Hvað á ég mörg börn? Arna Pálsdóttir skrifar 16. apríl 2020 10:00 Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. Gott betur, 100% betur ef ég á að vera heiðarleg, því ég hef eignast fjórar dætur í tveimur hjónaböndum. Titillinn á þessum pistli gefur kannski til kynna að ég sé mögulega búin að missa vitið á þessum síðustu og verstu tímum. Ég á vissulega mörg börn en ég veit hvað þau, öllu heldur þær, eru margar. Höldum því áfram. Mér fannst mjög gaman að vinna skattframtalið mitt í ár. Það var einhver festa í því sem annars er erfitt að finna í tilverunni þessa dagana. Í miðjum heimsfaraldri og samkomubanni gat ég sest niður við tölvuna og unnið framtalið með sama hætti og öll fyrri ár. Í smá stund var allt eins og það átti að vera. Í lokin er ég svo að fara yfir framtalið. Engar athugasemdir frá mér, nema jú, bíddu. Það vantar tvær af fjórum dætrum mínum undir lið 1.1. Hmmm, villuprófum þetta. Aftur eru þær bara tvær og engin villa fannst! Ok þetta var kannski ekki alveg svona, en þið vitið. Ég hef tvisvar gengið í hjónaband og er tvífráskilin. Í fyrra skiptið eignuðumst við tvær dætur. Þegar við skildum vildum við halda áfram að ala dætur okkar upp saman. Þær fara ekki í heimsókn til pabba eða í heimsókn til mömmu. Þær eiga tvö heimili. Við ákváðum að önnur yrði með lögheimilið sitt hjá mér og hin með lögheimilið hjá pabba sínum. Þannig værum við „Jöfn“ og við þyrftum ekki að standa í meðlagsgreiðslum o.þ.h. enda höfum við alltaf séð sameiginlega um framfærslu þeirra. Í seinna hjónabandinu áttum við eina dóttur saman og áttum von á annarri (mér gengur s.s. ekkert betur með árunum í þessu málum). Við vorum líka sammála um að ala þær upp saman sem foreldrar. Við fórum því sömu leið og ég hafði gert áður. Ein yrði með lögheimili hjá pabba sínum og hin myndi vera með lögheimili hjá mér. En aftur að skattframtalinu. Ég vil ekki þurfa að sætta mig við það að aðeins tvö nöfn af fjórum dætra minna komi fram á skattframtalinu mínu og að allar ákvarðanir á grundvelli framtalsins séu teknar í því ljósi að ég eigi tvö börn en ekki fjögur. Ég hef verið spurð hverju þetta breytir - þetta er bara pappír en færum þetta yfir á hjónaband. Þú og maki þinn viljið gifta ykkur. Þið hittið prestinn og hann spyr hvort ykkur væri ekki sama ef hjónabandið yrði ekki skráð og það hefði engin réttaráhrif en það ætti nú að vera í lagi, því það væri bara þannig á pappír. Í hjarta ykkar væruð þið samt hjón og enginn myndi vita betur. Ok, díll? Í mínu tilviki er þetta fyrst og síðast prinsipp mál. Foreldri sem ekki er með lögheimili barns þarf að sætta sig við það að hið opinbera viðurkennir ekki samband foreldris og barns. Það út af fyrir sig er heilmikið mál fyrir barn og foreldri. En í þessu fyrirkomulagi felast líka áþreifanlegir hagsmunir s.s. í formi fjármuna og ákvarðanatöku varðandi barnið sitt. Ég gat t.d. ekki skráð næstyngstu dóttur mína í ballett sl. haust. Hún er með lögheimili hjá pabba sínum þannig ég þurfti að hringja í hann og biðja hann að skrá hana - og vera fljótur, plássin voru að klárast! Þá veit ég ekki um greiðslur frá ríkinu sem ekki taka mið af fjölda barna á framfærslu og einnig getur það foreldri sem ekki hefur lögheimili verið krafið um meðlagsgreiðslur algjörlega óháð þeirri framfærslu sem er til staðar. Á Íslandi er algengast að forsjá barna sé sameiginleg eftir skilnað. En það er afskaplega fátt sameiginlegt við sameiginlega forsjá. Fólk fær ekki leyfi til skilnaðar nema það liggi fyrir hjá hvaða foreldri barn eigi lögheimili. Það stendur því engin önnur leið til boða en að skrá lögheimilið á annað foreldrið. Að öllu þessu sögðu þá dreg ég ekki í efa að núverandi fyrirkomulag verði líka að vera til. Það getur vel hentað mörgum að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti. Þá er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar ef ekki næst samkomulag á milli aðila. Skoði mál og leggi mat á aðstæður út frá hagsmunum barns og ákvarði þannig umgengni og forsjá. Hér í þessum pistli er ég eingöngu að fjalla um þau tilvik þar sem foreldrar geta og vilja koma sér saman um að barn verði með tvöfalt lögheimili, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar fyrir allar fjölskyldur og styðji ákvarðanir þeirra en taki þær ekki eingöngu í sínar hendur með þeim hætti sem gert er í dag. Ég trúi því að það myndi leiða af sér margt gott ef foreldrar gætu deilt þeim skyldum og réttindum sem lögheimilisskráning barns felur í sér. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við jafnréttissjónarmið en lögheimilisskráning er í langflestum tilvikum hjá móður. Það myndi draga úr valda ójafnvægi sem verður til þegar lögheimili barns er eingöngu hjá öðru foreldrinu. Þá trúi ég því að tvöfalt lögheimili væri einnig til þess fallið að draga úr skömminni sem því miður er gjarnan fylgifiskur hjónaskilnaða og draga þannig úr álagi og streitu við þessar krefjandi aðstæður. Þrátt fyrir að eiga ekki maka þá upplifi ég mig ekki sem einstætt foreldri. Ég el dætur mínar upp jafnt á móti feðrum sínum og í öðru tilvikinu dásamlegri stjúpmömmu (svo það sé á hreinu þá er ekki vond stjúpa í hinu tilvikinu). Við höldum saman upp á barnaafmæli og höfum átt ótal góðar stundir. Dætur mínar með foreldrum sínum. Ég geri mér vel grein fyrir því hve gott ég hef það. Hversu dýrmætt það er að geta haldið áfram að ala upp börn saman þrátt fyrir að vera ekki í hjónabandi en því miður er það ekki alltaf svo. Ég er þakklát fyrir það á hverjum degi enda eiga dætur mínar bestu pabba sem til eru. Umræðan um tvöfalt lögheimili er teygð og tuggin. Gömul saga og ný. Ég verð eflaust ennþá að ergja mig á þessu þegar elsta dóttir mín, sem nú er 13 ára, verður 18 ára. En vonandi verða yngri dætur mínar einn daginn með lögheimili á báðum heimilum sínum. Þá er aldrei að vita nema ég skrái þær báðar í ballett. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Skattar og tollar Arna Pálsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. Gott betur, 100% betur ef ég á að vera heiðarleg, því ég hef eignast fjórar dætur í tveimur hjónaböndum. Titillinn á þessum pistli gefur kannski til kynna að ég sé mögulega búin að missa vitið á þessum síðustu og verstu tímum. Ég á vissulega mörg börn en ég veit hvað þau, öllu heldur þær, eru margar. Höldum því áfram. Mér fannst mjög gaman að vinna skattframtalið mitt í ár. Það var einhver festa í því sem annars er erfitt að finna í tilverunni þessa dagana. Í miðjum heimsfaraldri og samkomubanni gat ég sest niður við tölvuna og unnið framtalið með sama hætti og öll fyrri ár. Í smá stund var allt eins og það átti að vera. Í lokin er ég svo að fara yfir framtalið. Engar athugasemdir frá mér, nema jú, bíddu. Það vantar tvær af fjórum dætrum mínum undir lið 1.1. Hmmm, villuprófum þetta. Aftur eru þær bara tvær og engin villa fannst! Ok þetta var kannski ekki alveg svona, en þið vitið. Ég hef tvisvar gengið í hjónaband og er tvífráskilin. Í fyrra skiptið eignuðumst við tvær dætur. Þegar við skildum vildum við halda áfram að ala dætur okkar upp saman. Þær fara ekki í heimsókn til pabba eða í heimsókn til mömmu. Þær eiga tvö heimili. Við ákváðum að önnur yrði með lögheimilið sitt hjá mér og hin með lögheimilið hjá pabba sínum. Þannig værum við „Jöfn“ og við þyrftum ekki að standa í meðlagsgreiðslum o.þ.h. enda höfum við alltaf séð sameiginlega um framfærslu þeirra. Í seinna hjónabandinu áttum við eina dóttur saman og áttum von á annarri (mér gengur s.s. ekkert betur með árunum í þessu málum). Við vorum líka sammála um að ala þær upp saman sem foreldrar. Við fórum því sömu leið og ég hafði gert áður. Ein yrði með lögheimili hjá pabba sínum og hin myndi vera með lögheimili hjá mér. En aftur að skattframtalinu. Ég vil ekki þurfa að sætta mig við það að aðeins tvö nöfn af fjórum dætra minna komi fram á skattframtalinu mínu og að allar ákvarðanir á grundvelli framtalsins séu teknar í því ljósi að ég eigi tvö börn en ekki fjögur. Ég hef verið spurð hverju þetta breytir - þetta er bara pappír en færum þetta yfir á hjónaband. Þú og maki þinn viljið gifta ykkur. Þið hittið prestinn og hann spyr hvort ykkur væri ekki sama ef hjónabandið yrði ekki skráð og það hefði engin réttaráhrif en það ætti nú að vera í lagi, því það væri bara þannig á pappír. Í hjarta ykkar væruð þið samt hjón og enginn myndi vita betur. Ok, díll? Í mínu tilviki er þetta fyrst og síðast prinsipp mál. Foreldri sem ekki er með lögheimili barns þarf að sætta sig við það að hið opinbera viðurkennir ekki samband foreldris og barns. Það út af fyrir sig er heilmikið mál fyrir barn og foreldri. En í þessu fyrirkomulagi felast líka áþreifanlegir hagsmunir s.s. í formi fjármuna og ákvarðanatöku varðandi barnið sitt. Ég gat t.d. ekki skráð næstyngstu dóttur mína í ballett sl. haust. Hún er með lögheimili hjá pabba sínum þannig ég þurfti að hringja í hann og biðja hann að skrá hana - og vera fljótur, plássin voru að klárast! Þá veit ég ekki um greiðslur frá ríkinu sem ekki taka mið af fjölda barna á framfærslu og einnig getur það foreldri sem ekki hefur lögheimili verið krafið um meðlagsgreiðslur algjörlega óháð þeirri framfærslu sem er til staðar. Á Íslandi er algengast að forsjá barna sé sameiginleg eftir skilnað. En það er afskaplega fátt sameiginlegt við sameiginlega forsjá. Fólk fær ekki leyfi til skilnaðar nema það liggi fyrir hjá hvaða foreldri barn eigi lögheimili. Það stendur því engin önnur leið til boða en að skrá lögheimilið á annað foreldrið. Að öllu þessu sögðu þá dreg ég ekki í efa að núverandi fyrirkomulag verði líka að vera til. Það getur vel hentað mörgum að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti. Þá er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar ef ekki næst samkomulag á milli aðila. Skoði mál og leggi mat á aðstæður út frá hagsmunum barns og ákvarði þannig umgengni og forsjá. Hér í þessum pistli er ég eingöngu að fjalla um þau tilvik þar sem foreldrar geta og vilja koma sér saman um að barn verði með tvöfalt lögheimili, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar fyrir allar fjölskyldur og styðji ákvarðanir þeirra en taki þær ekki eingöngu í sínar hendur með þeim hætti sem gert er í dag. Ég trúi því að það myndi leiða af sér margt gott ef foreldrar gætu deilt þeim skyldum og réttindum sem lögheimilisskráning barns felur í sér. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við jafnréttissjónarmið en lögheimilisskráning er í langflestum tilvikum hjá móður. Það myndi draga úr valda ójafnvægi sem verður til þegar lögheimili barns er eingöngu hjá öðru foreldrinu. Þá trúi ég því að tvöfalt lögheimili væri einnig til þess fallið að draga úr skömminni sem því miður er gjarnan fylgifiskur hjónaskilnaða og draga þannig úr álagi og streitu við þessar krefjandi aðstæður. Þrátt fyrir að eiga ekki maka þá upplifi ég mig ekki sem einstætt foreldri. Ég el dætur mínar upp jafnt á móti feðrum sínum og í öðru tilvikinu dásamlegri stjúpmömmu (svo það sé á hreinu þá er ekki vond stjúpa í hinu tilvikinu). Við höldum saman upp á barnaafmæli og höfum átt ótal góðar stundir. Dætur mínar með foreldrum sínum. Ég geri mér vel grein fyrir því hve gott ég hef það. Hversu dýrmætt það er að geta haldið áfram að ala upp börn saman þrátt fyrir að vera ekki í hjónabandi en því miður er það ekki alltaf svo. Ég er þakklát fyrir það á hverjum degi enda eiga dætur mínar bestu pabba sem til eru. Umræðan um tvöfalt lögheimili er teygð og tuggin. Gömul saga og ný. Ég verð eflaust ennþá að ergja mig á þessu þegar elsta dóttir mín, sem nú er 13 ára, verður 18 ára. En vonandi verða yngri dætur mínar einn daginn með lögheimili á báðum heimilum sínum. Þá er aldrei að vita nema ég skrái þær báðar í ballett. Höfundur er lögfræðingur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun