Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 11:23 Vanessa Paradis var með Johnny Depp í fjórtán ár. Þar áður var hann með leikkonunni Winona Ryder. Vísir/getty Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla um að hann væri ofbeldisfullur. Ummælin féllu í grein í blaðinu sem birtist í apríl árið 2018 vegna umfjöllunar um skilnað hans við leikkonuna Amber Heard. Heard sótti um skilnað eftir að hafa farið fram á nálgunarbann gegn Depp sökum meints heimilisofbeldis, en Depp hefur ávallt neitað því að hafa beitt hana ofbeldi. „Við höfum verið félagar í fjórtán ár og alið upp börnin okkar tvö saman,“ sagði Paradis og bætti við að hún hefði aldrei upplifað annað en að Depp væri góður maður, örlátur og allt annað en ofbeldisfullur. Hún hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu, hvorki andlegu né líkamlegu. Í umsögn Ryder segir að hún eigi erfitt með að skilja þær ásakanir sem Heard hefur sett fram. Hún hefði aldrei upplifað það í þeirra sambandi að Depp væri ofbeldisfullur og hann aldrei sýnt slíka hegðun í hennar návist. Talsmenn Heard segja jákvætt að leikkonurnar hafi ekki upplifað ofbeldi af hálfu Depp. Þeirra upplifun útiloki þó ekki að hann hafi beitt Heard ofbeldi. „Upplifun einnar konu útilokar ekki upplifun annarrar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Málið átti að fara fyrir dóm í lok marsmánaðar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Áætlað er að málið fari fyrir dóm í júlí þar sem bæði Paradis og Ryder munu bera vitni. Johnny Depp og Amber Heard voru gift frá árinu 2015 og skildu árið 2017.Vísir/Getty Missti framan af fingri þegar Heard braut vodkaflösku Samband Heard og Depp komst aftur í sviðsljósið á þessu ári þegar Daily Mail birti brot af skýrslutöku Depp þar sem hann segir frá rifrildi þeirra á milli vegna fyrrum mótleikara hennar Billy Bob Thorton. Á það að hafa endað með því að Heard reiddist mjög og braut vodkaflösku á eldhúsborðinu sem Depp studdi sig við. Í skýrslutökunni segir Depp blóðflæðið úr fingrinum hafa minnt á eldfjallið Vesúvíus. Það hafi verið „klikkun“ að hafa lent í því að eiginkona hans hafi orðið til þess að hann missti fingurinn. Á vef Vanity Fair er farið yfir málið og segir þar að vitnisburður Heard um umrætt rifrildi hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Hún hafi þó haldið því fram að hann hafi slegið sig með annarri hendi á meðan hann notaði hina til þess að berja plastsíma í vegginn þar til hann brotnaði. Við átökin hafi síminn brotnað og Depp skorið sig. Þá hafi hann skrifað „Billy Bob“ og „Easy Amber“ á vegginn með blóði. Depp hafnar því að hafa skorið sig eftir að hafa brotið síma en neitar því ekki að hafa skrifað skilaboðin með blóði. Í öðru myndbandi sem Daily Mail birti mátti heyra Heard játa að hafa beitt Depp ofbeldi. Þar lofar hún því að beita hann ekki „líkamlegu ofbeldi aftur“ en segist ekki hafa meitt hann. Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla um að hann væri ofbeldisfullur. Ummælin féllu í grein í blaðinu sem birtist í apríl árið 2018 vegna umfjöllunar um skilnað hans við leikkonuna Amber Heard. Heard sótti um skilnað eftir að hafa farið fram á nálgunarbann gegn Depp sökum meints heimilisofbeldis, en Depp hefur ávallt neitað því að hafa beitt hana ofbeldi. „Við höfum verið félagar í fjórtán ár og alið upp börnin okkar tvö saman,“ sagði Paradis og bætti við að hún hefði aldrei upplifað annað en að Depp væri góður maður, örlátur og allt annað en ofbeldisfullur. Hún hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu, hvorki andlegu né líkamlegu. Í umsögn Ryder segir að hún eigi erfitt með að skilja þær ásakanir sem Heard hefur sett fram. Hún hefði aldrei upplifað það í þeirra sambandi að Depp væri ofbeldisfullur og hann aldrei sýnt slíka hegðun í hennar návist. Talsmenn Heard segja jákvætt að leikkonurnar hafi ekki upplifað ofbeldi af hálfu Depp. Þeirra upplifun útiloki þó ekki að hann hafi beitt Heard ofbeldi. „Upplifun einnar konu útilokar ekki upplifun annarrar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Málið átti að fara fyrir dóm í lok marsmánaðar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Áætlað er að málið fari fyrir dóm í júlí þar sem bæði Paradis og Ryder munu bera vitni. Johnny Depp og Amber Heard voru gift frá árinu 2015 og skildu árið 2017.Vísir/Getty Missti framan af fingri þegar Heard braut vodkaflösku Samband Heard og Depp komst aftur í sviðsljósið á þessu ári þegar Daily Mail birti brot af skýrslutöku Depp þar sem hann segir frá rifrildi þeirra á milli vegna fyrrum mótleikara hennar Billy Bob Thorton. Á það að hafa endað með því að Heard reiddist mjög og braut vodkaflösku á eldhúsborðinu sem Depp studdi sig við. Í skýrslutökunni segir Depp blóðflæðið úr fingrinum hafa minnt á eldfjallið Vesúvíus. Það hafi verið „klikkun“ að hafa lent í því að eiginkona hans hafi orðið til þess að hann missti fingurinn. Á vef Vanity Fair er farið yfir málið og segir þar að vitnisburður Heard um umrætt rifrildi hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Hún hafi þó haldið því fram að hann hafi slegið sig með annarri hendi á meðan hann notaði hina til þess að berja plastsíma í vegginn þar til hann brotnaði. Við átökin hafi síminn brotnað og Depp skorið sig. Þá hafi hann skrifað „Billy Bob“ og „Easy Amber“ á vegginn með blóði. Depp hafnar því að hafa skorið sig eftir að hafa brotið síma en neitar því ekki að hafa skrifað skilaboðin með blóði. Í öðru myndbandi sem Daily Mail birti mátti heyra Heard játa að hafa beitt Depp ofbeldi. Þar lofar hún því að beita hann ekki „líkamlegu ofbeldi aftur“ en segist ekki hafa meitt hann.
Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53