Hópur Hildar fær 10 daga til að útfæra skimun ferðamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2020 15:02 Flugvélar Icelandair standa óhreyfðar meðan millilandaflug liggur niðri. Ætla má að meiri hreyfing verði á Keflavíkurflugvelli þegar opnað verður fyrir komur ferðamanna á næstu vikum - með skilyrðum. vísir/vilhelm Stjórnvöld hafa skipað verkefnahóp sem ætlað er að útfæra skimunina við kórónuveirunni sem fram á að fara á landamærum landsins. Stefnt er að því að ferðamenn geti komið aftur hingað til lands gegn því að þeir fari í skimun, framvísi vottorði eða fari í tveggja vikna sóttkví, eigi síðar en 15. júní. Hópurinn mun njóta leiðsagnar Hildar Helgadóttur, forstöðumanns á Landspítala, og er honum ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir 25. maí. Eins og Vísir greindi frá í morgun er enn mörgum spurningum ósvarað um fyrirkomulag skimana, sem þegar er farið að valda ruglingi í erlendum fjölmiðlum. Hlutverk verkefnastjórnarinnar verður meðal annars að leggja fram tillögur að framkvæmd sýnatöku og greiningar hjá farþegum sem koma til landsins, með flugi til Keflavíkur sem og með öðrum leiðum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu er gengið út frá því að öllum sem það kjósa fái skimun við komuna til landsins. Þá fær hópurinn einnig það verkefni að greina kröfur sem þarf að gera til fyrrnefndra heilbrigðisvottorða sem ferðamenn gætu framvísað á landamærunum, hvernig þeim skuli framvísað og þau metin af hérlendum yfirvöldum. Áætlun með ítarlegri verk- og tímaáætlun ásamt kostnaðaráætlun skal liggja fyrir eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Í hópnum munu auk fyrrnefndrar Hildar eiga sæti fulltrúar sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra, ISAVIA, Landspítala og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Yfirlögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins verður starfsmaður verkefnastjórnarinnar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Stjórnvöld hafa skipað verkefnahóp sem ætlað er að útfæra skimunina við kórónuveirunni sem fram á að fara á landamærum landsins. Stefnt er að því að ferðamenn geti komið aftur hingað til lands gegn því að þeir fari í skimun, framvísi vottorði eða fari í tveggja vikna sóttkví, eigi síðar en 15. júní. Hópurinn mun njóta leiðsagnar Hildar Helgadóttur, forstöðumanns á Landspítala, og er honum ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir 25. maí. Eins og Vísir greindi frá í morgun er enn mörgum spurningum ósvarað um fyrirkomulag skimana, sem þegar er farið að valda ruglingi í erlendum fjölmiðlum. Hlutverk verkefnastjórnarinnar verður meðal annars að leggja fram tillögur að framkvæmd sýnatöku og greiningar hjá farþegum sem koma til landsins, með flugi til Keflavíkur sem og með öðrum leiðum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu er gengið út frá því að öllum sem það kjósa fái skimun við komuna til landsins. Þá fær hópurinn einnig það verkefni að greina kröfur sem þarf að gera til fyrrnefndra heilbrigðisvottorða sem ferðamenn gætu framvísað á landamærunum, hvernig þeim skuli framvísað og þau metin af hérlendum yfirvöldum. Áætlun með ítarlegri verk- og tímaáætlun ásamt kostnaðaráætlun skal liggja fyrir eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Í hópnum munu auk fyrrnefndrar Hildar eiga sæti fulltrúar sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra, ISAVIA, Landspítala og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Yfirlögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins verður starfsmaður verkefnastjórnarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07
Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52