Innlent

Telja lög­reglu­menn hafa fylgt reglum við eftir­för á Sand­gerðis­vegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Slysið varð síðdegis þann 18. janúar síðastliðinn. Akstursskilyrði á staðnum voru slæm þegar atvikið átti sér stað. 
Slysið varð síðdegis þann 18. janúar síðastliðinn. Akstursskilyrði á staðnum voru slæm þegar atvikið átti sér stað. 

Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn.

Slæm akstursskilyrði voru á veginum þegar ökumaður stolnu bifreiðarinnar fór yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann hafnaði framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Farþegi í bílnum slasaðist alvarlega og mun að öllum líkindum aldrei ná fullum bata. Nefndin fór yfir myndbands- og hljóðupptökur og taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.

Sjá einnig: Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi

Samkvæmt lögreglulögum ber eftirlitsnefndinni að taka til athugunar mál þegar manneskja lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×