Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. apríl 2020 18:01 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, fyrir hönd ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Þar kemur fram að Þjóðhátíðarnefnd hafi, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, unnið hörðum höndum að því að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Yrði það samþykkt af ráðherra myndi það varpa miklum óvissuskugga á Þjóðhátíðarhöld í ár, þar sem áætlað er að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina á ári hverju. „Í dag er enn óljóst hversu lengi samkomubann og fjöldatakmarkanir munu gilda en í ljósi þeirra upplýsinga sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt mun þessi vinna við undirbúning hátíðarinnar 2020 halda áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Eins og staðan er í dag vonumst við þó til að geta haldið Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst,“ segir í tilkynningu ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri ÍBV.Aðsend Þó er áréttað að öryggi gesta hátíðarinnar, listamanna, starfsmanna og sjálfboðaliða sé í algjörum forgangi við undirbúning hátíðarinnar. Því verði unnið náið með Almannavörnum og farið að þeirra tilmælum í einu og öllu. Gestum verði haldið upplýstum eftir því sem upplýsingar, sem kunni að hafa áhrif á hátíðina, berast. Þá eru allir hvattir til að hlýða skilaboðum stjórnvalda, þvo sér um hendur, halda sig heima, virða fjarlægðar- og samkomutakmarkanir og hugsa vel um sjálfa sig og náungann. „Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð!“ segir í lok tilkynningarinnar sem Hörður Orri skrifar undir. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, fyrir hönd ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Þar kemur fram að Þjóðhátíðarnefnd hafi, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, unnið hörðum höndum að því að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Yrði það samþykkt af ráðherra myndi það varpa miklum óvissuskugga á Þjóðhátíðarhöld í ár, þar sem áætlað er að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina á ári hverju. „Í dag er enn óljóst hversu lengi samkomubann og fjöldatakmarkanir munu gilda en í ljósi þeirra upplýsinga sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt mun þessi vinna við undirbúning hátíðarinnar 2020 halda áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Eins og staðan er í dag vonumst við þó til að geta haldið Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst,“ segir í tilkynningu ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri ÍBV.Aðsend Þó er áréttað að öryggi gesta hátíðarinnar, listamanna, starfsmanna og sjálfboðaliða sé í algjörum forgangi við undirbúning hátíðarinnar. Því verði unnið náið með Almannavörnum og farið að þeirra tilmælum í einu og öllu. Gestum verði haldið upplýstum eftir því sem upplýsingar, sem kunni að hafa áhrif á hátíðina, berast. Þá eru allir hvattir til að hlýða skilaboðum stjórnvalda, þvo sér um hendur, halda sig heima, virða fjarlægðar- og samkomutakmarkanir og hugsa vel um sjálfa sig og náungann. „Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð!“ segir í lok tilkynningarinnar sem Hörður Orri skrifar undir.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39
Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41