Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 18:30 Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Í greininni segir Már að skýrslu spítalans um starfsemina komi fram að skráðar innlagnir hafi verið 226 dagar í október 2017. 471 dagar á sama tíma, ári síðar og komnir í 573 daga í október í fyrra. Það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur fyrst og fremst áhyggjur af núna, um ástandið sem geti skapast á bráðamóttökunni þegar inflúensan sem mun leggjast yfir á næstu vikum og mánuðum. Óttast er að ef inflúensan nær sér á strik geti það haft alvarlegar afleiðingar á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir gagnrýni „Ástandið er því miður ekki eins og við myndum vilja hafa það á bráðamóttökunni en ástæðurnar fyrir því liggja ekki innan bráðamóttökunnar sjálfrar. Þetta er stórt vandamál sem hefur byggst upp yfir langan tíma og það mun taka langan tíma að vinda ofan af því aftur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum.Vísir/Sigurjón Áhyggjurnar nú snúa að því ef inflúensufaraldur leggst yfir á næstu vikum og mánuðum „Þá sjáum við gjarnan að það fjölgar hjá okkur um fjóra til fimm einstaklinga sem eru í bið eftir innlögn hjá okkur á bráðamóttökunni og það er vegna þess að það er skrotur á einangrunarrýmum á spítalanum. þegar það verður að þá verður ennþá erfiðara ástand hjá okkur,“ segir Jón Magnús. Már telur í grein sinni að stórslys sé í vændum og fyrirsjáanlegt að staðan sem uppi er geti ekki farið vel. Þróunin sé ógnvænleg og ástandið galið. Landspítalin hefur ráðist í miklar skipulagsbreytingar, meðal annars til þess að vinna á þessum vanda. Hvenær getum við farið að sjá árangur af þessum skipulagsbreytingum og þá betra ástandi innan bráðamóttökunnar?„Sumt að því sem er verið að gera innan spítalans mun hafa áhrif á þetta og við erum að vonast til þess að sjá það á næstu mánuðum. Hins vegar eru aðrar breytingar sem eru utan spítalans sem eru að gerast líka og þurfa að koma til eins og uppbygging hjúkrunarheimila, kjarasamningar við hjúkrunarstarfsfólk og efling heimaþjónustu. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23 Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Í greininni segir Már að skýrslu spítalans um starfsemina komi fram að skráðar innlagnir hafi verið 226 dagar í október 2017. 471 dagar á sama tíma, ári síðar og komnir í 573 daga í október í fyrra. Það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur fyrst og fremst áhyggjur af núna, um ástandið sem geti skapast á bráðamóttökunni þegar inflúensan sem mun leggjast yfir á næstu vikum og mánuðum. Óttast er að ef inflúensan nær sér á strik geti það haft alvarlegar afleiðingar á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir gagnrýni „Ástandið er því miður ekki eins og við myndum vilja hafa það á bráðamóttökunni en ástæðurnar fyrir því liggja ekki innan bráðamóttökunnar sjálfrar. Þetta er stórt vandamál sem hefur byggst upp yfir langan tíma og það mun taka langan tíma að vinda ofan af því aftur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum.Vísir/Sigurjón Áhyggjurnar nú snúa að því ef inflúensufaraldur leggst yfir á næstu vikum og mánuðum „Þá sjáum við gjarnan að það fjölgar hjá okkur um fjóra til fimm einstaklinga sem eru í bið eftir innlögn hjá okkur á bráðamóttökunni og það er vegna þess að það er skrotur á einangrunarrýmum á spítalanum. þegar það verður að þá verður ennþá erfiðara ástand hjá okkur,“ segir Jón Magnús. Már telur í grein sinni að stórslys sé í vændum og fyrirsjáanlegt að staðan sem uppi er geti ekki farið vel. Þróunin sé ógnvænleg og ástandið galið. Landspítalin hefur ráðist í miklar skipulagsbreytingar, meðal annars til þess að vinna á þessum vanda. Hvenær getum við farið að sjá árangur af þessum skipulagsbreytingum og þá betra ástandi innan bráðamóttökunnar?„Sumt að því sem er verið að gera innan spítalans mun hafa áhrif á þetta og við erum að vonast til þess að sjá það á næstu mánuðum. Hins vegar eru aðrar breytingar sem eru utan spítalans sem eru að gerast líka og þurfa að koma til eins og uppbygging hjúkrunarheimila, kjarasamningar við hjúkrunarstarfsfólk og efling heimaþjónustu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23 Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23
Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45