Telur Írani draga sig í hlé og boðar auknar þvinganir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 17:45 Donald Trump hélt í dag ávarp vegna árása Írana í nótt. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að svo virðist sem Íranir hafi dregið sig í hlé eftir eldflaugaárásir liðinnar nætur. Hann hefur þá einnig lýst því yfir að viðskiptaþvingunum verði beitt í auknum mæli gegn Íran. Eins hefur hann kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið stígi inn í deiluna í Miðausturlöndum. Þetta kom fram í ávarpi sem forsetinn hélt í dag. Trump hóf mál sitt á því að tilkynna að engir Bandaríkjamenn hefðu fallið í árásum Írana á tvær herstöðvar Bandaríkjamanna í Írak í gær. Hann bætti við að svo virtist sem hefndaraðgerðum Írana vegna vígsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði, væri lokið. „Íranir virðist vera að draga sig í hlé,“ sagði forsetinn. Hann lýsti þá því sjónarmiði sínu að vígið á Soleimani hafi verið réttlætanlegt og kallaði það „ótvíræðar aðgerðir í því skyni að stöðva vægðarlausan hryðjuverkamann.“Sjá meira: Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Trump greindi einnig frá því að Bandaríkin myndu nú herða viðskiptaþvinganir sínar í garð Írana, en greindi ekkert nánar frá þeim fyrirætlunum sínum. Eins kallaði hann eftir því að Evrópuríki sem eru aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vesturveldin, Rússar og Kínverjar gerðu við Írani árið 2015. Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018 og Íranir tilkynntu á sunnudag að þeir myndu ekki hlíta samkomulaginu lengur. Samkomulaginu var ætlað að draga úr kjarnorkuvopnavæðingu Írans í skiptum fyrir slaka á viðskiptaþvingunum annarra ríkja í garð þess. Eins kallaði forsetinn eftir því að Atlantshafsbandalagið „blandaði sér í meiri mæli í málefni Miðausturlanda.“ Hann útskýrði ekki nánar hvað fælist í þeirri ósk hans, en nefndi sérstaklega að Bandaríkin væru nú orðin sjálfbær þegar kæmi að framleiðslu olíu og jarðgass. „Við þurfum ekki olíu frá Miðausturlöndum.“ Bandaríkin og Íran eigi sömu hagsmuna að gæta Forsetinn lauk ávarpi sínu með því að benda á sameiginlega hagsmuni ríkjanna tveggja sem nú deila, Bandaríkjanna og Írans. Þar gerði hann hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, að sérstöku umfjöllunarefni. „ISIS er náttúrulegur fjandmaður Írans. Við ættum að vinna saman að þessu og öðrum sameiginlegum forgangsmálum. Til íbúa og leiðtoga Írans, við viljum að þið eigið framtíð, glæsta framtíð, framtíð sem þið eigið skilið, fulla af velmegun og friðsemd.“ Lokaorð forsetans voru síðan á þá leið að Bandaríkin væru „tilbúin að stilla til friðar við hverja þá sem eftir því leitast.“ Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að svo virðist sem Íranir hafi dregið sig í hlé eftir eldflaugaárásir liðinnar nætur. Hann hefur þá einnig lýst því yfir að viðskiptaþvingunum verði beitt í auknum mæli gegn Íran. Eins hefur hann kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið stígi inn í deiluna í Miðausturlöndum. Þetta kom fram í ávarpi sem forsetinn hélt í dag. Trump hóf mál sitt á því að tilkynna að engir Bandaríkjamenn hefðu fallið í árásum Írana á tvær herstöðvar Bandaríkjamanna í Írak í gær. Hann bætti við að svo virtist sem hefndaraðgerðum Írana vegna vígsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði, væri lokið. „Íranir virðist vera að draga sig í hlé,“ sagði forsetinn. Hann lýsti þá því sjónarmiði sínu að vígið á Soleimani hafi verið réttlætanlegt og kallaði það „ótvíræðar aðgerðir í því skyni að stöðva vægðarlausan hryðjuverkamann.“Sjá meira: Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Trump greindi einnig frá því að Bandaríkin myndu nú herða viðskiptaþvinganir sínar í garð Írana, en greindi ekkert nánar frá þeim fyrirætlunum sínum. Eins kallaði hann eftir því að Evrópuríki sem eru aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vesturveldin, Rússar og Kínverjar gerðu við Írani árið 2015. Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018 og Íranir tilkynntu á sunnudag að þeir myndu ekki hlíta samkomulaginu lengur. Samkomulaginu var ætlað að draga úr kjarnorkuvopnavæðingu Írans í skiptum fyrir slaka á viðskiptaþvingunum annarra ríkja í garð þess. Eins kallaði forsetinn eftir því að Atlantshafsbandalagið „blandaði sér í meiri mæli í málefni Miðausturlanda.“ Hann útskýrði ekki nánar hvað fælist í þeirri ósk hans, en nefndi sérstaklega að Bandaríkin væru nú orðin sjálfbær þegar kæmi að framleiðslu olíu og jarðgass. „Við þurfum ekki olíu frá Miðausturlöndum.“ Bandaríkin og Íran eigi sömu hagsmuna að gæta Forsetinn lauk ávarpi sínu með því að benda á sameiginlega hagsmuni ríkjanna tveggja sem nú deila, Bandaríkjanna og Írans. Þar gerði hann hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, að sérstöku umfjöllunarefni. „ISIS er náttúrulegur fjandmaður Írans. Við ættum að vinna saman að þessu og öðrum sameiginlegum forgangsmálum. Til íbúa og leiðtoga Írans, við viljum að þið eigið framtíð, glæsta framtíð, framtíð sem þið eigið skilið, fulla af velmegun og friðsemd.“ Lokaorð forsetans voru síðan á þá leið að Bandaríkin væru „tilbúin að stilla til friðar við hverja þá sem eftir því leitast.“
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00