Slakað á takmörkunum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 10:32 Grímuklætt fólk á gangi í miðaldaborginni Lucca á Ítalíu. Daglegt líf komst þar í eðlilegri skorður í dag þegar leyft var að opna bari, veitingastaði og snyrtistofur. Vísir/EPA Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum. Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu frá því í mars og hafa um 32.000 manns látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Dregið hefur úr dánartíðninni og greindu yfirvöld frá 145 nýjum dauðsföllum í gær, þeim fæstu á einum degi frá því að útgöngubanninu var komið á, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar mest lét létust 900 manns á einum degi seint í mars Á Spáni voru innan við hundrað ný dauðsföll skráð í gær og hafa þau ekki verið færri frá því að takmörkunum var komið á vegna faraldursins. Í dag var slakað á takmörkunum á eyjum sem hafa sloppið tiltölulega vel. Þar er nú leyft að opna verslunarmiðstöðvar og allt að fimmtán manns mega koma saman á einum stað. Spænsk stjórnvöld vinna eftir fjögurra fasa áætlun um að slaka á takmörkunum. Stærsti hluti landsins hóf fyrsta fasa opnana í síðustu viku. Þá voru samkomur tíu manna leyfðar með þeim skilyrðum að tveggja metra fjarlægðarregla væri virt og fólk gengi með grímur. Barir og veitingastaðir fengu að hefja starfsemi utandyra en með takmörkunum. Kvikmyndahús, söfn og leikhús fengu einnig að hefja starfsemi aftur en með takmörkuðu sætaframboði. Stórborgir eins og Madrid og Barcelona eru aftur á móti enn nærri byrjunarreit. Þar eru flestar takmarkanir enn í gildi þó að leyft sé að opna litlar verslanir frá og með deginum í dag. Þá er nú leyft að halda jarðarfarir með tíu gestum innandyra og fimmtán utandyra. Í Belgíu hefja skólar starfsemi á ný með ströngum takmörkunum í dag, sömuleiðis í Grikklandi þar sem Meyjarhofið á Akrópólishæð var einnig opnað aftur. Í Portúgal er nú leyft að opna veitingastaði, kaffihús og bakarí með takmörkunum og í Póllandi geta snyrtistofur, hárgreiðslustofur, veitingastaðir og kaffihús að hefja starfsemi aftur. Lýðheilsusérfræðingar vara enn við því að of geyst verði farið í að slaka á takmörkunum vegna faraldursins. Hætta sé á að hann blossi upp á nýjan leik fari stjórnvöld ekki að öllu með gát. Spánn Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Belgía Grikkland Portúgal Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum. Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu frá því í mars og hafa um 32.000 manns látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Dregið hefur úr dánartíðninni og greindu yfirvöld frá 145 nýjum dauðsföllum í gær, þeim fæstu á einum degi frá því að útgöngubanninu var komið á, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar mest lét létust 900 manns á einum degi seint í mars Á Spáni voru innan við hundrað ný dauðsföll skráð í gær og hafa þau ekki verið færri frá því að takmörkunum var komið á vegna faraldursins. Í dag var slakað á takmörkunum á eyjum sem hafa sloppið tiltölulega vel. Þar er nú leyft að opna verslunarmiðstöðvar og allt að fimmtán manns mega koma saman á einum stað. Spænsk stjórnvöld vinna eftir fjögurra fasa áætlun um að slaka á takmörkunum. Stærsti hluti landsins hóf fyrsta fasa opnana í síðustu viku. Þá voru samkomur tíu manna leyfðar með þeim skilyrðum að tveggja metra fjarlægðarregla væri virt og fólk gengi með grímur. Barir og veitingastaðir fengu að hefja starfsemi utandyra en með takmörkunum. Kvikmyndahús, söfn og leikhús fengu einnig að hefja starfsemi aftur en með takmörkuðu sætaframboði. Stórborgir eins og Madrid og Barcelona eru aftur á móti enn nærri byrjunarreit. Þar eru flestar takmarkanir enn í gildi þó að leyft sé að opna litlar verslanir frá og með deginum í dag. Þá er nú leyft að halda jarðarfarir með tíu gestum innandyra og fimmtán utandyra. Í Belgíu hefja skólar starfsemi á ný með ströngum takmörkunum í dag, sömuleiðis í Grikklandi þar sem Meyjarhofið á Akrópólishæð var einnig opnað aftur. Í Portúgal er nú leyft að opna veitingastaði, kaffihús og bakarí með takmörkunum og í Póllandi geta snyrtistofur, hárgreiðslustofur, veitingastaðir og kaffihús að hefja starfsemi aftur. Lýðheilsusérfræðingar vara enn við því að of geyst verði farið í að slaka á takmörkunum vegna faraldursins. Hætta sé á að hann blossi upp á nýjan leik fari stjórnvöld ekki að öllu með gát.
Spánn Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Belgía Grikkland Portúgal Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira