Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 08:30 Þyrla Norðurflugs á leið niður í toppgíg Eyjafjallajökuls. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri til vinstri og Ólafur Eggertsson bóndi til hægri. Stöð 2/Einar Árnason. Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. Afraksturinn myndatökunnar er meðal þess sem sjá má í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur gert um Eyjafjallajökul. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri.Stöð 2/Einar Árnason. Þyrlan kom frá Norðurflugi en flugstjóri var Jón Kjartan Björnsson. Farþegar um borð voru tveir af viðmælendum þáttanna, þeir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, auk Einars Árnasonar, kvikmyndatökumanns Stöðvar 2, og Kristjáns Más Unnarssonar, umsjónarmanns þáttanna. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á gígbarminum.Stöð 2/Einar Árnason. Ferðin var farin síðastliðið haust. Fyrst var flogið upp á Eyjafjallajökul og lent á vestanverðum gígbarminum, við Goðastein. Þar var staldrað við í um hálftíma, kvikmyndað og viðtöl tekin, en síðan flogið niður í gíginn. Gígbotn Eyjafjallajökuls. Hann reyndist að mestu snævi þakinn en auður hryggur sást neðst í botninum. Stöð 2/KMU. Gígbotninn reyndist að mestu snævi þakinn en þó sást þar auður kambur. Þar tyllti Jón Kjartan þyrlunni í um eina mínútu og þar var greinilegur hiti. Allt í kringum kambinn sáust íshellar sem jarðhiti myndaði sem streymdi þaðan upp og sá til þess að snjó festi ekki á hryggnum Þyrlan lent á snjólausa kambinum. Jarðhiti streymdi upp allt í kring og myndaði litla íshella.Stöð 2/KMU. Síðan var flogið niður Gígjökull og meðal annars fylgt öðrum meginfarvegi hamfarahlaupanna sem sturtuðust þar niður þegar eldgosið bræddi ísinn. Sérlega athyglisvert var að skoða stórbrotið gljúfrið sem tók við jökulflóðunum. Stórbrotið gljúfur má nú sjá í Gígjökli eftir hamfarahlaupin sem sturtuðust þarna niður í eldgosinu fyrir tíu árum. Fyrir neðan má sjá fyrrum lónbotn Gígjökulslóns og skriðjökullinn, sem þarna lá áður yfir, er einnig horfinn. Tindfjallajökull í baksýn.Stöð 2/KMU. Lent var á fyrrum lónstæði Gígjökulslóns sem fylltist í upphafi eldgossins þann 14. apríl, en gríðarlegur aur barst þá niður úr toppgígnum með bræðsluvatninu. Að mati Páls Einarssonar tók það eldgosið aðeins um hálfa klukkustund að eyða jökullóninu, sem ekki hefur sést síðan. Flogið niður með Gígjökli. Ólafur Eggertsson nær og Jón Kjartan Björnsson fjær.Stöð 2/KMU. Gróðurinn sem tekinn er að vaxa upp á urðinni sem fyllti lónið vakti athygli bóndans á Þorvaldseyri. Þar eru mosi og annar lággróður tekinn að sá sér og spáir Ólafur því að eftir 10-15 ár verði þetta orðinn samfelld gróðurheild. Þættina má nú sjá á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag kl. 16.40. Hér má sjá kaflann um þyrluflugið niður í gíginn: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. Afraksturinn myndatökunnar er meðal þess sem sjá má í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur gert um Eyjafjallajökul. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri.Stöð 2/Einar Árnason. Þyrlan kom frá Norðurflugi en flugstjóri var Jón Kjartan Björnsson. Farþegar um borð voru tveir af viðmælendum þáttanna, þeir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, auk Einars Árnasonar, kvikmyndatökumanns Stöðvar 2, og Kristjáns Más Unnarssonar, umsjónarmanns þáttanna. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á gígbarminum.Stöð 2/Einar Árnason. Ferðin var farin síðastliðið haust. Fyrst var flogið upp á Eyjafjallajökul og lent á vestanverðum gígbarminum, við Goðastein. Þar var staldrað við í um hálftíma, kvikmyndað og viðtöl tekin, en síðan flogið niður í gíginn. Gígbotn Eyjafjallajökuls. Hann reyndist að mestu snævi þakinn en auður hryggur sást neðst í botninum. Stöð 2/KMU. Gígbotninn reyndist að mestu snævi þakinn en þó sást þar auður kambur. Þar tyllti Jón Kjartan þyrlunni í um eina mínútu og þar var greinilegur hiti. Allt í kringum kambinn sáust íshellar sem jarðhiti myndaði sem streymdi þaðan upp og sá til þess að snjó festi ekki á hryggnum Þyrlan lent á snjólausa kambinum. Jarðhiti streymdi upp allt í kring og myndaði litla íshella.Stöð 2/KMU. Síðan var flogið niður Gígjökull og meðal annars fylgt öðrum meginfarvegi hamfarahlaupanna sem sturtuðust þar niður þegar eldgosið bræddi ísinn. Sérlega athyglisvert var að skoða stórbrotið gljúfrið sem tók við jökulflóðunum. Stórbrotið gljúfur má nú sjá í Gígjökli eftir hamfarahlaupin sem sturtuðust þarna niður í eldgosinu fyrir tíu árum. Fyrir neðan má sjá fyrrum lónbotn Gígjökulslóns og skriðjökullinn, sem þarna lá áður yfir, er einnig horfinn. Tindfjallajökull í baksýn.Stöð 2/KMU. Lent var á fyrrum lónstæði Gígjökulslóns sem fylltist í upphafi eldgossins þann 14. apríl, en gríðarlegur aur barst þá niður úr toppgígnum með bræðsluvatninu. Að mati Páls Einarssonar tók það eldgosið aðeins um hálfa klukkustund að eyða jökullóninu, sem ekki hefur sést síðan. Flogið niður með Gígjökli. Ólafur Eggertsson nær og Jón Kjartan Björnsson fjær.Stöð 2/KMU. Gróðurinn sem tekinn er að vaxa upp á urðinni sem fyllti lónið vakti athygli bóndans á Þorvaldseyri. Þar eru mosi og annar lággróður tekinn að sá sér og spáir Ólafur því að eftir 10-15 ár verði þetta orðinn samfelld gróðurheild. Þættina má nú sjá á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag kl. 16.40. Hér má sjá kaflann um þyrluflugið niður í gíginn:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03