Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2020 18:12 Spilakassar hér á landi eru annars vegar reknir af Íslandsspili sem er í eigu Slysavarnafélagsins Lansbjörg, Rauða Krossins og SÁÁ og hins vegar af Happdrætti Háskóla Íslands sem er í eigu ríkisins. Vísir/Baldur „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg í Reykjavík síðdegis í dag. Slysavarnafélagið Landsbjörg, SÁÁ og Rauði Krossinn eru eigendur Íslandsspils sem er einn tveggja rekstraraðila sem reka spilakassa hér á landi. Borið hefur á gagnrýni undanfarin misseri vegna rekstur spilakassanna og bent hefur verið á það að það skjóti skökku við að samtök líkt og Rauði Krossinn, SÁÁ og Landsbjörg reki spilakassa sem spilafíklar leita gjarnan í. Þór segir að reynt sé eftir bestu getu að vera með ábyrga spilun hjá Íslandsspilum og þar séu verkefni í gangi sem miði að því að tryggja ábyrga spilun. „Sömuleiðis höfum við verið í samræðum við dómsmálaráðherra og kallað ítrekað eftir fundum með dómsmálaráðherrum undanfarið til þess að fara yfir þessa hluti heildstætt og verið að benda á hluti sem verið er að gera í löndunum í kring um okkur þar sem er verið að fara leiðir til þess að minnka möguleika á því að fólk sé að fara fram úr sér í spilun í spilakössum.“ Ræða þarf reksturinn út frá almannavarnasjónarmiðum Hann segir meðal þeirra leiða sem farnar eru erlendis sé notkun sérstakra korta sem tengd eru kennitölum í spilakassana sem koma í veg fyrir að fólk spili meira en fyrir ákveðnar upphæðir. Hann segir spilakassana mikilvæga fjáröflunarleið fyrir félagið en félagið sé tilbúið til að ræða aðrar mögulegar leiðir til að fjármagna rekstur þess. Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Vísir/Baldur „Ég held ég sé alveg örugglega að tala bæði fyrir Rauða Krossinn og SÁÁ, ég held það sé alveg sami hljómgrunnur að í rauninni með þessu, að gefa Íslandsspilum leyfi til að standa í þessum rekstri þá er ríkið í rauninni að fjármagna rekstur þessara samtaka. Ef að ríkið vill fara einhverjar leiðir til að hefta þessa fjáröflun þarf ríkið að koma til móts við þessi samtök.“ Hann segir samtökin fá mörg hundruð milljónir króna á ári úr rekstri spilakassanna. „Ég gæti trúað að það væri um 700-800 milljónir í heildina, eitthvað slíkt.“ Rauði Krossinn fái af þessu tæpan helming og Landsbjörg um tæpan þriðjung. „Við skulum líta á þetta sem leið ríkisins til að fjármagna þá starfsemi sem þessir aðilar veita af hendi. Þetta er starfsemi sem við getum ekki verið án, bæði út frá almannavarnarsjónarmiðum og hvaða hlutverki Rauði Krossinn og Slysavarnafélagið Landsbjörg gegna þar. Þetta þarf á einhvern hátt að fjármagna. Þetta höfum við oft verið að benda á og við erum alveg til í að ræða allt sem heita breytingar á þessu og meðal annars höfum við velt því fyrir okkur hvort að sé nær að það sé bara einn aðili sem er með alla svona spilamennsku á sinni könnu.“ Ekki sá hljómgrunnur sem vonast hefur verið eftir „Við höfum svolítið rekið okkur á það að sá aðili sem er hinn aðilinn á spilakassamarkaðnum er í rauninni Háskóli Íslands sem að er ríkið, þannig að við erum svolítið búin að vera í samkeppni við ríkið í þessum bransa,“ segir Þór. „Þegar við höfum svo stigið fram og viljað taka umræðuna um þessa hluti við ríkið þá hefur svona einhvern veginn ekki komið sá hljómgrunnur sem við höfum verið að vonast eftir.“ „Það er bara þannig núna að það loga öll ljós hjá okkur núna vegna þess að spilakössunum var lokað tímabundið. Þetta er auðvitað heilmikill rekstur sem er í kring um svona samtök og það eru fjölmörg verkefni sem okkur er gert að sinna. Þannig að það loga öll ljós hjá okkur og við erum að leita allra leiða til að bregðast við þessu á einhvern hátt. Við höfum sömuleiðis líka óskað eftir því einu sinni enn að fá heildstæða umræðu um fjármögnun Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Að hvaða leiti ríkið er tilbúið að koma að því og ríkið reyndar styður okkur með beinum samningum líka. Spaugilegt að meirihluti almannavarnaviðbragðs landsins sé fjármagnað með sölu flugelda og spilakassa „Við erum stoltir eigendur að Íslandsspilum og vitum að starfsfólk Íslandsspils vinnur þar að heilindum og lætur sig þessa hluti varða. Ef við færum út úr þessu þá væri spurning annars vegar, hvert færi spilamennskan þá? Við vitum að hún er að fara ansi mikið yfir á netið og það er eitthvað sem verður aldrei leyst með lokun á spilakössum.“ Hann segir að á ári hverju fari um fjórir milljarðar króna úr landi í gegnum spilamennsku á netinu. Þá vilji Landsbjörg fyrst og fremst öruggt rekstrarumhverfi. „Við teljum fulla ástæðu til þess að þetta sé tekið upp út frá almannavarnakerfinu sömuleiðis og hvernig á að fjármagna almannavarnakerfið okkar. Við höfum stundum í gríni en samt í fullri alvöru verið að benda á það að 60-70% af almannavarnaviðbragði landsins er fjármagnað með sölu á flugeldum og spilakössum. Við þurfum ákveðið fjármagn í okkar rekstur og viljum fyrst og fremst ákveðið öryggi og sem minnstar tekjusveiflur í okkar rekstri. Við teljum okkur sannarlega eiga inni og það er heilmikið svigrúm, til dæmis í okkar starfi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg til þess að tvöfalda eða jafnvel þrefalda þann samning sem við erum að gera við ríkið án þess að við séum að missa eitthvað sjálfstæði með slíku. En við erum sömuleiðis alltaf að leita líka nýrra leiða til að afla okkar rekstri tekjur og erum með bakvarðaverkefnið sem er að verða ein af okkar aðal fjáröflunarleiðum sem dæmi þar sem almenningur er að borga mánaðarleg framlög og við erum ákaflega þakklát fyrir þann stuðning.“ Hann segist ekki geta tekið undir með því að níðst sé á viðkvæmum hópi með rekstri spilakassanna. „Þó að við myndum hætta í þessum spilakassabransa yrðu bara aðrir sem halda þar áfram og þá er ég að tala um Happdrætti Háskólans. Þau kæmu þá mögulega bara sterkari inn. Þess vegna segi ég að þetta samtal þarf að eiga sér stað annars staðar og það þarf að eiga sér stað þannig að stjórnvöld séu þar miðpunktur. Reykjavík síðdegis Björgunarsveitir Fjárhættuspil Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg í Reykjavík síðdegis í dag. Slysavarnafélagið Landsbjörg, SÁÁ og Rauði Krossinn eru eigendur Íslandsspils sem er einn tveggja rekstraraðila sem reka spilakassa hér á landi. Borið hefur á gagnrýni undanfarin misseri vegna rekstur spilakassanna og bent hefur verið á það að það skjóti skökku við að samtök líkt og Rauði Krossinn, SÁÁ og Landsbjörg reki spilakassa sem spilafíklar leita gjarnan í. Þór segir að reynt sé eftir bestu getu að vera með ábyrga spilun hjá Íslandsspilum og þar séu verkefni í gangi sem miði að því að tryggja ábyrga spilun. „Sömuleiðis höfum við verið í samræðum við dómsmálaráðherra og kallað ítrekað eftir fundum með dómsmálaráðherrum undanfarið til þess að fara yfir þessa hluti heildstætt og verið að benda á hluti sem verið er að gera í löndunum í kring um okkur þar sem er verið að fara leiðir til þess að minnka möguleika á því að fólk sé að fara fram úr sér í spilun í spilakössum.“ Ræða þarf reksturinn út frá almannavarnasjónarmiðum Hann segir meðal þeirra leiða sem farnar eru erlendis sé notkun sérstakra korta sem tengd eru kennitölum í spilakassana sem koma í veg fyrir að fólk spili meira en fyrir ákveðnar upphæðir. Hann segir spilakassana mikilvæga fjáröflunarleið fyrir félagið en félagið sé tilbúið til að ræða aðrar mögulegar leiðir til að fjármagna rekstur þess. Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Vísir/Baldur „Ég held ég sé alveg örugglega að tala bæði fyrir Rauða Krossinn og SÁÁ, ég held það sé alveg sami hljómgrunnur að í rauninni með þessu, að gefa Íslandsspilum leyfi til að standa í þessum rekstri þá er ríkið í rauninni að fjármagna rekstur þessara samtaka. Ef að ríkið vill fara einhverjar leiðir til að hefta þessa fjáröflun þarf ríkið að koma til móts við þessi samtök.“ Hann segir samtökin fá mörg hundruð milljónir króna á ári úr rekstri spilakassanna. „Ég gæti trúað að það væri um 700-800 milljónir í heildina, eitthvað slíkt.“ Rauði Krossinn fái af þessu tæpan helming og Landsbjörg um tæpan þriðjung. „Við skulum líta á þetta sem leið ríkisins til að fjármagna þá starfsemi sem þessir aðilar veita af hendi. Þetta er starfsemi sem við getum ekki verið án, bæði út frá almannavarnarsjónarmiðum og hvaða hlutverki Rauði Krossinn og Slysavarnafélagið Landsbjörg gegna þar. Þetta þarf á einhvern hátt að fjármagna. Þetta höfum við oft verið að benda á og við erum alveg til í að ræða allt sem heita breytingar á þessu og meðal annars höfum við velt því fyrir okkur hvort að sé nær að það sé bara einn aðili sem er með alla svona spilamennsku á sinni könnu.“ Ekki sá hljómgrunnur sem vonast hefur verið eftir „Við höfum svolítið rekið okkur á það að sá aðili sem er hinn aðilinn á spilakassamarkaðnum er í rauninni Háskóli Íslands sem að er ríkið, þannig að við erum svolítið búin að vera í samkeppni við ríkið í þessum bransa,“ segir Þór. „Þegar við höfum svo stigið fram og viljað taka umræðuna um þessa hluti við ríkið þá hefur svona einhvern veginn ekki komið sá hljómgrunnur sem við höfum verið að vonast eftir.“ „Það er bara þannig núna að það loga öll ljós hjá okkur núna vegna þess að spilakössunum var lokað tímabundið. Þetta er auðvitað heilmikill rekstur sem er í kring um svona samtök og það eru fjölmörg verkefni sem okkur er gert að sinna. Þannig að það loga öll ljós hjá okkur og við erum að leita allra leiða til að bregðast við þessu á einhvern hátt. Við höfum sömuleiðis líka óskað eftir því einu sinni enn að fá heildstæða umræðu um fjármögnun Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Að hvaða leiti ríkið er tilbúið að koma að því og ríkið reyndar styður okkur með beinum samningum líka. Spaugilegt að meirihluti almannavarnaviðbragðs landsins sé fjármagnað með sölu flugelda og spilakassa „Við erum stoltir eigendur að Íslandsspilum og vitum að starfsfólk Íslandsspils vinnur þar að heilindum og lætur sig þessa hluti varða. Ef við færum út úr þessu þá væri spurning annars vegar, hvert færi spilamennskan þá? Við vitum að hún er að fara ansi mikið yfir á netið og það er eitthvað sem verður aldrei leyst með lokun á spilakössum.“ Hann segir að á ári hverju fari um fjórir milljarðar króna úr landi í gegnum spilamennsku á netinu. Þá vilji Landsbjörg fyrst og fremst öruggt rekstrarumhverfi. „Við teljum fulla ástæðu til þess að þetta sé tekið upp út frá almannavarnakerfinu sömuleiðis og hvernig á að fjármagna almannavarnakerfið okkar. Við höfum stundum í gríni en samt í fullri alvöru verið að benda á það að 60-70% af almannavarnaviðbragði landsins er fjármagnað með sölu á flugeldum og spilakössum. Við þurfum ákveðið fjármagn í okkar rekstur og viljum fyrst og fremst ákveðið öryggi og sem minnstar tekjusveiflur í okkar rekstri. Við teljum okkur sannarlega eiga inni og það er heilmikið svigrúm, til dæmis í okkar starfi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg til þess að tvöfalda eða jafnvel þrefalda þann samning sem við erum að gera við ríkið án þess að við séum að missa eitthvað sjálfstæði með slíku. En við erum sömuleiðis alltaf að leita líka nýrra leiða til að afla okkar rekstri tekjur og erum með bakvarðaverkefnið sem er að verða ein af okkar aðal fjáröflunarleiðum sem dæmi þar sem almenningur er að borga mánaðarleg framlög og við erum ákaflega þakklát fyrir þann stuðning.“ Hann segist ekki geta tekið undir með því að níðst sé á viðkvæmum hópi með rekstri spilakassanna. „Þó að við myndum hætta í þessum spilakassabransa yrðu bara aðrir sem halda þar áfram og þá er ég að tala um Happdrætti Háskólans. Þau kæmu þá mögulega bara sterkari inn. Þess vegna segi ég að þetta samtal þarf að eiga sér stað annars staðar og það þarf að eiga sér stað þannig að stjórnvöld séu þar miðpunktur.
Reykjavík síðdegis Björgunarsveitir Fjárhættuspil Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent