Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 19:13 Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining mun ekki skima fyrir nýju kórónuveirunni og greina hana. Fyrirtækið bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks. Vísindasiðanefnd segir þó að til þess þyrfti fyrirtækið að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. Kári Stefánsson, eigandi ÍE, segir að það verði ekki gert. Fyrirtækið hafi ætlað að taka þátt í klínískri vinnu en ekki vísindarannsókn. Markmiðið var að komast að því hvort veiran hafi dreifst hér á landi, án þess að yfirvöld hafi orðið þess vör. Alma Möller, landlæknir, sagði frá boði ÍE á blaðamannafundi í gær og sagði að það yrði einstakt á heimsvísu. Í færslu á Facebook segir Kári að útlit hafi verið fyrir að boð ÍE yrði samþykkt. „Það var okkar mat og annarra að það væri mikilvægt að geta fylgst með úbreiðslu veirunnar og því hvernig hún stökkbreytist þegar hún ferðast milli fólks,“ skrifaði Kári. Hann segir þá ákvörðun að ekkert verði af skimuninni vera endanlega. Það er illvígur veirufaraldur að ganga yfir landið. Það var okkar mat og annarra að það væri mikilvægt að geta fylgst...Posted by Kari Stefansson on Saturday, 7 March 2020 Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Sjá einnig: Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Samkomubann hefur þó ekki verið sett á. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Íslensk erfðagreining ætlaði aldrei að setja sýni sem hefði verið aflað vegna...Posted by Íslensk erfðagreining on Saturday, 7 March 2020 Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Veronavélin lent í Keflavík Flugvéin sem notuð var til að flytja hóp Íslendinga frá Veróna á Ítalíu er lent. Mikill viðbúnaður er í Keflavík en öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. 7. mars 2020 17:58 Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59 Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55 Segir heilbrigðisyfirvöld vel undirbúin undir útbreiðslu kórónuveirunnar Heilbrigðisráðherra segir útbreiðslu kórónuveirunnar áhyggjuefni en heilbrigðisyfirvöld séu vel undirbúin útbreiðslu veirunnar á Íslandi. 7. mars 2020 07:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íslensk erfðagreining mun ekki skima fyrir nýju kórónuveirunni og greina hana. Fyrirtækið bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks. Vísindasiðanefnd segir þó að til þess þyrfti fyrirtækið að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. Kári Stefánsson, eigandi ÍE, segir að það verði ekki gert. Fyrirtækið hafi ætlað að taka þátt í klínískri vinnu en ekki vísindarannsókn. Markmiðið var að komast að því hvort veiran hafi dreifst hér á landi, án þess að yfirvöld hafi orðið þess vör. Alma Möller, landlæknir, sagði frá boði ÍE á blaðamannafundi í gær og sagði að það yrði einstakt á heimsvísu. Í færslu á Facebook segir Kári að útlit hafi verið fyrir að boð ÍE yrði samþykkt. „Það var okkar mat og annarra að það væri mikilvægt að geta fylgst með úbreiðslu veirunnar og því hvernig hún stökkbreytist þegar hún ferðast milli fólks,“ skrifaði Kári. Hann segir þá ákvörðun að ekkert verði af skimuninni vera endanlega. Það er illvígur veirufaraldur að ganga yfir landið. Það var okkar mat og annarra að það væri mikilvægt að geta fylgst...Posted by Kari Stefansson on Saturday, 7 March 2020 Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Sjá einnig: Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Samkomubann hefur þó ekki verið sett á. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Íslensk erfðagreining ætlaði aldrei að setja sýni sem hefði verið aflað vegna...Posted by Íslensk erfðagreining on Saturday, 7 March 2020
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Veronavélin lent í Keflavík Flugvéin sem notuð var til að flytja hóp Íslendinga frá Veróna á Ítalíu er lent. Mikill viðbúnaður er í Keflavík en öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. 7. mars 2020 17:58 Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59 Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55 Segir heilbrigðisyfirvöld vel undirbúin undir útbreiðslu kórónuveirunnar Heilbrigðisráðherra segir útbreiðslu kórónuveirunnar áhyggjuefni en heilbrigðisyfirvöld séu vel undirbúin útbreiðslu veirunnar á Íslandi. 7. mars 2020 07:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Veronavélin lent í Keflavík Flugvéin sem notuð var til að flytja hóp Íslendinga frá Veróna á Ítalíu er lent. Mikill viðbúnaður er í Keflavík en öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. 7. mars 2020 17:58
Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59
Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55
Segir heilbrigðisyfirvöld vel undirbúin undir útbreiðslu kórónuveirunnar Heilbrigðisráðherra segir útbreiðslu kórónuveirunnar áhyggjuefni en heilbrigðisyfirvöld séu vel undirbúin útbreiðslu veirunnar á Íslandi. 7. mars 2020 07:30