Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 14:15 Patrekur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna á næstu leiktíð. Mynd/Stöð 2 Sport Patrekur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta, hefur sett upp áætlun sem á að skila Stjörnunni í hæstu hæðir handboltans. Þá reiknar hann með að liðið spili heimaleiki sína í TM höllinni eða Mýrinni eins og hún er oftast kölluð. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Patrek í þættinum Sportið í dag í liðinni viku. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur er Henry spurði hann út í hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta tekur tíma. Það er margt sem þarf að vera. Lykilatriði að liðið sé í toppstandi og þetta hangir allt saman. Það er verið að tala um Mýrina, Ásgarð og allt þetta. Við leysum það vandamál með því að vera með gott og áhugavert lið sem fólk vill sjá. Þá koma fleiri á völlinn. En markmið er að keppa um efsta sætið á þessum þremur árum.“ „Auðvitað viðurkenni ég það að hugmyndin var ekkert slæm að vera með keppnishús í Ásgarði og allt það en ég geri ráð fyrir því að við verðum í Mýrinni. Þú vinnur leikina ekkert í höllum, þú þarft að sýna það á gólfinu og auðvitað þarf stúkan og fleiri öryggisatriði að vera í lagi. Lykilatriði er samt að ég og leikmennirnir verðum þannig lið að fólk vill koma og horfa á okkur sama hvert húsið er,“ sagði Patrekur að lokum. Körfuknattleikslið Stjörnunnar leikur sína heimaleiki í Ásgarði og mikil kergja myndaðist í Garðabæ síðasta vetur er handboltalið félagsins vildi einnig leika sína heimaleiki þar. Sjá einnig: Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vill ekki deila Ásgarði með handboltanum Klippa: Patrekur reiknar með að spila í TM höllinni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta, hefur sett upp áætlun sem á að skila Stjörnunni í hæstu hæðir handboltans. Þá reiknar hann með að liðið spili heimaleiki sína í TM höllinni eða Mýrinni eins og hún er oftast kölluð. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Patrek í þættinum Sportið í dag í liðinni viku. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur er Henry spurði hann út í hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta tekur tíma. Það er margt sem þarf að vera. Lykilatriði að liðið sé í toppstandi og þetta hangir allt saman. Það er verið að tala um Mýrina, Ásgarð og allt þetta. Við leysum það vandamál með því að vera með gott og áhugavert lið sem fólk vill sjá. Þá koma fleiri á völlinn. En markmið er að keppa um efsta sætið á þessum þremur árum.“ „Auðvitað viðurkenni ég það að hugmyndin var ekkert slæm að vera með keppnishús í Ásgarði og allt það en ég geri ráð fyrir því að við verðum í Mýrinni. Þú vinnur leikina ekkert í höllum, þú þarft að sýna það á gólfinu og auðvitað þarf stúkan og fleiri öryggisatriði að vera í lagi. Lykilatriði er samt að ég og leikmennirnir verðum þannig lið að fólk vill koma og horfa á okkur sama hvert húsið er,“ sagði Patrekur að lokum. Körfuknattleikslið Stjörnunnar leikur sína heimaleiki í Ásgarði og mikil kergja myndaðist í Garðabæ síðasta vetur er handboltalið félagsins vildi einnig leika sína heimaleiki þar. Sjá einnig: Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vill ekki deila Ásgarði með handboltanum Klippa: Patrekur reiknar með að spila í TM höllinni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30
ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36
Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07
Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03