Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2020 12:07 Aðstæður voru erfiðar á Langjökli í gær. Mynd frá björgunaraðgerðum. vísir/landsbjörg Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna málsins. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum, sem var á vaktinni í nótt telur ástæðu til að lögreglan á Suðurlandi rannsaki aðdraganda málsins. „Nú var í gildi gul viðvörun frá Veðurstofunni til dæmis og fyrir marga í svona rekstri hefði það mátt vera ástæða til að endurmeta. Það getur vel verið að það hafi verið gert og að komist hafi verið að niðurstöðu sem reyndist síðan ekki vera rétt. En ég reikna með að lögreglan á Suðurlandi skoði allt þetta ferli," segir Rögnvaldur. „Að rannsakað verði af hverju þetta fór eins og það fór," bætir hann við. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Mestu máli skipti að ferðamönnunum hafi verið komið til bjargar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Að öðru leyti gerum við þá kröfu til okkar aðildarfyrirtækja að þau séu vakandi fyrir því að fylgjast með og gera rétta hluti. Fari eftir öryggisáætlunum og tryggi öryggi sinna ferðamanna," segir Jóhannes. Fólkið var í ferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ólafur Tryggvason, stjórnandi hjá fyrirtækinu, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu. Hann sagðist í gærkvöldi ekki hafa tíma til að ræða við fréttastofu og hefur ekki gefið kost á viðtali það sem af er degi. Fyrirtækið rataði í fréttir vegna sambærilegs máls fyrir þremur árum. Þá týndust tveir ástralskir ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökli í sjö klukkustundur í vonskuveðri. Voru fólkinu dæmdar bætur í fyrra og í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur sagði að fyrirtækið hefði sýnt af sér gáleysi þegar haldið var í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Jóhannes Þór bendir á að lögum samkvæmt beri ferðaþjónustufyrirtækjum að skila inn öryggisáætlunum til Ferðamálastofu. Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki með sérstök viðurlög nema að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög. Í lögum samtakanna segir að hægt sé að víkja félaga úr þeim hafi það meðal annars gerst sekt um alvarlegt brot gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti. „Ég held að það sé rétt að vera ekki að tjá sig of mikið um þetta mál á þessum tímapunkti heldur sjá hvernig tíminn leiðir staðreyndir í ljós. Mér skilst að það sé verið að fara ofan í þetta mál og ég geri ráð fyrir að fyrirtæki vinni með yfirvöldum að því," segir Jóhannes. 39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna málsins. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum, sem var á vaktinni í nótt telur ástæðu til að lögreglan á Suðurlandi rannsaki aðdraganda málsins. „Nú var í gildi gul viðvörun frá Veðurstofunni til dæmis og fyrir marga í svona rekstri hefði það mátt vera ástæða til að endurmeta. Það getur vel verið að það hafi verið gert og að komist hafi verið að niðurstöðu sem reyndist síðan ekki vera rétt. En ég reikna með að lögreglan á Suðurlandi skoði allt þetta ferli," segir Rögnvaldur. „Að rannsakað verði af hverju þetta fór eins og það fór," bætir hann við. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Mestu máli skipti að ferðamönnunum hafi verið komið til bjargar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Að öðru leyti gerum við þá kröfu til okkar aðildarfyrirtækja að þau séu vakandi fyrir því að fylgjast með og gera rétta hluti. Fari eftir öryggisáætlunum og tryggi öryggi sinna ferðamanna," segir Jóhannes. Fólkið var í ferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ólafur Tryggvason, stjórnandi hjá fyrirtækinu, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu. Hann sagðist í gærkvöldi ekki hafa tíma til að ræða við fréttastofu og hefur ekki gefið kost á viðtali það sem af er degi. Fyrirtækið rataði í fréttir vegna sambærilegs máls fyrir þremur árum. Þá týndust tveir ástralskir ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökli í sjö klukkustundur í vonskuveðri. Voru fólkinu dæmdar bætur í fyrra og í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur sagði að fyrirtækið hefði sýnt af sér gáleysi þegar haldið var í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Jóhannes Þór bendir á að lögum samkvæmt beri ferðaþjónustufyrirtækjum að skila inn öryggisáætlunum til Ferðamálastofu. Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki með sérstök viðurlög nema að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög. Í lögum samtakanna segir að hægt sé að víkja félaga úr þeim hafi það meðal annars gerst sekt um alvarlegt brot gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti. „Ég held að það sé rétt að vera ekki að tjá sig of mikið um þetta mál á þessum tímapunkti heldur sjá hvernig tíminn leiðir staðreyndir í ljós. Mér skilst að það sé verið að fara ofan í þetta mál og ég geri ráð fyrir að fyrirtæki vinni með yfirvöldum að því," segir Jóhannes.
39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira