Fótbolti

Í­þrótta­við­burðum á Ítalíu frestað til 3. apríl

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikur Inter og Juventus fór fram án áhorfenda um helgina.
Leikur Inter og Juventus fór fram án áhorfenda um helgina. vísir/getty
Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag.

Undanfarnir leikir hafa farið fram án áhorfenda en nú liggur ljóst fyrir að öllum leikjunum verður frestað þangað til 3. apríl, í hið minnsta.

Ólympíusambandið staðfesti þetta í dag en stjórnvöld hafa þó enn ekki staðfest bannið en óvíst er hvað verður um deildir innan Ítalíu, til að mynda Seríu A, en Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í sumar.







Juventus á Meistaradeildarleik gegn Lyon í vikunni en Danielle Matar, blaðamaður á Ítalíu, segir að bannið taki ekki gildi til Evrópudeildarleikja.

Hún segir þó að líklegt sé að leikurinn muni fara fram í öðru landi en Ítalíu.

Birkir Bjarnason, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Andri Fannar Baldursson leika í efstu deildum ítalska boltans en Emil Halfreðsson er í C-deildinni.

Ísland leikur gegn Rúmeníu þann 26. mars en í frétt 433.is segir að vonast sé til að Emil og Birkir komi til landsins á morgun. Þá fara þeir í tveggja vikna sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×