Hvalirnir eru 310 milljarða króna virði; lifandi! Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. mars 2020 10:00 IMF (International Monetary Fund), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, vinnur ekki aðeins með beinum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í umfangsmiklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft rík áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. IMF hefur varið miklum tíma og fjármunum til að rannsaka loftslagsvána, enda trúlega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Efnahagslega hliðin á þeim vanda er auðvitað hamfarahlýnunin með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja. Nýlega gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni ”Nature’s Solution to Climate Change”; lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Meðal annars leiðir rannsóknin í ljós, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á botn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi og leysist svo upp. Eins leiðir rannsóknin í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og mikið verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna, er tekið með í reikninginn. Niðurstaða IMF er, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, með Kristján Þór Júlíusson í broddi fylkingar, leyfði á síðasta ári dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Skv. ofangreindu verðmati IMF hafa langreyðarnar einar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna. Bæta má 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals 310 milljarðar króna. Önnur hlið á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 1,6 milljón trjáa. Hversu mörg tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Stundum er reynt, að réttlæta þetta dráp með meintu afráni langreyðanna. Þetta er þó út í hött, því langreyðar eru skíðishvalir, sem éta engan fisk. Í ljósi þess, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa á þessari öld verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – að mestu drápsaðferðir og -tækni frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa - og þar með, því miður, Íslandi og Íslendingum öllum - til hneisu og vansæmdar. Menn geta líka spurt sig, hvernig gat æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar stofnunarinnar frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru vísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið eða öfl för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Það er við hæfi, að ljúka þessum pistli með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)).Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
IMF (International Monetary Fund), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, vinnur ekki aðeins með beinum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í umfangsmiklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft rík áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. IMF hefur varið miklum tíma og fjármunum til að rannsaka loftslagsvána, enda trúlega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Efnahagslega hliðin á þeim vanda er auðvitað hamfarahlýnunin með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja. Nýlega gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni ”Nature’s Solution to Climate Change”; lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Meðal annars leiðir rannsóknin í ljós, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á botn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi og leysist svo upp. Eins leiðir rannsóknin í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og mikið verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna, er tekið með í reikninginn. Niðurstaða IMF er, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, með Kristján Þór Júlíusson í broddi fylkingar, leyfði á síðasta ári dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Skv. ofangreindu verðmati IMF hafa langreyðarnar einar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna. Bæta má 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals 310 milljarðar króna. Önnur hlið á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 1,6 milljón trjáa. Hversu mörg tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Stundum er reynt, að réttlæta þetta dráp með meintu afráni langreyðanna. Þetta er þó út í hött, því langreyðar eru skíðishvalir, sem éta engan fisk. Í ljósi þess, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa á þessari öld verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – að mestu drápsaðferðir og -tækni frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa - og þar með, því miður, Íslandi og Íslendingum öllum - til hneisu og vansæmdar. Menn geta líka spurt sig, hvernig gat æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar stofnunarinnar frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru vísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið eða öfl för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Það er við hæfi, að ljúka þessum pistli með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)).Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar