Erfitt að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2020 08:26 KOna með grímu og hanska opnar fataverslu í Vín. AP/Ronald Zak Yfirvöld ríkja víða um heim leita nú leiða til að endurvekja atvinnulíf þeirra ríkja. Reynslan í Kína og í Evrópu sýnir þó að það verði ekki auðvelt þar sem íbúar fara minna út og eyða mun minna af peningum. Viðskiptavinir forðast verslanir sem eru opnar og félagsforðun hefur haldið velli. Þetta kemur fram í umfjöllun AP fréttaveitunnar þar sem einnig segir að fólk óttist að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar taki annan kipp sé slakað of mikið á takmörkunum sem koma eigi í veg fyrir nýja faraldra. Í borgum í Kína hafa embættismenn farið út að borða og reynt að laða fólk út þannig, með misgóðum árangri. Í Bandaríkjunum er verið að gefa almenningi pening til að borga reikninga og halda hjólum atvinnulífsins á ferðinni. Verslanir hafa verið opnaðar í Róm en AP fréttaveitan segir götur borgarinnar tómar. Svipaða sögu er að segja frá Vín þar sem fáir eru á ferli. Marie Froehlich, sem rekur fataverslun í borginni, sagði starfsfólk sitt ánægt með að vera mætt aftur til vinnu. Hins vegar treystu þau verulega á ferðaþjónustu og ferðamenn og þess vegna muni það taka minnst einhverja mánuði að ná öllu í fyrra horf. Í Bandaríkjunum hefur framleiðsla dregist verulega saman og í raun hefur álíka samdráttur ekki átt sér stað frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Í mars drógust tekjur verslana verulega saman eða um 8,7 prósent og búist er að það verði mun verra í þessum mánuði. Donald Trump, forseti, segist vera að undirbúa viðmið varðandi það að draga úr félagsforðun og hefur hann reynt að fá forsvarsmenn viðskiptalífsins með sér í lið. Þeir segja það þó erfitt án mikillar aukningar í skimun fyrir kórónuveirunni og án hlífðarbúnaðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Yfirvöld ríkja víða um heim leita nú leiða til að endurvekja atvinnulíf þeirra ríkja. Reynslan í Kína og í Evrópu sýnir þó að það verði ekki auðvelt þar sem íbúar fara minna út og eyða mun minna af peningum. Viðskiptavinir forðast verslanir sem eru opnar og félagsforðun hefur haldið velli. Þetta kemur fram í umfjöllun AP fréttaveitunnar þar sem einnig segir að fólk óttist að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar taki annan kipp sé slakað of mikið á takmörkunum sem koma eigi í veg fyrir nýja faraldra. Í borgum í Kína hafa embættismenn farið út að borða og reynt að laða fólk út þannig, með misgóðum árangri. Í Bandaríkjunum er verið að gefa almenningi pening til að borga reikninga og halda hjólum atvinnulífsins á ferðinni. Verslanir hafa verið opnaðar í Róm en AP fréttaveitan segir götur borgarinnar tómar. Svipaða sögu er að segja frá Vín þar sem fáir eru á ferli. Marie Froehlich, sem rekur fataverslun í borginni, sagði starfsfólk sitt ánægt með að vera mætt aftur til vinnu. Hins vegar treystu þau verulega á ferðaþjónustu og ferðamenn og þess vegna muni það taka minnst einhverja mánuði að ná öllu í fyrra horf. Í Bandaríkjunum hefur framleiðsla dregist verulega saman og í raun hefur álíka samdráttur ekki átt sér stað frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Í mars drógust tekjur verslana verulega saman eða um 8,7 prósent og búist er að það verði mun verra í þessum mánuði. Donald Trump, forseti, segist vera að undirbúa viðmið varðandi það að draga úr félagsforðun og hefur hann reynt að fá forsvarsmenn viðskiptalífsins með sér í lið. Þeir segja það þó erfitt án mikillar aukningar í skimun fyrir kórónuveirunni og án hlífðarbúnaðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira