #AtlasV is on the pad for Saturday's launch of #USSF7 with the #X37B Orbital Test Vehicle. Our live countdown blog will start at 1amEDT (0500 UTC) and the webcast begins at 8:04amEDT (1204 UTC). Liftoff is targeted for 8:24amEDT (1224 UTC). https://t.co/5ZftXlaW5X📸 by ULA pic.twitter.com/VJ4nCJsDTX— ULA (@ulalaunch) May 14, 2020 Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Flugherinn segir að markmið tilraunaverkefna sem flytja á út í heim sé að betrumbæta getu Bandaríkjanna út í geimi og tryggja yfirráð þeirra. Að þessu sinni verða þó fleiri verkefni send með en áður. Flestar þeirra eru leynilegar en búið er að opinbera nokkrar og er ein þeirra tiltölulega merkileg Sérstakur gervihnöttur frá flughernum verður líklega um borð í farinu. Hann verður sendur á braut um jörðu og inniheldur fimm tilraunaverkefni, samkvæmt frétt The Verge. Þá mun NASA senda eitt verkefni sem á að varpa ljósi á því hvaða áhrif geislun út í geimi hefur á ýmis efni. Vilja senda sólarorku úr geimnum Rannsóknarstofa sjóhers Bandaríkjanna stendur að baki merkilegustu rannsóknarinnar sem snýr að notkun sólarorku og það hvernig beisla má hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Bandaríkin etja nú kappi við Kína í þróun þessarar tækni. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Kínverjar opinberuðu fyrir rúmu ári síðan að verið væri að vinna að þessari tækni í Kína og markmiðið væri að koma orkustöð í geiminn fyrir árið 2050. Bandaríkin hafa einnig unnið að þróun þessarar tækni og sýndi smá tilraun í Alþjóðlegu geimstöðinni í síðasta mánuði fram á að tæknin getur virkað. Geimfarinn Jessica Meir notaði rafbylgjur til að mynda ljós þráðlaust. Nú virðist sem að taka eigi þessa þróun áfram með notkun gervihnattar og kanna hvort hann geti safnað sólarorku á braut um jörðu og beint henni til jarðarinnar sem örbylgjum, sem er svo umbreytt aftur í orku á jörðu niðri. Geimurinn Bandaríkin Kína Vísindi Tækni Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. Þetta er í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. Síðast var því lent í október í fyrra og hafði það þá verið á braut um jörðu í 780 daga. X-37B verður skotið á loft með Atlas V geimflaug United Launch Alliance. Áætlað er að geimskotið eigi sér stað um klukkan hálf eitt á morgun og mun hinn nýstofnaði geimher Bandaríkjanna halda utan um geimskotið. Það eru þó ekki taldar miklar líkur á að veður muni leyfa geimskotið á morgun. #AtlasV is on the pad for Saturday's launch of #USSF7 with the #X37B Orbital Test Vehicle. Our live countdown blog will start at 1amEDT (0500 UTC) and the webcast begins at 8:04amEDT (1204 UTC). Liftoff is targeted for 8:24amEDT (1224 UTC). https://t.co/5ZftXlaW5X📸 by ULA pic.twitter.com/VJ4nCJsDTX— ULA (@ulalaunch) May 14, 2020 Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Flugherinn segir að markmið tilraunaverkefna sem flytja á út í heim sé að betrumbæta getu Bandaríkjanna út í geimi og tryggja yfirráð þeirra. Að þessu sinni verða þó fleiri verkefni send með en áður. Flestar þeirra eru leynilegar en búið er að opinbera nokkrar og er ein þeirra tiltölulega merkileg Sérstakur gervihnöttur frá flughernum verður líklega um borð í farinu. Hann verður sendur á braut um jörðu og inniheldur fimm tilraunaverkefni, samkvæmt frétt The Verge. Þá mun NASA senda eitt verkefni sem á að varpa ljósi á því hvaða áhrif geislun út í geimi hefur á ýmis efni. Vilja senda sólarorku úr geimnum Rannsóknarstofa sjóhers Bandaríkjanna stendur að baki merkilegustu rannsóknarinnar sem snýr að notkun sólarorku og það hvernig beisla má hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Bandaríkin etja nú kappi við Kína í þróun þessarar tækni. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Kínverjar opinberuðu fyrir rúmu ári síðan að verið væri að vinna að þessari tækni í Kína og markmiðið væri að koma orkustöð í geiminn fyrir árið 2050. Bandaríkin hafa einnig unnið að þróun þessarar tækni og sýndi smá tilraun í Alþjóðlegu geimstöðinni í síðasta mánuði fram á að tæknin getur virkað. Geimfarinn Jessica Meir notaði rafbylgjur til að mynda ljós þráðlaust. Nú virðist sem að taka eigi þessa þróun áfram með notkun gervihnattar og kanna hvort hann geti safnað sólarorku á braut um jörðu og beint henni til jarðarinnar sem örbylgjum, sem er svo umbreytt aftur í orku á jörðu niðri.
Geimurinn Bandaríkin Kína Vísindi Tækni Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira