Tveir karlmenn um þrítugt voru handteknir eftir að tilkynning barst um að þeir hefðu ógnað þriðja manninum með skotvopni í vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 19:00 í kvöld. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til.
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að engan hafa sakað. Lagt hafi verið hald á skotvopn þegar mennirnir tveir voru handteknir.
Rannsókn málsins er sögð á frumstigi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.