Innlent

Banna heimsóknir sjúkra- og hjúkrunardeildir HSN

Samúel Karl Ólason skrifar
Aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega viðkvæmt fyrir Covid-19.
Aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega viðkvæmt fyrir Covid-19. Vísir/Vilhelm

Heimsóknir ættingja og annarra gesta á sjúkra- og hjúkrunadeildir Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hafa verið bannaðar vegna Covid-19 veirunnar. Lokunin hefur þegar tekið gildi og verður í gildi þar til annað verður tilkynnt, samkvæmt tilkynningu frá HSN.

Ákvörðunin var tekin í samráði við sóttvarnayfirvöld eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í gær.

„Heilbrigðisstofnun Norðurlands rekur sjúkra- og hjúkrunarrými á Húsavík, Fjallabyggð, Sauðárkróki og Blönduósi og eru skjólstæðingar flestir aldraðir og/eða með undirliggjandi sjúkdóma og því í sérstökum áhættuhópi að veikjast alvarlega af kórónaveirunni,“ segir í tilkynningunni.

Með þessu og öðrum aðgerðum er verið að leita leiða til að draga úr hættu á að íbúar á hjúkrunardeildum og sjúklingar á sjúkradeildum veikist.

Við sérstakar aðstæður má þó leita undanþága hjá yfirhjúkrunarfræðingum á hverjum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×