Mælir með skipulögðu foreldrarölti til að koma í veg fyrir hópamyndun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2020 13:02 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur áhyggjur af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Hópsmit gæti komið upp við slíkar aðstæður sem gætu hæglega sett afnám takmarkana 4. maí í uppnám. Hann mælir með því að foreldrar skerist í leikinn með skipulögðu foreldrarölti. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. „Það sem manni langar að segja við þessa krakka er það að við erum að vinna þetta öll saman og krakkarnir verða að vera með okkur í þessu. Þetta beinist ekki að því að við séum að vernda ykkur sérstaklega því við höfum sagt að með börn og unglinga að þau smitist minna en þau geta alveg verið að fá smit og bera þá smit heim til sín til mömmu og pabba eða ömmu og afa og það er það sem við hræðumst núna,“ segir Víðir. Hann minnir á að hópsýkingar geti sett fyrirætlanir um afléttingu takmarkana í uppnám. „Það skiptir öllu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að við séum að tala um að það sé að ganga vel og að við séum búin að ná hámarki þá þýðir það einmitt það að við erum í hámarki. Það eru mjög margir smitaðir úti ennþá og mjög margir að smitast þó þeim fækki dag frá degi. Þá er það samt sem áður þannig að við verðum að hafa þolinmæðina til að klára þennan hluta verkefnisins og undirbúa okkur fyrir næsta. Það eru bara örfáir einstaklingar sem geta eyðilagt þetta allt saman.“ Víðir bendir á að foreldrarölt, líkt og tíðkast gjarnan um helgar, gæti nýst vel sem skipulögð sóttvarnaaðgerð til að koma í veg fyrir að margir krakkar hittist saman í hópum. „Auðvitað er það erfitt fyrir einhvern ungling sem ætlaði bara að fara út að hitta tvo, þrjá vini sína og allt í einu eru komnir 40, 50, 60, 80 krakkar saman. Það er voðalega erfitt fyrir unglinga að segja heyrðu, krakkar, skiptum okkur í tvo, þrjá eða fjóra hópa. Það eru ekkert margir unglingar sem geta gert það en foreldrar á foreldrarölti gætu bent börnunum á það. Ég held að foreldrar skipti mjög miklu máli í þessu.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur áhyggjur af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Hópsmit gæti komið upp við slíkar aðstæður sem gætu hæglega sett afnám takmarkana 4. maí í uppnám. Hann mælir með því að foreldrar skerist í leikinn með skipulögðu foreldrarölti. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. „Það sem manni langar að segja við þessa krakka er það að við erum að vinna þetta öll saman og krakkarnir verða að vera með okkur í þessu. Þetta beinist ekki að því að við séum að vernda ykkur sérstaklega því við höfum sagt að með börn og unglinga að þau smitist minna en þau geta alveg verið að fá smit og bera þá smit heim til sín til mömmu og pabba eða ömmu og afa og það er það sem við hræðumst núna,“ segir Víðir. Hann minnir á að hópsýkingar geti sett fyrirætlanir um afléttingu takmarkana í uppnám. „Það skiptir öllu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að við séum að tala um að það sé að ganga vel og að við séum búin að ná hámarki þá þýðir það einmitt það að við erum í hámarki. Það eru mjög margir smitaðir úti ennþá og mjög margir að smitast þó þeim fækki dag frá degi. Þá er það samt sem áður þannig að við verðum að hafa þolinmæðina til að klára þennan hluta verkefnisins og undirbúa okkur fyrir næsta. Það eru bara örfáir einstaklingar sem geta eyðilagt þetta allt saman.“ Víðir bendir á að foreldrarölt, líkt og tíðkast gjarnan um helgar, gæti nýst vel sem skipulögð sóttvarnaaðgerð til að koma í veg fyrir að margir krakkar hittist saman í hópum. „Auðvitað er það erfitt fyrir einhvern ungling sem ætlaði bara að fara út að hitta tvo, þrjá vini sína og allt í einu eru komnir 40, 50, 60, 80 krakkar saman. Það er voðalega erfitt fyrir unglinga að segja heyrðu, krakkar, skiptum okkur í tvo, þrjá eða fjóra hópa. Það eru ekkert margir unglingar sem geta gert það en foreldrar á foreldrarölti gætu bent börnunum á það. Ég held að foreldrar skipti mjög miklu máli í þessu.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54