Vissi að hann myndi lítið sem ekkert spila en var alveg sama því hann yrði milljónamæringur Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 23:00 Alex Song. Mynd/Nordic Photos/Getty Alex Song, fyrrum miðjumaður bæði Arsenal og Barcelona, segir að þegar hann hafi séð hvað spænski risinn var tilbúinn að borga honum í laun á viku hafi hann ekki hugsað sig tvisvar um að skrifa undir samning við félagið. Song var í skemmtilegu spjalli á samskiptamiðlinum Instagram á dögunum þar sem hann ræddi við körfuboltamanninn Pascal Siakam hjá Toronto Raptors. Þar ræddu þeir meðal annars um ákvörðun Son að fara frá Arsenal til Barcelona árið 2012. „Ég hitti yfirmann knattspyrnumála hjá Barcelona og hann sagði við mig að ég fengi ekki að spila marga leiki en mér var alveg sama. Ég vissi að ég yrði milljónamæringur. Þegar Barcelona bauð mér samninginn þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég sá hvað ég myndi þéna,“ sagði Song. Hann fékk 70 þúsund pund á viku hjá Barcelona en samningur hans á Arsenal hljóðaði upp á 55 þúsund pund. Hann henti svo í afar áhugaverða samlíkingu. „Ég hef alltaf sagt að tvítugur drengur sem keyrir Ferrari er blankur því þegar þú ert tvítugur þá áttu ekkert en maður sem er fimmtugur og keyrir um á Bentley er maður sem þú átt að bera virðingu fyrir.“ 'I would not play many games... but I didn't give a f***'Alex Song 'didn't think twice' about joining Barcelona after knowing he would become a millionairehttps://t.co/9mRaE0Rf04— MailOnline Sport (@MailSport) May 18, 2020 Song gekk í raðir Arsenal árið 2006 og spilaði 205 leiki fyrir félagið en hann segist hafa keypt sér sama bíl og goðsögn félagsins Thierry Henry eftir að séð hann koma á æfingasvæði félagsins í fyrsta sinn. „Þegar ég kom til Arsenal þá sá ég kónginn koma í bíl sem leit út eins og gimsteinn og ég sagði við sjálfan mig að ég þyrfti að fá mér þennan sama bíl, sama hvað hann kostaði. Ég sver það, eftir tvo mánuði þá skilaði ég bílnum, ég var búinn með peninginn og sagði við þá að gefa mér Toyota.“ „Þegar ég kom svo aftur á æfingasvæðið spurði Henry mig hvar bíllinn væri og ég sagði við hann að þetta væri ekki bíll á mínu stigi,“ sagði þessi mikli skemmtikraftur. Son er nú án liðs eftir að hafa verið rekinn frá svissneska félaginu FC Sion en það gerðist eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar. Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Alex Song, fyrrum miðjumaður bæði Arsenal og Barcelona, segir að þegar hann hafi séð hvað spænski risinn var tilbúinn að borga honum í laun á viku hafi hann ekki hugsað sig tvisvar um að skrifa undir samning við félagið. Song var í skemmtilegu spjalli á samskiptamiðlinum Instagram á dögunum þar sem hann ræddi við körfuboltamanninn Pascal Siakam hjá Toronto Raptors. Þar ræddu þeir meðal annars um ákvörðun Son að fara frá Arsenal til Barcelona árið 2012. „Ég hitti yfirmann knattspyrnumála hjá Barcelona og hann sagði við mig að ég fengi ekki að spila marga leiki en mér var alveg sama. Ég vissi að ég yrði milljónamæringur. Þegar Barcelona bauð mér samninginn þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég sá hvað ég myndi þéna,“ sagði Song. Hann fékk 70 þúsund pund á viku hjá Barcelona en samningur hans á Arsenal hljóðaði upp á 55 þúsund pund. Hann henti svo í afar áhugaverða samlíkingu. „Ég hef alltaf sagt að tvítugur drengur sem keyrir Ferrari er blankur því þegar þú ert tvítugur þá áttu ekkert en maður sem er fimmtugur og keyrir um á Bentley er maður sem þú átt að bera virðingu fyrir.“ 'I would not play many games... but I didn't give a f***'Alex Song 'didn't think twice' about joining Barcelona after knowing he would become a millionairehttps://t.co/9mRaE0Rf04— MailOnline Sport (@MailSport) May 18, 2020 Song gekk í raðir Arsenal árið 2006 og spilaði 205 leiki fyrir félagið en hann segist hafa keypt sér sama bíl og goðsögn félagsins Thierry Henry eftir að séð hann koma á æfingasvæði félagsins í fyrsta sinn. „Þegar ég kom til Arsenal þá sá ég kónginn koma í bíl sem leit út eins og gimsteinn og ég sagði við sjálfan mig að ég þyrfti að fá mér þennan sama bíl, sama hvað hann kostaði. Ég sver það, eftir tvo mánuði þá skilaði ég bílnum, ég var búinn með peninginn og sagði við þá að gefa mér Toyota.“ „Þegar ég kom svo aftur á æfingasvæðið spurði Henry mig hvar bíllinn væri og ég sagði við hann að þetta væri ekki bíll á mínu stigi,“ sagði þessi mikli skemmtikraftur. Son er nú án liðs eftir að hafa verið rekinn frá svissneska félaginu FC Sion en það gerðist eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar.
Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira