
Arna Pálsdóttir

Hvernig dó hann?
Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson).

Leyfið mér að kynna ykkur fyrir óvini mínum
Það eru u.þ.b. 18 mánuðir síðan ég kynnist óvini mínum. Ótrúlegt en satt þá var hann búinn að búa heima hjá mér um nokkurt skeið áður en ég vissi af honum. Ég hafði ekki grænan grun.

Hvað eru mörg fífl í heiminum?
„Hvað eru mörg fífl í heiminum?“ spurði 6 ára dóttir mín mig í bílnum á leiðinni heim. Við vorum að hlusta á Kalla á þakinu og spurningin kom án nokkurs aðdraganda.

Lífið - eins og það átti að vera
Þegar ég var 20 ára þá vissi ég allt um lífið. Í alvöru, ég er ekkert að grínast. Það var til einföld formúla sem myndi leiða mig að góðu lífi. Formúlan var einhvern veginn svona: KK + KVK * <3 = barn (+/-) * $ = gott líf. Eða svona nokkurn veginn allavega.

Að skilja sjálfsvíg
Ég missti mömmu mína í vor. Hún lést úr krabbameini.Hún barðist hetjulega þar til hún dó. Hún tók alla slagi sem hún gat tekið, ef það var meðferð í boði þá vildi hún prófa. Alla daga vaknaði hún og hugsaði; ég ætla að sigra þennan fjanda. Við hlið hennar vorum við, fólkið hennar, að styðja hana.

Hvað var það sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina?
Það eru margar stórar spurningar sem hvíla á mannverunni á meðan hún dvelur í þessari jarðvist.

Barnalán - móðurást í breytilegu vaxtaumhverfi
Það er ekki svo langt síðan ég fattaði að barnalán þýðir í raun ekkert annað en barna-lán. Ég er að greiða af húsnæðisláni, námsláni og svo greiði ég líka af barnaláni, nánar tiltekið fjórum barnalánum.

Tár, bros og krabbamein
Foreldrar mínir skildu árið 1987 þegar ég var tveggja ára. Eftir skilnaðinn bjó ég hjá pabba sem á þeim tíma þótti nokkuð merkilegt. Það var svo kvöld eitt í október það sama ár að allt breyttist.

Opið bréf til Jon Bon Jovi
Ég er einn mesti aðdáandi ´90 rokkballaða sem fyrir finnst.

Af okkur Leonardo DiCaprio
Þegar ég var unglingsstelpa þá elskaði ég Leonardo DiCaprio. Ég var ekki skotin í honum, ég elskaði hann. Ég held meira að segja að ég hafi trúað því að við ættum í einhverskonar sambandi.

Hvað á ég mörg börn?
Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd.