Fyrirtækjalistinn verður birtur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. maí 2020 19:00 Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Ákall hefur verið um að birta fyritækjalistann og hefur kallið meðal annars komið frá ráðherrum. Vinnumálastofnun hefur nú tekið ákvörðun um birtingu. Enn á þó eftir að vinna listann og setja í birtingarhæfan búning og því verður hann ekki birtur fyrr en í næstu viku. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist þó stíga varlega til jarðar. „Ég er enn svolítið hugsi þrátt fyrir álit Persónuverndar og hef stuðning persónuverndarfulltrúa stofnunarinnar í því hvort það sé rétt að birta lista yfir fyrirtæki t.d. með fimm starfsmenn eða færri,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hvaða áhyggjur hefur þú? „Ég hef bara áhyggjur af því að fólk geti fundið út hverjir það voru sem sóttu um greiðslur atvinnuleysisbóta í minnkuðu starfshlutfalli. Það eru einstaklingarnir sem sóttu um og það eru einstaklingarnir sem fengu greitt. Við komumst ekkert hjá því,“ sagði Unnur. Málið snúist því um traust. Ekki sé búið að ákveða hvort að fámenn fyrirtæki verði undanskilin listanum en Persónuvernd hefur sagt að slíkt verði til þess að tilgangurinn, sem er að tryggja almannahagsmuni og stuða að aðhaldi fyrir fyrirtæki, náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingu. Hluti af svari Persónuverndar til Vinnumálastofnunar vegna birtingar upplýsinga um nýtingu hlutabótaleiðar. Skjáskot úr frétt Atvinnuleysi jókst mjög í aprílmánuði þegar flestir þeirra sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall í kjölfar kórónuveirufaraldursins komu af fullum þunga inn í atvinnuleysistölur. Heildaratvinnuleysi var 17,8%. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14 Svona var 69. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. maí 2020 13:46 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Ákall hefur verið um að birta fyritækjalistann og hefur kallið meðal annars komið frá ráðherrum. Vinnumálastofnun hefur nú tekið ákvörðun um birtingu. Enn á þó eftir að vinna listann og setja í birtingarhæfan búning og því verður hann ekki birtur fyrr en í næstu viku. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist þó stíga varlega til jarðar. „Ég er enn svolítið hugsi þrátt fyrir álit Persónuverndar og hef stuðning persónuverndarfulltrúa stofnunarinnar í því hvort það sé rétt að birta lista yfir fyrirtæki t.d. með fimm starfsmenn eða færri,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hvaða áhyggjur hefur þú? „Ég hef bara áhyggjur af því að fólk geti fundið út hverjir það voru sem sóttu um greiðslur atvinnuleysisbóta í minnkuðu starfshlutfalli. Það eru einstaklingarnir sem sóttu um og það eru einstaklingarnir sem fengu greitt. Við komumst ekkert hjá því,“ sagði Unnur. Málið snúist því um traust. Ekki sé búið að ákveða hvort að fámenn fyrirtæki verði undanskilin listanum en Persónuvernd hefur sagt að slíkt verði til þess að tilgangurinn, sem er að tryggja almannahagsmuni og stuða að aðhaldi fyrir fyrirtæki, náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingu. Hluti af svari Persónuverndar til Vinnumálastofnunar vegna birtingar upplýsinga um nýtingu hlutabótaleiðar. Skjáskot úr frétt Atvinnuleysi jókst mjög í aprílmánuði þegar flestir þeirra sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall í kjölfar kórónuveirufaraldursins komu af fullum þunga inn í atvinnuleysistölur. Heildaratvinnuleysi var 17,8%. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14 Svona var 69. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. maí 2020 13:46 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14
Svona var 69. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. maí 2020 13:46
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40