CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 08:49 Starfsfólk veirufræðideildar Landspítala að störfum í kórónuveirufaraldri. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. Ríkin sem CNN tekur sem dæmi eru auk Íslands, Taívan, Suður-Kórea og Þýskaland. Þessum ríkjum hafi á árangursríkan hátt tekist að fletja út kúrvuna eins og sagt er, það er að koma í veg fyrir gríðarmikinn vöxt smita, og vandamálin sem því fylgir. Lexíurnar fjórar sem CNN telur að umheimurinn geti lært af viðbrögðum yfirvalda á Íslandi eru sem fyrr segir fjórar: Vera ákveðinn, vinkla inn einkageirann, sýna fyrirhyggjusemi og nota tækni en á sama tíma virða rétt fólks til einkalífs. Þannig er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að strax hafi verið ákveðið að fylgja eftir áætlunum af festu varðandi það að finna þá sem eru smitaðir, koma þeim í einangrun og leggja mikla áherslu á finna þá sem þeir smituðu kunni að hafa komist í tæri við. CNN segir að í þessu séu engin ný vísindi, en árangurinn hér á landi sýni að mikilvægt sé að fylgja þessari forskrift vel og af ákveðni. Þríeykið sem stýrt hefur viðbrögðum ÍslandsVísir/Vilhelm Þá tekur CNN viðbrögð Íslenskrar efðagreiningar sem dæmi um það hvernig einkageirinn geti stigið inn til þess að aðstoða yfirvöld, en sem kunnugt er hefur fyrirtækið boðið almenningi upp á skimun fyrir kórónuveirunni. Þannig hafi Ísland getað skimað mun fleiri en ella auk þess sem að rannsóknir ÍE varpi frekari ljósi á kórónuveiruna sjálfa. Viðbrögð yfirvalda við því þegar veiran kom loks til landsins eru svo tekin sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi sýnt fyrirhyggjusemi með því að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna, skilgreina ákveðin svæði sem áhættusvæði auk samkomubannsins sem sett hafi verið á tiltölulega snemma í ferlinu. Covid-appið er svo nefnt sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi nýtt sér tæknina í baráttunni gegn kórónuveirunni. Umfjöllun CNN má lesa hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. Ríkin sem CNN tekur sem dæmi eru auk Íslands, Taívan, Suður-Kórea og Þýskaland. Þessum ríkjum hafi á árangursríkan hátt tekist að fletja út kúrvuna eins og sagt er, það er að koma í veg fyrir gríðarmikinn vöxt smita, og vandamálin sem því fylgir. Lexíurnar fjórar sem CNN telur að umheimurinn geti lært af viðbrögðum yfirvalda á Íslandi eru sem fyrr segir fjórar: Vera ákveðinn, vinkla inn einkageirann, sýna fyrirhyggjusemi og nota tækni en á sama tíma virða rétt fólks til einkalífs. Þannig er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að strax hafi verið ákveðið að fylgja eftir áætlunum af festu varðandi það að finna þá sem eru smitaðir, koma þeim í einangrun og leggja mikla áherslu á finna þá sem þeir smituðu kunni að hafa komist í tæri við. CNN segir að í þessu séu engin ný vísindi, en árangurinn hér á landi sýni að mikilvægt sé að fylgja þessari forskrift vel og af ákveðni. Þríeykið sem stýrt hefur viðbrögðum ÍslandsVísir/Vilhelm Þá tekur CNN viðbrögð Íslenskrar efðagreiningar sem dæmi um það hvernig einkageirinn geti stigið inn til þess að aðstoða yfirvöld, en sem kunnugt er hefur fyrirtækið boðið almenningi upp á skimun fyrir kórónuveirunni. Þannig hafi Ísland getað skimað mun fleiri en ella auk þess sem að rannsóknir ÍE varpi frekari ljósi á kórónuveiruna sjálfa. Viðbrögð yfirvalda við því þegar veiran kom loks til landsins eru svo tekin sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi sýnt fyrirhyggjusemi með því að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna, skilgreina ákveðin svæði sem áhættusvæði auk samkomubannsins sem sett hafi verið á tiltölulega snemma í ferlinu. Covid-appið er svo nefnt sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi nýtt sér tæknina í baráttunni gegn kórónuveirunni. Umfjöllun CNN má lesa hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira