Lífið

Bein út­sending: Europe Shine a Light

Atli Ísleifsson skrifar
Útsendingin hefst klukkan 19.
Útsendingin hefst klukkan 19. Eurovision Song Contest

Úrslitakvöld Eurovision hefði í raun átt að fara fram í kvöld, en líkt og alþjóð veit var ákveðið að fresta keppninni í ár vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Til að tryggja að íbúar álfunnar, og raunar fjölmargir utan hennar líka, fái sinn Eurovision-skammt hefur Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og hollenskir aðildarfélagar, NPO, NOS og AVROTOS ákveðið að blása til heljarinnar veislu þar sem lögin sem valin voru til þátttöku verða kynnt.

Flytjendur munu koma kveðju á framfærði til áhorfenda, auk þess að flytja saman þekkt Eurovision-lag á nýstárlegan máta. Okkar maður, Daði Freyr, verður að sjálfsögðu með, en lagi hans, Think about Things, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni í ár.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.