Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 22:59 Trump tilkynnti um stöðvun fjárveitinga til WHO á blaðamannafundi í Rósagarði Hvíta hússins í dag. Vísir/EPA Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé, að minnsta kosti tímabundið, vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Staðhæfði Trump að WHO hefði brugðist grundvallarskyldu sinni vegna faraldursins og að gera þyrfti hana ábyrga fyrir því. Sakaði hann stofnunina um að hafa deilt „upplýsingafalsi“ Kína um veiruna sem hefði líklega leitt til frekari útbreiðslu hennar um heiminn en ella. Bandaríkjastjórn sé að rannsaka þátt WHO í því sem Trump sagði „verulega óstjórn og að hylma yfir útbreiðslu kórónuveirunnar“. Alríkisstjórn Trump sjálfs hafði upplýsingar um faraldurinn sem braust fyrst út í Kína þegar í byrjun janúar. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma til þess að reyna að koma í veg fyrir að smit bærist til Bandaríkjanna. Trump hefur aftur og aftur sakað WHO um að hafa mótmælt ferðatakmörkunum á Kína. Stofnunin lýsti hins vegar aðeins að slíkar takmarkanir gætu reynst gagnslitlar á sínum tíma og að hún mælti ekki með þeim. Trump hefur eignað sér heiður af því að hafa bjargað þúsundum mannslífa með ferðatakmörkunum. Stjórn hans hefur þó sætt gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. WHO hafði engu að síður ráðlagt ríkjum að undirbúa sig fyrir skimun, einangrun og smitrakningu þegar 23. janúar. Trump hefur sjálfur endurtekið lofað viðbrögð stjórnvalda í Bejing við faraldrinum. Í dag sakaði hann WHO aftur á móti um að hafa „vísvitandi samþykkt loforð Kína“ og „varið aðgerðir Kínastjórnar og jafnvel lofað svokallað gegnsæi hennar“. „Kína hefur lagt hart að sér til að halda kórónuveirunni í skefjum. Bandaríkin eru afar þakklát aðgerðum þeirra og gegnsæi. Þetta mun allt fara vel. Sérstaklega vil ég fyrir hönd Bandaríkjanna þakka Xi [Jinping] forseta!“ sagði Trump í tísti 24. janúar. Hann tísti nokkrum sinnum lofi um Xi Kínaforseta vegna faraldursins í janúar og febrúar. China has been working very hard to contain the Coronavirus. The United States greatly appreciates their efforts and transparency. It will all work out well. In particular, on behalf of the American People, I want to thank President Xi!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 24, 2020 Trump var spurður út í hans eigin lof á Kína vegna faraldursins á blaðamannafundinum í kvöld og neitaði því að hafa nokkru sinni gert það. „Ég tala ekki um gegnsæi Kína,“ sagði Trump. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé, að minnsta kosti tímabundið, vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Staðhæfði Trump að WHO hefði brugðist grundvallarskyldu sinni vegna faraldursins og að gera þyrfti hana ábyrga fyrir því. Sakaði hann stofnunina um að hafa deilt „upplýsingafalsi“ Kína um veiruna sem hefði líklega leitt til frekari útbreiðslu hennar um heiminn en ella. Bandaríkjastjórn sé að rannsaka þátt WHO í því sem Trump sagði „verulega óstjórn og að hylma yfir útbreiðslu kórónuveirunnar“. Alríkisstjórn Trump sjálfs hafði upplýsingar um faraldurinn sem braust fyrst út í Kína þegar í byrjun janúar. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma til þess að reyna að koma í veg fyrir að smit bærist til Bandaríkjanna. Trump hefur aftur og aftur sakað WHO um að hafa mótmælt ferðatakmörkunum á Kína. Stofnunin lýsti hins vegar aðeins að slíkar takmarkanir gætu reynst gagnslitlar á sínum tíma og að hún mælti ekki með þeim. Trump hefur eignað sér heiður af því að hafa bjargað þúsundum mannslífa með ferðatakmörkunum. Stjórn hans hefur þó sætt gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. WHO hafði engu að síður ráðlagt ríkjum að undirbúa sig fyrir skimun, einangrun og smitrakningu þegar 23. janúar. Trump hefur sjálfur endurtekið lofað viðbrögð stjórnvalda í Bejing við faraldrinum. Í dag sakaði hann WHO aftur á móti um að hafa „vísvitandi samþykkt loforð Kína“ og „varið aðgerðir Kínastjórnar og jafnvel lofað svokallað gegnsæi hennar“. „Kína hefur lagt hart að sér til að halda kórónuveirunni í skefjum. Bandaríkin eru afar þakklát aðgerðum þeirra og gegnsæi. Þetta mun allt fara vel. Sérstaklega vil ég fyrir hönd Bandaríkjanna þakka Xi [Jinping] forseta!“ sagði Trump í tísti 24. janúar. Hann tísti nokkrum sinnum lofi um Xi Kínaforseta vegna faraldursins í janúar og febrúar. China has been working very hard to contain the Coronavirus. The United States greatly appreciates their efforts and transparency. It will all work out well. In particular, on behalf of the American People, I want to thank President Xi!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 24, 2020 Trump var spurður út í hans eigin lof á Kína vegna faraldursins á blaðamannafundinum í kvöld og neitaði því að hafa nokkru sinni gert það. „Ég tala ekki um gegnsæi Kína,“ sagði Trump. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00