Menning

Heimahelgistund í Þorgeirskirkju

Sylvía Hall skrifar

Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Þorgeirskirkju.

Eins og svo margt annað hefur messuhald og fermingar í Þjóðkirkjunni fallið niður síðustu mánuði. Á meðan á þessu stendur hefur kirkjan komið til heimila þess fólks sem getur ekki heimsótt hana og hefur meðal annars verið hægt að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Formið á helgistundunum svipar til messu, með hugvekju, bæn og tónlist, en er þó knappara, eða 25 til 30 mínútur.


Tengdar fréttir

Helgihald í kirkjum hefst 17. maí

Helgihald í kirkjum hefst aftur þann 17. maí og verður þá aftur hægt að halda jarðarfarir, brúðkaup, messur og aðra viðburði innan kirkjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×