Innlent

„Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“

Samúel Karl Ólason skrifar

Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og því þarf Haraldur, eins og aðrir í flugvélinni, að fara í fjórtán daga sóttkví. Eftir að hann lenti á Íslandi sagði Haraldur að flugferðin hafi verið óþægileg.

„Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt. Okkur öll,“ sagði Haraldur. Hann sagði þó að við komuna hingað heim hefðu venjulegir starfsmenn tekið á móti þeim. Ekki með grímur eða eitthvað slíkt.

Hann sagði það að hann væri að fara í tveggja vikna sóttkví ekki vera spennandi.

„Maður verður að gera það. Það er bara þannig.“

Haraldur sagði engan í flugvélinni hafa sýnt einkenni. Sem er það sama og almannavarnir sögðu fyrr í dag.

Hann sagði þó að það hefði komið sér á óvart að ekki væri búið að færa fólk til í flugvélinni.

„Sætið sem ég bókaði upprunalega í janúar, ég var bara með það sæti, og hinir sem ég þekkti þarna, þessir fáu, það var það sama. Þeir voru bara með þau sæti sem þeir keyptu,“ sagði Haraldur.

Eftir skíðaferðir sínar fór Haraldur oft í bæinn í Madonna og sagðist hann hafa fylgst með íbúum þar. Hann hafi ekki séð vott af ummerkjum um kórónuveiruna þar.


Tengdar fréttir

Veronavélin lent í Keflavík

Flugvéin sem notuð var til að flytja hóp Íslendinga frá Veróna á Ítalíu er lent. Mikill viðbúnaður er í Keflavík en öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar.

Enginn við­búnaður í Veróna vegna Ís­lendinga­hópsins

Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×