Það er boðið upp á golf og knattspyrnu á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.
Þrír leikir í Serie A verða sýndir beint en hæst ber stórleikur Juventus og Inter Milan sem átti að fara fram um síðustu helgi en var frestað vegna kórónaveirunnar. Hann mun verða spilaður í kvöld en engum áhorfendum verður hleypt á völlinn.
Áhorfendur verða bannaðir á öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu næsta mánuðinn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.
Tveir leikir úr spænsku úrvalsdeildinni verða sýndir beint þar sem Real Madrid bíður verðugt verkefni til að endurheimta toppsæti deildarinnar þegar Madridingar heimsækja Real Betis.
Beinar útsendingar dagsins
09:00 Commercial Bank Qatar Masters (Stöð 2 Golf)
13:50 AC Milan – Genoa (Stöð 2 Sport)
16:55 Udinese – Fiorentina (Stöð 2 Sport)
17:20 Villarreal – Leganes (Stöð 2 Sport 2)
17:25 Arnold Palmer Invitational (Stöð 2 Golf)
19:35 Juventus – Inter (Stöð 2 Sport)
19:55 Real Betis - Real Madrid (Stöð 2 Sport 2)