Hafnarfjörður róar foreldra og frestar árshátíð í samráði við almannavarnir Eiður Þór Árnason skrifar 7. mars 2020 14:00 Ákvörðun var tekin um þetta í morgun. Vísir/vilhelm Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Ákvörðunin var tekin eftir fund bæjaryfirvalda með almannavörnum nú í morgun og verður árshátíðinni frestað um óákveðinn tíma, er fram kemur í tilkynningu á vef bæjarins.Sjá einnig: Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar „Fulltrúar almannavarna hafa að höfðu samráði við sóttvarnalækni metið það svo að starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum ætti að forðast að taka þátt í fjölmennum mannsöfnuðum.“ Er þetta einnig sagt eiga við starfsfólk sem sinni lykilinnviðum og þjónustu sem þarf að vera órofin á neyðarstigi almannavarna. „Slíkt á við um marga starfsmenn sveitarfélaga, þar með talið miðlægrar stjórnsýslu og ráðhúss,“ segir í tilkynningunni. Fjölda viðburða frestað Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónuveirunnar í kjölfar þess að fyrstu innanlandssmitin voru staðfest í gær. Fjölmörgum fjöldasamkomum hefur verið frestað undanfarna daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Til greina kemur að efna til samkomubanns hér á landi til að sporna við frekari útbreiðslu hennar að sögn yfirvalda. Óljóst er hvernig því yrði háttað ef til þess kæmi. Höfðu áhyggjur af fólki með undirliggjandi sjúkdóma Aðalheiður Ósk Þorsteinsdóttir, íbúi í Hafnarfirði, tjáði sig um málið í Facebook hópnum Norðurbærinn minn í gær og benti á að starfsfólk bæjarins vinni með börnum og eldri borgurum. „Sem foreldri langveiks barns og annars með mjög mikinn astma þá finnst mér það mjög vanhugsað að fresta ekki árshátíð bæjarins og þá sérstaklega í ljósi þess að nú eru fyrstu smit að greinast innanlands á milli fólks.“ Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir, sem á langveika dóttur, gagnrýndi það sömuleiðis í gærkvöldi að þá hafi enn staðið til að halda árshátíðina. „Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 4 smit orðið á milli manna hér á landi, manna sem ekki hafa verið á hættusvæðum erlendis. Okkur finnst það ótrúlegt ábyrgðarleysi að stefna saman öllum kennurum og starfsfólki þeirra veikbyggðustu íbúa bæjarins saman á stóran viðburð eins og staðan er í dag.“ Þá höfðu sumir íbúar lýst yfir áhyggjum sínum af því að þjónusta bæjarins gæti lamast ef allt færi á versta veg og stórum hluta starfsmanna væri gert að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39 Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Ákvörðunin var tekin eftir fund bæjaryfirvalda með almannavörnum nú í morgun og verður árshátíðinni frestað um óákveðinn tíma, er fram kemur í tilkynningu á vef bæjarins.Sjá einnig: Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar „Fulltrúar almannavarna hafa að höfðu samráði við sóttvarnalækni metið það svo að starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum ætti að forðast að taka þátt í fjölmennum mannsöfnuðum.“ Er þetta einnig sagt eiga við starfsfólk sem sinni lykilinnviðum og þjónustu sem þarf að vera órofin á neyðarstigi almannavarna. „Slíkt á við um marga starfsmenn sveitarfélaga, þar með talið miðlægrar stjórnsýslu og ráðhúss,“ segir í tilkynningunni. Fjölda viðburða frestað Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónuveirunnar í kjölfar þess að fyrstu innanlandssmitin voru staðfest í gær. Fjölmörgum fjöldasamkomum hefur verið frestað undanfarna daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Til greina kemur að efna til samkomubanns hér á landi til að sporna við frekari útbreiðslu hennar að sögn yfirvalda. Óljóst er hvernig því yrði háttað ef til þess kæmi. Höfðu áhyggjur af fólki með undirliggjandi sjúkdóma Aðalheiður Ósk Þorsteinsdóttir, íbúi í Hafnarfirði, tjáði sig um málið í Facebook hópnum Norðurbærinn minn í gær og benti á að starfsfólk bæjarins vinni með börnum og eldri borgurum. „Sem foreldri langveiks barns og annars með mjög mikinn astma þá finnst mér það mjög vanhugsað að fresta ekki árshátíð bæjarins og þá sérstaklega í ljósi þess að nú eru fyrstu smit að greinast innanlands á milli fólks.“ Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir, sem á langveika dóttur, gagnrýndi það sömuleiðis í gærkvöldi að þá hafi enn staðið til að halda árshátíðina. „Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 4 smit orðið á milli manna hér á landi, manna sem ekki hafa verið á hættusvæðum erlendis. Okkur finnst það ótrúlegt ábyrgðarleysi að stefna saman öllum kennurum og starfsfólki þeirra veikbyggðustu íbúa bæjarins saman á stóran viðburð eins og staðan er í dag.“ Þá höfðu sumir íbúar lýst yfir áhyggjum sínum af því að þjónusta bæjarins gæti lamast ef allt færi á versta veg og stórum hluta starfsmanna væri gert að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39 Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00
Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47
Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39
Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42
Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16
Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00