Lýsir yfir vantrausti á Sigurð Inga og Dag vegna Sundabrautar Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2020 21:24 Vigdís Hauksdóttir var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vigdís sagði ástandið vegna Sundabrautar orðið grafalvarlegt. „Ég fór fyrir helgi upp í Gufunes til að sjá þar framkvæmdir því mér var bent á að þar væri ekki allt með felldu,“ sagði Vigdís og talaði um nýja uppbyggingu umhverfisvænna íbúða á vegum borgarinnar í Gufunesi. „Það má segja að það sé komið alveg upp að legu Sundabrautar eins og hún var skipulögð samkvæmt aðalskipulagi. Nú er Dagur og meirihlutinn í Reykjavík enn á ný að þrengja að Sundabraut þarna megin frá,“ sagði Vigdís. Gert hefur verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Lagning Sundabrautar var talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar uppbygging hófst þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. Borgarfulltrúinn rifjaði upp orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um Sundabraut þegar að Kjalarnes sameinaðist Reykjavík á síðustu öld og ummæli borgarstjóra á fundi fyrir kosningar þar sem hann sagði talaði um mikilvægi Sundabrautar. Markviss skemmdarverk gerð vegna ofuráherslu á Borgarlínu „Hún hefur ekki komið. Þvert á móti hefur stefnunni hjá þessu fólki sem stýrir borginni verið breytt og hún slegin út af borðinu í skömmtum, bara hjá Reykjavíkurborg,“ segir Vigdís. „Það eru markviss skemmdarverk gerð á því af hálfu borgarstjóra og meirihlutans í borginni að Sundabraut verði aldrei að veruleika. Ástæðan er þessi ofuráhersla á borgarlínu,“ sagði borgarfulltrúinn. Vigdís sagðist þá ætla að lýsa yfir vantrausti yfir samgönguráðherra og borgarstjóra vegna málsins. Sagði Vigdís að Dagur og Sigurður væru með framgöngu sinni að bregðast þjóðinni. „Sundabraut er fyrst og fremst öryggisventill hér inn og út úr borginni. Ef einhver vá kæmi upp hér í Reykjavík er engin flóttaleið til fyrir okkur sem búum hér vesta Elliðaár. Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Vigdís. „Eina vonum sem við höngum í núna er sú að vegamálastjóri sinni sínu hlutverki og grípi inn í,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík síðdegis í dag. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sundabraut Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vigdís sagði ástandið vegna Sundabrautar orðið grafalvarlegt. „Ég fór fyrir helgi upp í Gufunes til að sjá þar framkvæmdir því mér var bent á að þar væri ekki allt með felldu,“ sagði Vigdís og talaði um nýja uppbyggingu umhverfisvænna íbúða á vegum borgarinnar í Gufunesi. „Það má segja að það sé komið alveg upp að legu Sundabrautar eins og hún var skipulögð samkvæmt aðalskipulagi. Nú er Dagur og meirihlutinn í Reykjavík enn á ný að þrengja að Sundabraut þarna megin frá,“ sagði Vigdís. Gert hefur verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Lagning Sundabrautar var talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar uppbygging hófst þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. Borgarfulltrúinn rifjaði upp orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um Sundabraut þegar að Kjalarnes sameinaðist Reykjavík á síðustu öld og ummæli borgarstjóra á fundi fyrir kosningar þar sem hann sagði talaði um mikilvægi Sundabrautar. Markviss skemmdarverk gerð vegna ofuráherslu á Borgarlínu „Hún hefur ekki komið. Þvert á móti hefur stefnunni hjá þessu fólki sem stýrir borginni verið breytt og hún slegin út af borðinu í skömmtum, bara hjá Reykjavíkurborg,“ segir Vigdís. „Það eru markviss skemmdarverk gerð á því af hálfu borgarstjóra og meirihlutans í borginni að Sundabraut verði aldrei að veruleika. Ástæðan er þessi ofuráhersla á borgarlínu,“ sagði borgarfulltrúinn. Vigdís sagðist þá ætla að lýsa yfir vantrausti yfir samgönguráðherra og borgarstjóra vegna málsins. Sagði Vigdís að Dagur og Sigurður væru með framgöngu sinni að bregðast þjóðinni. „Sundabraut er fyrst og fremst öryggisventill hér inn og út úr borginni. Ef einhver vá kæmi upp hér í Reykjavík er engin flóttaleið til fyrir okkur sem búum hér vesta Elliðaár. Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Vigdís. „Eina vonum sem við höngum í núna er sú að vegamálastjóri sinni sínu hlutverki og grípi inn í,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík síðdegis í dag.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sundabraut Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira