Segir það skjóta skökku við að senda milljarða úr landi til að halda úti spilakössum Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. maí 2020 14:16 Mikil andstæða við spilakassa mælist í samfélaginu. Vísir/Baldur Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um að eindreginn stuðningur sé við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Slysavarnafélagið Landsbjörg, SÁÁ og Rauði Krossinn eru eigendur Íslandsspils sem er einn tveggja rekstraraðila sem reka spilakassa hér á landi. Formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að spilakassarnir væru mikilvægt fjáröflunarleið fyrir félagið en það sé tilbúið til að ræða aðrar mögulegar leiðir til að fjármagna rekstur þess. Jafnframt sagði hann að spilamennskan væri að færast ansi mikið yfir á netið og að á hverju ári fari um fjórir milljarðar króna úr landi í gegnum spilamennsku á netinu. Slíkt verði ekki leyst með lokun á spilakössum. Alma Hafsteins, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, gagnrýnir ummæli formanns Landsbjargar og segir þau skjóta skökku við í ljósi þess hve mikið fjármagn fer úr landi tengt rekstri spilakassa. „Þessi fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskólans, til dæmis á árunum 2015 til 2018, þá greiddu þeir í ýmist kaup á spilakössum eða leigu á spilakössum til erlendra fyrirtækja tæpa tvo milljarða sem fóru hér úr landi í erlendum gjaldeyri. Þetta er tæpur hálfur milljarður á ári. Jafnframt greiddu þeir til söluturna, áningarstaða, veitingahúsa, þeir sem reka þessa spilakassa, þrjá milljarða í umboðslaun. Þarna erum við að tala um á bara fjórum árum, rúma fimm milljarða bara við að halda úti þessari starfsemi. Kostnaðurinn við þessa fjáröflun,“ segir Alma. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12 Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12 Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um að eindreginn stuðningur sé við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Slysavarnafélagið Landsbjörg, SÁÁ og Rauði Krossinn eru eigendur Íslandsspils sem er einn tveggja rekstraraðila sem reka spilakassa hér á landi. Formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að spilakassarnir væru mikilvægt fjáröflunarleið fyrir félagið en það sé tilbúið til að ræða aðrar mögulegar leiðir til að fjármagna rekstur þess. Jafnframt sagði hann að spilamennskan væri að færast ansi mikið yfir á netið og að á hverju ári fari um fjórir milljarðar króna úr landi í gegnum spilamennsku á netinu. Slíkt verði ekki leyst með lokun á spilakössum. Alma Hafsteins, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, gagnrýnir ummæli formanns Landsbjargar og segir þau skjóta skökku við í ljósi þess hve mikið fjármagn fer úr landi tengt rekstri spilakassa. „Þessi fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskólans, til dæmis á árunum 2015 til 2018, þá greiddu þeir í ýmist kaup á spilakössum eða leigu á spilakössum til erlendra fyrirtækja tæpa tvo milljarða sem fóru hér úr landi í erlendum gjaldeyri. Þetta er tæpur hálfur milljarður á ári. Jafnframt greiddu þeir til söluturna, áningarstaða, veitingahúsa, þeir sem reka þessa spilakassa, þrjá milljarða í umboðslaun. Þarna erum við að tala um á bara fjórum árum, rúma fimm milljarða bara við að halda úti þessari starfsemi. Kostnaðurinn við þessa fjáröflun,“ segir Alma.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12 Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12 Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12
Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12
Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20