Ákveðið hefur verið að útvarpsþátturinn FM95BLÖ verði einnig sendur út á Xinu 977 hér eftir.
Þátturinn hefur aðeins verið á FM957 hingað til en Auðunn ræddi málið í Harmageddon í morgun.
„Ef þetta er í lagi þarna upp í vinnu þá er ég alveg til,“ segir Auddi sem stýrir líklega vinsælasta útvarpsþætti landsins og hefur gert í nokkur ár.
„Núna verðum við að koma nokkrum Creed og Bon Jovi lögum inn í þetta, fyrst þetta er orðið Xið líka. Þetta er bara geggjað og ég er að fíla þetta, í beinni á Xinu og Fm.“