Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2020 19:30 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. „Við fáum mjög jákvæða athygli og það er mikill áhugi á Íslandi og ferðalögum til Íslands,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, spurð hvernig viðbrögð hafa verið erlendis við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að ætla að stefna að opnun landsins fyrir ferðamönnum 15. júní næstkomandi. „Bæði eftir tilkynninguna og ekki síður vegna þess að það er búið að fjalla mjög mikið á jákvæðan hátt um hvernig Ísland hefur tekið á Covid-19. Áhuginn er að kvikna aftur,“ segir Birna. Ekki megi þó búast við að ferðamenn muni streyma til landsins strax í júní. „Það er stutt í að landið opni. Það þarf venjulega lengri tími til að fylla vélar og koma ferðamönnum til landsins. En núna snýst þessi slagur um að fá sem flesta hingað síðsumars og inn í veturinn. Þetta mun taka töluverðan tíma að komast aftur af stað. Eftirspurnin er þarna, við þurfum bara að grípa hana,“ segir Birna. Hún segir töluvert marga sem ennþá hafa ekki hug á að ferðast. „Það sem við erum að gera, og höfum verið að gera í gegnum þennan tíma, er að fylgjast með því hvar ferðahugurinn er. Hvar fólk vill fara að gerast. Það sem hefur gerst líka eftir því sem hefur lengst í krísunni er að efnahagsástandið hefur versnað. Fólk hefur ekki jafn mikið fé á milli handanna og getur kannski síður ferðast. Þeir sem vilja ferðast verða að fá að heyra af okkur á Íslandi, hversu vel hefur gengið, hversu hreint landið er og hversu mikið pláss er hérna.“ Mikill ferðahugur sé í Þjóðverjum „Það hefur gengið vel þar og landið virðist vera að opnast. Það er mikill áhugi á Norðurlöndunum. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að íbúarnir fara frekar í frí í ágúst. Þar gætu verið spennandi tækifæri. Svo vonandi förum við að sjá á næstu dögum og vikum fleiri lönd tilkynna fyrirætlanir sínar um opnun. Þá byggist vonandi ofan á þetta, en ég spái því að þetta byrji einhvern veginn svona,“ segir Birna. Austurríki, Sviss og Belgía hafi einnig sýnt ferðalögum til Íslands mikinn áhuga. „Ég held samt að við verðum að gera okkur grein fyrir að það verða engar ferðamannatölur eins og við höfum séð á undanförnum árum, heldur snýst þetta meira um að grípa þá hópa sem eru áhugasamir um landið til að geta byrjað að byggja upp aftur.“ Ferðahugur sé einnig kominn í einhverja Íslendinga. „Við fengum töluvert af símtölum frá Íslendingum eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Það er kominn ferðahugur í marga og spenna fyrir því að eiga kannski eina ferð á planinu seint í sumar eða haust. Það er verið að spyrjast fyrir um hvert væri skynsamlegast að fara ef fólk vildi fara í frí. Íslendingar hafa áhuga að ferðast, spurningin er hvort þeir verða hérna heima eða kíki eitthvað ekkert alltof langt út fyrir landsteinana.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. „Við fáum mjög jákvæða athygli og það er mikill áhugi á Íslandi og ferðalögum til Íslands,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, spurð hvernig viðbrögð hafa verið erlendis við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að ætla að stefna að opnun landsins fyrir ferðamönnum 15. júní næstkomandi. „Bæði eftir tilkynninguna og ekki síður vegna þess að það er búið að fjalla mjög mikið á jákvæðan hátt um hvernig Ísland hefur tekið á Covid-19. Áhuginn er að kvikna aftur,“ segir Birna. Ekki megi þó búast við að ferðamenn muni streyma til landsins strax í júní. „Það er stutt í að landið opni. Það þarf venjulega lengri tími til að fylla vélar og koma ferðamönnum til landsins. En núna snýst þessi slagur um að fá sem flesta hingað síðsumars og inn í veturinn. Þetta mun taka töluverðan tíma að komast aftur af stað. Eftirspurnin er þarna, við þurfum bara að grípa hana,“ segir Birna. Hún segir töluvert marga sem ennþá hafa ekki hug á að ferðast. „Það sem við erum að gera, og höfum verið að gera í gegnum þennan tíma, er að fylgjast með því hvar ferðahugurinn er. Hvar fólk vill fara að gerast. Það sem hefur gerst líka eftir því sem hefur lengst í krísunni er að efnahagsástandið hefur versnað. Fólk hefur ekki jafn mikið fé á milli handanna og getur kannski síður ferðast. Þeir sem vilja ferðast verða að fá að heyra af okkur á Íslandi, hversu vel hefur gengið, hversu hreint landið er og hversu mikið pláss er hérna.“ Mikill ferðahugur sé í Þjóðverjum „Það hefur gengið vel þar og landið virðist vera að opnast. Það er mikill áhugi á Norðurlöndunum. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að íbúarnir fara frekar í frí í ágúst. Þar gætu verið spennandi tækifæri. Svo vonandi förum við að sjá á næstu dögum og vikum fleiri lönd tilkynna fyrirætlanir sínar um opnun. Þá byggist vonandi ofan á þetta, en ég spái því að þetta byrji einhvern veginn svona,“ segir Birna. Austurríki, Sviss og Belgía hafi einnig sýnt ferðalögum til Íslands mikinn áhuga. „Ég held samt að við verðum að gera okkur grein fyrir að það verða engar ferðamannatölur eins og við höfum séð á undanförnum árum, heldur snýst þetta meira um að grípa þá hópa sem eru áhugasamir um landið til að geta byrjað að byggja upp aftur.“ Ferðahugur sé einnig kominn í einhverja Íslendinga. „Við fengum töluvert af símtölum frá Íslendingum eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Það er kominn ferðahugur í marga og spenna fyrir því að eiga kannski eina ferð á planinu seint í sumar eða haust. Það er verið að spyrjast fyrir um hvert væri skynsamlegast að fara ef fólk vildi fara í frí. Íslendingar hafa áhuga að ferðast, spurningin er hvort þeir verða hérna heima eða kíki eitthvað ekkert alltof langt út fyrir landsteinana.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira