Skimað fyrir kórónuveirunni í 40 einstaklingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2020 12:17 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Vísir/Vilhelm Greint verður frá niðurstöðum úr sýnatöku á kórónuveirunni í um 40 einstaklingum eftir hádegi. Tekin voru sýni úr ellefu manns sem fundu fyrir flensueinkennum eftir að þeir komu heim með flugi frá Veróna á Ítalíu í gær. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafa lýst yfir að Íslensk erfðagreining geti skimað fyrir veirunni. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan tvö í dag. Á fundinum fara yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, sóttvarnalæknir og landlæknir yfir stöðu mála vegna kórónuveirunnar. Á fundinum verður einnig forstjóri Hrafnistu og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra staðfesti við fréttastofu í morgun að verið væri að skima fyrir kórónuveirunni hjá um 40 einstaklingum og þar af væru ellefu sem hefði fundið fyrir flensueinkennum sem komu með 70 manna hópi í flugi frá Veróna á Ítalíu í gær. Greint verði frá niðurstöðunni eftir hádegi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gaf út á föstudag að fyrirtækið byðist til að skima fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þá kom fram í gær að hann hefði hætt við vegna viðbragða vísindasiðanefndar. Í tilkynningu sem barst frá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd í morgun kemur fram að Persónuvernd hafi borist síðdegis í gær, laugardag, erindi frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem fram kom að fyrirtækið hefði boðist til þess að aðstoða heilbrigðiskerfið við að öðlast betri skilning á því hvernig kórónuveiran hagar sér. Út frá efni erindisins vöknuðu spurningar um hvort hluti verkefnisins fæli í sér vísindarannsókn á heilbrigðissviði sem væri leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd. Var Íslensk erfðagreining upplýst um það og boðin flýtimeðferð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir er ætlun fyrirtækisins að skima fyrir Covid19veirunni og skoða veiruna nánar. Slík skimun og veirurannsókn er hvorki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd né Persónuvernd og getur því farið fram án aðkomu þessara aðila. Ekki náðist í Kára Stefánsson fyrir hádegisfréttir þannig að ekki liggur fyrir hvort að hann heldur því til streitu að hætta við skimun eftir síðustu vendingar í málinu. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 10:38 Svandís skerst í skimunarleikinn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. 7. mars 2020 22:53 „Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Greint verður frá niðurstöðum úr sýnatöku á kórónuveirunni í um 40 einstaklingum eftir hádegi. Tekin voru sýni úr ellefu manns sem fundu fyrir flensueinkennum eftir að þeir komu heim með flugi frá Veróna á Ítalíu í gær. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafa lýst yfir að Íslensk erfðagreining geti skimað fyrir veirunni. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan tvö í dag. Á fundinum fara yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, sóttvarnalæknir og landlæknir yfir stöðu mála vegna kórónuveirunnar. Á fundinum verður einnig forstjóri Hrafnistu og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra staðfesti við fréttastofu í morgun að verið væri að skima fyrir kórónuveirunni hjá um 40 einstaklingum og þar af væru ellefu sem hefði fundið fyrir flensueinkennum sem komu með 70 manna hópi í flugi frá Veróna á Ítalíu í gær. Greint verði frá niðurstöðunni eftir hádegi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gaf út á föstudag að fyrirtækið byðist til að skima fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þá kom fram í gær að hann hefði hætt við vegna viðbragða vísindasiðanefndar. Í tilkynningu sem barst frá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd í morgun kemur fram að Persónuvernd hafi borist síðdegis í gær, laugardag, erindi frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem fram kom að fyrirtækið hefði boðist til þess að aðstoða heilbrigðiskerfið við að öðlast betri skilning á því hvernig kórónuveiran hagar sér. Út frá efni erindisins vöknuðu spurningar um hvort hluti verkefnisins fæli í sér vísindarannsókn á heilbrigðissviði sem væri leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd. Var Íslensk erfðagreining upplýst um það og boðin flýtimeðferð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir er ætlun fyrirtækisins að skima fyrir Covid19veirunni og skoða veiruna nánar. Slík skimun og veirurannsókn er hvorki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd né Persónuvernd og getur því farið fram án aðkomu þessara aðila. Ekki náðist í Kára Stefánsson fyrir hádegisfréttir þannig að ekki liggur fyrir hvort að hann heldur því til streitu að hætta við skimun eftir síðustu vendingar í málinu.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 10:38 Svandís skerst í skimunarleikinn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. 7. mars 2020 22:53 „Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 10:38
Svandís skerst í skimunarleikinn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. 7. mars 2020 22:53
„Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent