Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2020 08:50 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir of mikla orku hafa farið í hnútuköst í kjaradeilunni. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. Hann segir þó að of mikil orka hafi farið í hnútuköst og að umhugsunarvert sé að ekki hafi tekist að ná samningum fyrir einhverjum vikum. „Ég er mjög ánægður með afrakstur síðustu tveggja nátta. Nú erum við búin að semja við stærstu hópana – hjá Sameyki og Eflingu. Í mínum huga er um að ræða tímamótasamninga. Stóra málið er kannski stytting vinnuvikunnar en síðan er sá grunnur sem byggt er á – Lífskjarasamningurinn – hann tryggir að við erum að sjá umtalsverða hækkun lægstu launa og kjarabætur fyrir fólk hjá borginni sem á þær sannarlega skilið. Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna í báðum tilvikum,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Of mikil orka fór í hnútuköst Aðspurður um hvernig hann líti til baka á viðræður og umræðuna síðustu vikurnar segir hann það umhugsunarvert að það hafi ekki verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum síðan. „Auðvitað tók tíma að útfæra styttingu vinnuvikunnar, en staðreyndin er sú, eins og komið hefur fram, að tilboð borgarinnar í viðræðunum var gott, eins og endurspeglast í niðurstöðunni.“ Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um samskipti Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.Vísir/Vilhelm Nú var mikið rætt um deilur og samskipti ykkar Sólveigar Önnu, formanns Eflingar. Hvað viltu segja um það nú þegar niðurstaða hefur náðst? „Mér fannst allt of mikil orka fara í slíkt og einhver hnútuköst. Mér fannst þetta sjálfum ekki ganga fyrr en okkur tókst að ná allri athygli á samningana og það sem þurfti að vinna inni í Karphúsi, í útfærslum og öðru, en út úr einhverri samfélagsmiðla- og fjölmiðlaumræðu.“ Kórónuveiran hafði áhrif á gang viðræðna Dagur nefnir einnig að kjaraviðræðurnar hafi átt sér stað á mjög sérstökum tímum. „Við höfum öðrum þræði verið að glíma við verkföll og hins vegar verið að undirbúa þjónustu borgarinnar og samfélagið undir COVID-19 og það sem tengist þessari veirusýkingu. Það er kærkomið og löngu tímabært að geta lagt verkföll og vinnudeilur að baki og einbeita okkur að því sem mestu skiptir við núverandi aðstæður.“ Heldurðu að þessi kórónuveira hafi haft áhrif á gang viðræðna? „Já, ég held að allir hljóti að hafa fundið til ábyrgðar gagnvart því. Það er alveg ljóst að tíminn var að renna út. Ekki bara út af veirunni, heldur líka út af áhrifunum sem að verkföllin höfðu á fjölskyldur. Sérstaklega fjölskyldur leikskólabarna í Reykjavík sem ég held að sé fegnasti hópurinn sem kemst nú aftur í kærkomna rútínu. Ég vona að allir geti þá horft fram á veginn,“ segir borgarstjóri. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. Hann segir þó að of mikil orka hafi farið í hnútuköst og að umhugsunarvert sé að ekki hafi tekist að ná samningum fyrir einhverjum vikum. „Ég er mjög ánægður með afrakstur síðustu tveggja nátta. Nú erum við búin að semja við stærstu hópana – hjá Sameyki og Eflingu. Í mínum huga er um að ræða tímamótasamninga. Stóra málið er kannski stytting vinnuvikunnar en síðan er sá grunnur sem byggt er á – Lífskjarasamningurinn – hann tryggir að við erum að sjá umtalsverða hækkun lægstu launa og kjarabætur fyrir fólk hjá borginni sem á þær sannarlega skilið. Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna í báðum tilvikum,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Of mikil orka fór í hnútuköst Aðspurður um hvernig hann líti til baka á viðræður og umræðuna síðustu vikurnar segir hann það umhugsunarvert að það hafi ekki verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum síðan. „Auðvitað tók tíma að útfæra styttingu vinnuvikunnar, en staðreyndin er sú, eins og komið hefur fram, að tilboð borgarinnar í viðræðunum var gott, eins og endurspeglast í niðurstöðunni.“ Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um samskipti Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.Vísir/Vilhelm Nú var mikið rætt um deilur og samskipti ykkar Sólveigar Önnu, formanns Eflingar. Hvað viltu segja um það nú þegar niðurstaða hefur náðst? „Mér fannst allt of mikil orka fara í slíkt og einhver hnútuköst. Mér fannst þetta sjálfum ekki ganga fyrr en okkur tókst að ná allri athygli á samningana og það sem þurfti að vinna inni í Karphúsi, í útfærslum og öðru, en út úr einhverri samfélagsmiðla- og fjölmiðlaumræðu.“ Kórónuveiran hafði áhrif á gang viðræðna Dagur nefnir einnig að kjaraviðræðurnar hafi átt sér stað á mjög sérstökum tímum. „Við höfum öðrum þræði verið að glíma við verkföll og hins vegar verið að undirbúa þjónustu borgarinnar og samfélagið undir COVID-19 og það sem tengist þessari veirusýkingu. Það er kærkomið og löngu tímabært að geta lagt verkföll og vinnudeilur að baki og einbeita okkur að því sem mestu skiptir við núverandi aðstæður.“ Heldurðu að þessi kórónuveira hafi haft áhrif á gang viðræðna? „Já, ég held að allir hljóti að hafa fundið til ábyrgðar gagnvart því. Það er alveg ljóst að tíminn var að renna út. Ekki bara út af veirunni, heldur líka út af áhrifunum sem að verkföllin höfðu á fjölskyldur. Sérstaklega fjölskyldur leikskólabarna í Reykjavík sem ég held að sé fegnasti hópurinn sem kemst nú aftur í kærkomna rútínu. Ég vona að allir geti þá horft fram á veginn,“ segir borgarstjóri.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent