Störukeppni í vonskuveðri uppi á Langjökli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 15:47 Kristín Soffía Jónsdóttir lýsir því hvernig farið var í ferð á Langjökul fyrir nokkrum árum af því hvorugt fyrirtækið vildi taka á sig tapið. Reyndur leiðsögumaður segir það vekja mann til umhugsunar hve tregar ferðaskrifstofur séu til að hætta við ferðir þrátt fyrir slæmt veður og aðstæður. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ástæðuna einfalda og vísar í eigin reynslu sem leiðsögumaður. Ef ferðaþjónustufyrirtæki fellir niður ferð sitji það uppi með tapið. Geri vélsleðafyrirtækið það þá lendi tapið á þeim. Börkur Hrólfsson hefur langa reynslu af leiðsögumennsku hér á landi og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur sömuleiðis reynslu af leiðsögumennsku - á Langjökli. Þau eru meðal fjölmargra sem velta vöngum yfir því hvers vegna af vélsleðaferð feraþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland varð í gær þrátt fyrir vonda veðurspá. Kristín Soffía rifjar upp ferð í vonskuveðri upp á Langjökul. „Ástæðan var einföld, ef ferðaþjónustufyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið. En ef vélsleðafyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið,“ segir Kristín Soffía um málið á Twitter. Hópurinn hafi staðið í hnapp í stormi eins og aular í störukeppni. Starfsmaður vélsleðafyrirtækisins hafi spurt: „Okei allir til hehe, jamm eigum við að skella okkur...viljið þið hætta við?“ Þá hafi Kristín Soffía og hennar fólk hjá ferðaþjónustufyrirtækinu sagt: „hehe nei nei er það ekki alveg málið að fara.“ Stóðum þarna í hnapp í stormi eins og aular í störukeppni. Vélasleðamaður: “okei allir til hehe, jamm eigum við að skella okkur...viljið þið hætta við?” við: “hehe nei nei er það ekki alveg málið að fara” ; Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 8, 2020 Allir ískaldir og fúlir Kristín Soffía segir í samtali við Vísi að á endanum hafi verið farið í ferðina. Og hún hafi verið glötuð. „Við fórum lúshægt einhvern hring, allir ískaldir og það sást ekki neitt,“ segir Kristín Soffía. Einhver hafi meira að segja grátið og upplifunin hafi alls ekki verið góð. Hún man ekki hvaða fyrirtæki áttu í hlut í þessu tilfelli, það hafi verið um 2013, en það liggi í augum uppi að það þurfi að vera í starfsleyfisskilyrðum fyrirtækjanna að vera tryggðir fyrir svona. Um geti verið að ræða sextíu manna hópa og hver borgi þrjátíu þúsund krónur. „Þetta er tveggja milljóna króna tap á punktinum að hætta við,“ segir Kristín Soffía. Hún hafi vissa samúið með fyrirtækjunum enda hvatinn ofboðslega mikill til að taka sénsinn. En kerfið eigi ekki að vera svona. Það þurfi lógísk viðmið hvort sem sé miðað við skyggni eða annað veðurtengt. Börkur Hrólfsson er reyndur leiðsögumaður. Héngu á toppi bíls í Jökulkvísl Börkur man tímana tvenna og rifjar upp fjölmörg atvik síðustu ár sem vekja hann til umhugsunar. „Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis inn í Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi,“ segir Börkur. Fimm manns hafi komist á topp bílsins og hangið þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. „Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra.“ Börkur tínir til fleiri dæmi. „Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustufyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið út í kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum? Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveitarmenn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar.“ Rúta European Coach Services úti í á í nóvember.Leszek Kaczorowski Þurfa að átta sig á ábyrgð sinni Bara á síðasta ári hafi orðið fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. „Til dæmis fauk stór 70 manna rúta hálftóm útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfarasvæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi.“ Þá séu ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. „Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni.“ Hann telur að ferðaþjónustufyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru sýni að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Reyndur leiðsögumaður segir það vekja mann til umhugsunar hve tregar ferðaskrifstofur séu til að hætta við ferðir þrátt fyrir slæmt veður og aðstæður. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ástæðuna einfalda og vísar í eigin reynslu sem leiðsögumaður. Ef ferðaþjónustufyrirtæki fellir niður ferð sitji það uppi með tapið. Geri vélsleðafyrirtækið það þá lendi tapið á þeim. Börkur Hrólfsson hefur langa reynslu af leiðsögumennsku hér á landi og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur sömuleiðis reynslu af leiðsögumennsku - á Langjökli. Þau eru meðal fjölmargra sem velta vöngum yfir því hvers vegna af vélsleðaferð feraþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland varð í gær þrátt fyrir vonda veðurspá. Kristín Soffía rifjar upp ferð í vonskuveðri upp á Langjökul. „Ástæðan var einföld, ef ferðaþjónustufyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið. En ef vélsleðafyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið,“ segir Kristín Soffía um málið á Twitter. Hópurinn hafi staðið í hnapp í stormi eins og aular í störukeppni. Starfsmaður vélsleðafyrirtækisins hafi spurt: „Okei allir til hehe, jamm eigum við að skella okkur...viljið þið hætta við?“ Þá hafi Kristín Soffía og hennar fólk hjá ferðaþjónustufyrirtækinu sagt: „hehe nei nei er það ekki alveg málið að fara.“ Stóðum þarna í hnapp í stormi eins og aular í störukeppni. Vélasleðamaður: “okei allir til hehe, jamm eigum við að skella okkur...viljið þið hætta við?” við: “hehe nei nei er það ekki alveg málið að fara” ; Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 8, 2020 Allir ískaldir og fúlir Kristín Soffía segir í samtali við Vísi að á endanum hafi verið farið í ferðina. Og hún hafi verið glötuð. „Við fórum lúshægt einhvern hring, allir ískaldir og það sást ekki neitt,“ segir Kristín Soffía. Einhver hafi meira að segja grátið og upplifunin hafi alls ekki verið góð. Hún man ekki hvaða fyrirtæki áttu í hlut í þessu tilfelli, það hafi verið um 2013, en það liggi í augum uppi að það þurfi að vera í starfsleyfisskilyrðum fyrirtækjanna að vera tryggðir fyrir svona. Um geti verið að ræða sextíu manna hópa og hver borgi þrjátíu þúsund krónur. „Þetta er tveggja milljóna króna tap á punktinum að hætta við,“ segir Kristín Soffía. Hún hafi vissa samúið með fyrirtækjunum enda hvatinn ofboðslega mikill til að taka sénsinn. En kerfið eigi ekki að vera svona. Það þurfi lógísk viðmið hvort sem sé miðað við skyggni eða annað veðurtengt. Börkur Hrólfsson er reyndur leiðsögumaður. Héngu á toppi bíls í Jökulkvísl Börkur man tímana tvenna og rifjar upp fjölmörg atvik síðustu ár sem vekja hann til umhugsunar. „Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis inn í Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi,“ segir Börkur. Fimm manns hafi komist á topp bílsins og hangið þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. „Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra.“ Börkur tínir til fleiri dæmi. „Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustufyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið út í kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum? Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveitarmenn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar.“ Rúta European Coach Services úti í á í nóvember.Leszek Kaczorowski Þurfa að átta sig á ábyrgð sinni Bara á síðasta ári hafi orðið fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. „Til dæmis fauk stór 70 manna rúta hálftóm útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfarasvæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi.“ Þá séu ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. „Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni.“ Hann telur að ferðaþjónustufyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru sýni að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira