Kórónuveiran: Leita leiða til að bjarga smærri fyrirtækjum frá lokun Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2020 09:15 Víða í heiminum beinast sjónir nú að smærri fyrirtækjum og aðgerðum í þeirra garð til að draga úr áhrifum kórónuveirunnar. Vísir/Getty Æ fleiri beina sjónum sínum nú að smærri fyrirtækjum og velta fyrir sér afdrifum þeirra í kjölfar kórónuveirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa veitt greiðslufresti til greiðslu á sumum sköttum og gjöldum en nú þegar er þó talað um að gjaldþrot smærri fyrirtækja á Ítalíu muni nema þúsundum. Í síðustu viku tilkynntu áströlsk yfirvöld sex mánaða greiðslufrest launaskatta fyrir smærri fyrirtæki. Fresturinn tók gildi afturvirkt og nær til 1.febrúar síðastliðins. Trump hefur tilkynnt fundarhöld með forsvarsmönnum þingsins á morgun til að ræða sambærilegar aðgerðir. Þá ekki síst til að mæta launagreiðslum vegna sóttkvía. Í gær bættist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn síðan við þegar aðalhagfræðingur sjóðsins hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða sem meðal annars fælu í sér að létta á innheimtu skatta og gjalda á fyrirtæki. Hagsmunasamtök smærri fyrirtækja í Ástralíu vilja samt ganga skrefinu lengra og benda á að algengasta ástæða þess að lítil fyrirtæki loki sé lausafjárvandi. Við blasir tekjusamdráttur í kjölfar kórónuveirunnar og því er hvatt til þess að stjórnvöld fresti ekki greiðslu á sköttum og álögum, heldur afnemi þær tímabundið. Það sé eina leiðin til að mæta raunverulegum lausafjárvanda sem tímabundið mun skella á marga. Ganga tillögur þeirra út á að bæði ríkið og sveitarfélög standi að þessari aðgerð þannig að tímabundið afnám skatta og gjalda eigi einnig við um þau gjöld sem sveitarfélög rukka fyrirtæki um enda felist meiri hagsmunir í að halda atvinnulífinu gangandi og skapa störf. Á Íslandi greiða fyrirtæki virðisaukaskatt 5. hvers mánaðar annan hvern mánuð og eru vextir háir ef ekki er greitt á eindaga. Staðgreiðsluskattar og tryggingargjald er greitt 15.hvers mánaðar. Hér á landi hafa stjórnvöld boðað aðgerðir í formi breytinga á lögum sjúkratrygginga þannig að atvinnurekendur sem greiða launamanni laun í sóttkví, geti krafið sjúkratryggingar um endurgreiðslu kostnaðar að ákveðnu hámarki séu tilteknar aðstæður fyrir hendi, eins og til dæmis að launamaður geti ekki sinnt vinnu heiman frá sér. Þá hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðað markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Æ fleiri beina sjónum sínum nú að smærri fyrirtækjum og velta fyrir sér afdrifum þeirra í kjölfar kórónuveirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa veitt greiðslufresti til greiðslu á sumum sköttum og gjöldum en nú þegar er þó talað um að gjaldþrot smærri fyrirtækja á Ítalíu muni nema þúsundum. Í síðustu viku tilkynntu áströlsk yfirvöld sex mánaða greiðslufrest launaskatta fyrir smærri fyrirtæki. Fresturinn tók gildi afturvirkt og nær til 1.febrúar síðastliðins. Trump hefur tilkynnt fundarhöld með forsvarsmönnum þingsins á morgun til að ræða sambærilegar aðgerðir. Þá ekki síst til að mæta launagreiðslum vegna sóttkvía. Í gær bættist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn síðan við þegar aðalhagfræðingur sjóðsins hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða sem meðal annars fælu í sér að létta á innheimtu skatta og gjalda á fyrirtæki. Hagsmunasamtök smærri fyrirtækja í Ástralíu vilja samt ganga skrefinu lengra og benda á að algengasta ástæða þess að lítil fyrirtæki loki sé lausafjárvandi. Við blasir tekjusamdráttur í kjölfar kórónuveirunnar og því er hvatt til þess að stjórnvöld fresti ekki greiðslu á sköttum og álögum, heldur afnemi þær tímabundið. Það sé eina leiðin til að mæta raunverulegum lausafjárvanda sem tímabundið mun skella á marga. Ganga tillögur þeirra út á að bæði ríkið og sveitarfélög standi að þessari aðgerð þannig að tímabundið afnám skatta og gjalda eigi einnig við um þau gjöld sem sveitarfélög rukka fyrirtæki um enda felist meiri hagsmunir í að halda atvinnulífinu gangandi og skapa störf. Á Íslandi greiða fyrirtæki virðisaukaskatt 5. hvers mánaðar annan hvern mánuð og eru vextir háir ef ekki er greitt á eindaga. Staðgreiðsluskattar og tryggingargjald er greitt 15.hvers mánaðar. Hér á landi hafa stjórnvöld boðað aðgerðir í formi breytinga á lögum sjúkratrygginga þannig að atvinnurekendur sem greiða launamanni laun í sóttkví, geti krafið sjúkratryggingar um endurgreiðslu kostnaðar að ákveðnu hámarki séu tilteknar aðstæður fyrir hendi, eins og til dæmis að launamaður geti ekki sinnt vinnu heiman frá sér. Þá hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðað markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira