Þorvarður Sveinsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Farice. Hann tekur við starfinu af Ómari Benediktssyni sem tók við starfinu árinu 2012.
Í tilkynningu frá Farice segir að Þorvarður hafi yfir fimmtán ára reynslu og þekkingu af rekstri og stjórnun, stefnumótun, samningagerð og viðskiptaþróun einkum og sér í lagi í fjarskipta- og upplýsingatækni.
„Hann starfaði frá 2015 hjá Sýn/Vodafone síðast sem rekstrarstjóri félagsins og þar áður sem framkvæmdastjóri Fyrirtækja- og þróunarsviðs.
Þorvarður þekkir vel til rekstrar og þróunar á fjarskiptakerfum þ.m.t. ljósleiðarasæstrengja auk þess að hafa haldgóða þekkingu á starfsemi gagnavera bæði hérlendis og erlendis.
Þorvarður hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja m.a. í Símanum, Mílu og Vodafone í Færeyjum auk þess að hafa setið í stjórnum og/eða unnið með Samtökum upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) og Samtökum gagnavera (DCI) innan Samtaka Iðnaðarins.
Þorvarður lauk Masters prófi í fjarskiptaverkfræði frá Harvard University árið 2003 og B.Sc. í Rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000.
Þorvarður hefur störf þann 1. maí n.k.,“ segir í tilkynningunni.
Farice ehf á og rekur FARICE-1 sæstrenginn milli Seyðisfjarðar og Skotland með grein til Færeyjar ásamt DANICE sæstrenginn frá Landeyjum á Suðurlandi til Danmerkur. Hjá fyrirtækinu starfa sjö manns. Íslenska ríkið á frá og með 9. apríl 2019 100% hlutafjár í Farice.