Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með því að stefna að opnun landsins fyrir ferðamenn í júní. Rætt verður við Katrínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hún segir að varfærnasta leiðin hafi orðið fyrir valinu og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki verið beitt þrýstingi um að láta það ganga upp. Sóttvarnalæknir blæs á gagnrýni um að ekki sé tímabært að opna landamærin um miðjan júní

Í fréttatímanum segjum við einnig frá því að dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu.

Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir eftir því að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun. Við tökum stöðuna á fastagestum sundlauganna í fréttatímanum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×