Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 14:38 Víðir Reynisson, yfurlögregluþjónn hjá embætti R'ikislögreglustjóra. Mynd/Lögreglan Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. „Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast hafa haldið í vikunni,“ sagði Víðir í upphafi fundar áður en hann gaf orðið á kollega sína. Þannig hafi almannavarnir fengið ábendingar um að fólk hafi byrjað að slaka á eftir að kynnt var að slakað yrði á samkomubanninu eftir 4. maí. „4. maí er enn þá eftir tæplega þrjár vikur þannig að munum það,“ sagði Víðir sem var spurður nánar út í þessi aðvörunarorð. Svaraði hann því játandi að hann og félagar óttist að bakslag komi í faraldurinn slaki almenningur á áður en 4. maí rennur sitt skeið. „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu. Þannig væri 4. maí ekki einhvers konar endadagur og að tveggja metra reglan myndi gilda áfram. Til dæmis yrði að huga vel að því í hvers konar rými ætti að halda veislur, þar sem ljóst væri að ekki væri hægt að virða tveggja metra regluna í 50 manna veislu í 50 fermeta rými, svo dæmið sem Víðir nefnir sé tekið. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, þáttastjórnandi þáttarins með Okkar augum var á fundinum og spurði Víði spurningu sem hann var mjög ánægður með, hvenær væri hægt að knúsa ástvini á nýjan leik. „Þetta er besta spurning dagsins. Ég hlakka til þegar við getum gert það. það er ekki strax, ekki víst að það verði í maí, það gæti verið í júní en við skulum allavega vona það að þegar júlí kemur og hápunktur sumarsins verður þá verðum við farin að geta knúsað hvert annað en það gæti verið svolítið langt þangað til þannig að við verðum að vera þolinmóð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. „Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast hafa haldið í vikunni,“ sagði Víðir í upphafi fundar áður en hann gaf orðið á kollega sína. Þannig hafi almannavarnir fengið ábendingar um að fólk hafi byrjað að slaka á eftir að kynnt var að slakað yrði á samkomubanninu eftir 4. maí. „4. maí er enn þá eftir tæplega þrjár vikur þannig að munum það,“ sagði Víðir sem var spurður nánar út í þessi aðvörunarorð. Svaraði hann því játandi að hann og félagar óttist að bakslag komi í faraldurinn slaki almenningur á áður en 4. maí rennur sitt skeið. „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu. Þannig væri 4. maí ekki einhvers konar endadagur og að tveggja metra reglan myndi gilda áfram. Til dæmis yrði að huga vel að því í hvers konar rými ætti að halda veislur, þar sem ljóst væri að ekki væri hægt að virða tveggja metra regluna í 50 manna veislu í 50 fermeta rými, svo dæmið sem Víðir nefnir sé tekið. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, þáttastjórnandi þáttarins með Okkar augum var á fundinum og spurði Víði spurningu sem hann var mjög ánægður með, hvenær væri hægt að knúsa ástvini á nýjan leik. „Þetta er besta spurning dagsins. Ég hlakka til þegar við getum gert það. það er ekki strax, ekki víst að það verði í maí, það gæti verið í júní en við skulum allavega vona það að þegar júlí kemur og hápunktur sumarsins verður þá verðum við farin að geta knúsað hvert annað en það gæti verið svolítið langt þangað til þannig að við verðum að vera þolinmóð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira