Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. maí 2020 19:58 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt og telja margir að öryggi neytenda sé ekki tryggt í því. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í Víglínunni í dag að árið 2018 hafi verið innleidd hér á landi löggjöf samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins og í henni felist mikið neytendaöryggi. Samkvæmt löggjöfinni ber hverju fyrirtæki að vera með tryggingar sem hægt sé að sækja í og endurgreiða viðskiptavinum fari fyrirtækið í þrot. „Forsendur [tilskipunarinnar] eru brostnar. Það var enginn að skrifa þessa tilskipun með það í huga að það væru einhverjar líkur á því að það yrði slökkt á allri ferðaþjónustu í allri álfunni og þar í kring. Þetta er gert til að tryggja aukin réttindi neytenda,“ sagðiÞórdís. Þá sagði hún að þetta eigi bara við um pakkaferðir, ekki til dæmis hefðbundna miða sem fólk kaupi hjá flugfélögum, það sé annað mál. Hún sagði að þegar ferðaþjónustufyrirtæki eru búin að láta af hendi fjármunina sem viðskiptavinir hafa greitt fyrir ákveðnar pakkaferðir séu þau ekki í stöðu til að sækja þá fjármuni en þurfi þau að greiða viðskiptavinunum á einu bretti, án þess að geta sótt peningana aftur, sé hætta á að þau fari í þrot. „Við horfðum einfaldlega framan í það að ef við gerðum ekki neitt, sem getur alveg verið að verði niðurstaðan miðað við umræðuna og skort á pólitískum stuðningi við málið, þá horfum við fram á að ansi mörg þessara félaga muni fara í þrot.“ „Þá fer þessi mekanismi í gang þar sem viðskiptavinir, einhverjir verða búnir að fá endurgreitt, annars ef félagið fer í þrot ertu með þessar tryggingar,“ sagði Þórdís. Tryggingarnar er ekki hægt að grípa í fyrr en eftir að fyrirtækið er orðið gjaldþrota. „Við vissum að allar þessar [20 stærstu] ferðaskrifstofur eru með tryggingar sem eru með hærri fjárhæð en útistandandi kröfur þannig að þar af leiðandi getur maður sagt að réttindi neytandans eru tryggð,“ sagði Þórdís. „Þannig að ég get ekki tekið undir orð Breka, formanns Neytendasamtakanna þegar hann sagði að inneignarnótur í gjaldþrota fyrirtæki séu einskis virði. Alla jafna er það staðan en í þessu tilviki ekki vegna þess að þarna að baki eru þessar tryggingar sem eru til þess að greiða útistandandi kröfur.“ „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki „príma“ frumvarp fyrir neytendur, enda voru aðgerðirnar til þess að þetta væri einhvers konar vernd fyrir ferðaskrifstofurnar. Til að koma einhverju súrefni inn í þær og þær nái að slaka og einhverju svigrúmi til að það myndu ekki þurrkast upp allir fjármunir og þær fara í þrot.“ Hún segist meðvituð um það að margir séu ekki spenntir fyrir frumvarpinu og fylgst sé með aðgerðum landa í kring um okkur. Sum ríki hafa veitt allsherjar ríkisábyrgð á þessum kröfum en sú leið hefur ekki verið farin hér á landi. „Við erum auðvitað að fara í margar aðrar meiriháttar aðgerðir sem að kosta stórkostlega fjármuni.“ Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. 17. maí 2020 19:30 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. 16. maí 2020 22:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt og telja margir að öryggi neytenda sé ekki tryggt í því. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í Víglínunni í dag að árið 2018 hafi verið innleidd hér á landi löggjöf samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins og í henni felist mikið neytendaöryggi. Samkvæmt löggjöfinni ber hverju fyrirtæki að vera með tryggingar sem hægt sé að sækja í og endurgreiða viðskiptavinum fari fyrirtækið í þrot. „Forsendur [tilskipunarinnar] eru brostnar. Það var enginn að skrifa þessa tilskipun með það í huga að það væru einhverjar líkur á því að það yrði slökkt á allri ferðaþjónustu í allri álfunni og þar í kring. Þetta er gert til að tryggja aukin réttindi neytenda,“ sagðiÞórdís. Þá sagði hún að þetta eigi bara við um pakkaferðir, ekki til dæmis hefðbundna miða sem fólk kaupi hjá flugfélögum, það sé annað mál. Hún sagði að þegar ferðaþjónustufyrirtæki eru búin að láta af hendi fjármunina sem viðskiptavinir hafa greitt fyrir ákveðnar pakkaferðir séu þau ekki í stöðu til að sækja þá fjármuni en þurfi þau að greiða viðskiptavinunum á einu bretti, án þess að geta sótt peningana aftur, sé hætta á að þau fari í þrot. „Við horfðum einfaldlega framan í það að ef við gerðum ekki neitt, sem getur alveg verið að verði niðurstaðan miðað við umræðuna og skort á pólitískum stuðningi við málið, þá horfum við fram á að ansi mörg þessara félaga muni fara í þrot.“ „Þá fer þessi mekanismi í gang þar sem viðskiptavinir, einhverjir verða búnir að fá endurgreitt, annars ef félagið fer í þrot ertu með þessar tryggingar,“ sagði Þórdís. Tryggingarnar er ekki hægt að grípa í fyrr en eftir að fyrirtækið er orðið gjaldþrota. „Við vissum að allar þessar [20 stærstu] ferðaskrifstofur eru með tryggingar sem eru með hærri fjárhæð en útistandandi kröfur þannig að þar af leiðandi getur maður sagt að réttindi neytandans eru tryggð,“ sagði Þórdís. „Þannig að ég get ekki tekið undir orð Breka, formanns Neytendasamtakanna þegar hann sagði að inneignarnótur í gjaldþrota fyrirtæki séu einskis virði. Alla jafna er það staðan en í þessu tilviki ekki vegna þess að þarna að baki eru þessar tryggingar sem eru til þess að greiða útistandandi kröfur.“ „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki „príma“ frumvarp fyrir neytendur, enda voru aðgerðirnar til þess að þetta væri einhvers konar vernd fyrir ferðaskrifstofurnar. Til að koma einhverju súrefni inn í þær og þær nái að slaka og einhverju svigrúmi til að það myndu ekki þurrkast upp allir fjármunir og þær fara í þrot.“ Hún segist meðvituð um það að margir séu ekki spenntir fyrir frumvarpinu og fylgst sé með aðgerðum landa í kring um okkur. Sum ríki hafa veitt allsherjar ríkisábyrgð á þessum kröfum en sú leið hefur ekki verið farin hér á landi. „Við erum auðvitað að fara í margar aðrar meiriháttar aðgerðir sem að kosta stórkostlega fjármuni.“
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. 17. maí 2020 19:30 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. 16. maí 2020 22:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. 17. maí 2020 19:30
Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26
Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. 16. maí 2020 22:30