Hópur Hildar fær 10 daga til að útfæra skimun ferðamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2020 15:02 Flugvélar Icelandair standa óhreyfðar meðan millilandaflug liggur niðri. Ætla má að meiri hreyfing verði á Keflavíkurflugvelli þegar opnað verður fyrir komur ferðamanna á næstu vikum - með skilyrðum. vísir/vilhelm Stjórnvöld hafa skipað verkefnahóp sem ætlað er að útfæra skimunina við kórónuveirunni sem fram á að fara á landamærum landsins. Stefnt er að því að ferðamenn geti komið aftur hingað til lands gegn því að þeir fari í skimun, framvísi vottorði eða fari í tveggja vikna sóttkví, eigi síðar en 15. júní. Hópurinn mun njóta leiðsagnar Hildar Helgadóttur, forstöðumanns á Landspítala, og er honum ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir 25. maí. Eins og Vísir greindi frá í morgun er enn mörgum spurningum ósvarað um fyrirkomulag skimana, sem þegar er farið að valda ruglingi í erlendum fjölmiðlum. Hlutverk verkefnastjórnarinnar verður meðal annars að leggja fram tillögur að framkvæmd sýnatöku og greiningar hjá farþegum sem koma til landsins, með flugi til Keflavíkur sem og með öðrum leiðum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu er gengið út frá því að öllum sem það kjósa fái skimun við komuna til landsins. Þá fær hópurinn einnig það verkefni að greina kröfur sem þarf að gera til fyrrnefndra heilbrigðisvottorða sem ferðamenn gætu framvísað á landamærunum, hvernig þeim skuli framvísað og þau metin af hérlendum yfirvöldum. Áætlun með ítarlegri verk- og tímaáætlun ásamt kostnaðaráætlun skal liggja fyrir eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Í hópnum munu auk fyrrnefndrar Hildar eiga sæti fulltrúar sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra, ISAVIA, Landspítala og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Yfirlögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins verður starfsmaður verkefnastjórnarinnar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Stjórnvöld hafa skipað verkefnahóp sem ætlað er að útfæra skimunina við kórónuveirunni sem fram á að fara á landamærum landsins. Stefnt er að því að ferðamenn geti komið aftur hingað til lands gegn því að þeir fari í skimun, framvísi vottorði eða fari í tveggja vikna sóttkví, eigi síðar en 15. júní. Hópurinn mun njóta leiðsagnar Hildar Helgadóttur, forstöðumanns á Landspítala, og er honum ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir 25. maí. Eins og Vísir greindi frá í morgun er enn mörgum spurningum ósvarað um fyrirkomulag skimana, sem þegar er farið að valda ruglingi í erlendum fjölmiðlum. Hlutverk verkefnastjórnarinnar verður meðal annars að leggja fram tillögur að framkvæmd sýnatöku og greiningar hjá farþegum sem koma til landsins, með flugi til Keflavíkur sem og með öðrum leiðum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu er gengið út frá því að öllum sem það kjósa fái skimun við komuna til landsins. Þá fær hópurinn einnig það verkefni að greina kröfur sem þarf að gera til fyrrnefndra heilbrigðisvottorða sem ferðamenn gætu framvísað á landamærunum, hvernig þeim skuli framvísað og þau metin af hérlendum yfirvöldum. Áætlun með ítarlegri verk- og tímaáætlun ásamt kostnaðaráætlun skal liggja fyrir eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Í hópnum munu auk fyrrnefndrar Hildar eiga sæti fulltrúar sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra, ISAVIA, Landspítala og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Yfirlögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins verður starfsmaður verkefnastjórnarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07
Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52