Verðlaunaði sig með sumarbústaðaferð og bíður eftir kalli að utan Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 22:00 Guðrún Brá stóð uppi sem sigurvegari í fyrsta móti sumarsins sem fór fram í Mosfellsbæ um helgina. vísir/s2s Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, vann fyrsta mót sumarsins í kvennaflokki er hún stóð uppi sem sigurvegari á ÍSAM-mótinu í golfi sem var haldið í Mosfellsbæ um helgina. Hún fagnar sigrinum í sumarbústað áður en æfingar halda áfram. Það þurfti sex holu bráðabana til þess útkljá einvígið milli Guðrúnar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í Mosfellsbæ í gær en að endingu stóð Hafnfirðingurinn uppi með gullið. „Það var mjög góð tilfinning og fá tilgang aftur í lífinu,“ sagði Guðrún Brá við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hún segir að hún og Ólafía Þórunn hefðu báðar fengið gullin tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. „Þetta var ótrúlega spennandi og við báðar klúðrum færum fyrr í bráðabananum og svo hafði ég þetta í lokin. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Allir bestu kylfingar landsins voru mættir í Mosfellsbæ um helgina og Guðrún segir það ánægjulegt. „Þetta gerir mótið miklu skemmtilegra og maður er að leitast eftir harðari keppni svo þetta er mjög gaman,“ en hún segir golfið á Íslandi ganga sinn vanagang á meðan staðan er öðruvísi út í heimi þar sem Guðrún hefur verið að spila á Evróputúrnum. „Mótadagskráin hjá okkur er alveg eins og hún var fyrir COVID en úti þá er allt í pásu og við verðum að bíða og sjá hvað gerist með það.“ Guðrún Brá tryggði sér fyrr á þessu ári keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en hún náði einungis þremur mótum áður en allt var sett á ís vegna veirunnar. „Ég náði að spila í þremur mótum úti í febrúar og mars en svo voru allir sendir heim og nú er allt í óvissu. Við bíðum eftir kalli að utan,“ sagði Guðrún Brá. Hún sagðist ætla verðlauna sig með einni ferð í sumarbústað og svo yrði bara haldið áfram að æfa en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðrún Brá Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportið í dag Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, vann fyrsta mót sumarsins í kvennaflokki er hún stóð uppi sem sigurvegari á ÍSAM-mótinu í golfi sem var haldið í Mosfellsbæ um helgina. Hún fagnar sigrinum í sumarbústað áður en æfingar halda áfram. Það þurfti sex holu bráðabana til þess útkljá einvígið milli Guðrúnar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í Mosfellsbæ í gær en að endingu stóð Hafnfirðingurinn uppi með gullið. „Það var mjög góð tilfinning og fá tilgang aftur í lífinu,“ sagði Guðrún Brá við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hún segir að hún og Ólafía Þórunn hefðu báðar fengið gullin tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. „Þetta var ótrúlega spennandi og við báðar klúðrum færum fyrr í bráðabananum og svo hafði ég þetta í lokin. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Allir bestu kylfingar landsins voru mættir í Mosfellsbæ um helgina og Guðrún segir það ánægjulegt. „Þetta gerir mótið miklu skemmtilegra og maður er að leitast eftir harðari keppni svo þetta er mjög gaman,“ en hún segir golfið á Íslandi ganga sinn vanagang á meðan staðan er öðruvísi út í heimi þar sem Guðrún hefur verið að spila á Evróputúrnum. „Mótadagskráin hjá okkur er alveg eins og hún var fyrir COVID en úti þá er allt í pásu og við verðum að bíða og sjá hvað gerist með það.“ Guðrún Brá tryggði sér fyrr á þessu ári keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en hún náði einungis þremur mótum áður en allt var sett á ís vegna veirunnar. „Ég náði að spila í þremur mótum úti í febrúar og mars en svo voru allir sendir heim og nú er allt í óvissu. Við bíðum eftir kalli að utan,“ sagði Guðrún Brá. Hún sagðist ætla verðlauna sig með einni ferð í sumarbústað og svo yrði bara haldið áfram að æfa en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðrún Brá Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportið í dag Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira