Eru innviðir Íslands tilbúnir fyrir fjórðu iðnbyltinguna? Vala Valþórsdóttir skrifar 19. maí 2020 09:30 Eins og við vitum hefur aðgangur að vinnustöðum verið takmarkaður að undanförnu vegna COVID-19 veirufaraldursins sem haft hefur mikil áhrif á líf okkar allra síðustu vikur og mánuði. Fyrir vikið hafa margir landsmenn brugðið á það ráð að færa fundi sína yfir í hin ýmsu forrit, á borð við Microsoft Teams, Zoom eða Skype. Þessi tækni gerir okkur kleift að halda áfram störfum heima fyrir, nokkuð sem hefði verið óhugsandi fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Aðeins þarf að ýta á einn hnapp til að taka þátt í fjarfundi. Fæst okkar leiða hugann að þeirri vegferð sem forritið leggur upp í þegar ýtt er á hnappinn. Fundargestir, jafnvel hver í sinni heimsálfunni, sjá hver annan í hljóði og mynd og eiga þess kost að deila með sér gögnum í rauntíma. En hvað liggur að baki því að fundirnir ganga svona smurt fyrir sig? Við því er í raun mjög langt og flókið svar, en til að einfalda málið gera þrír lykilþættir það að verkum: gagnaver, gagnatengingar og raforka. Hafalda af stafrænum gögnum Talað er um að mannkynið hafi farið í gegnum þrjár iðnbyltingar, en standi nú á þröskuldi hinnar fjórðu, sem muni einkennast af örum tæknibreytingum, nýsköpun og sjálfvirkni. Fæst okkar hafa farið varhluta af þeim gríðarlegu tækninýjungum sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Aukin notkun á upplýsingatækni (gervigreind, interneti hlutanna (e. „Internet of Things“), sjálfkeyrandi bílum o.s.frv.) leiðir af sér að til verður hafalda af stafrænum gögnum. Sú þróun mun halda áfram í veldisvexti næstu árin. Ástæðan er einföld: Enginn notar minna af gögnum í dag en í gær og allir munu þurfa að nota meira af gögnum á morgun en í dag. Tæknifyrirtæki á borð við Google, Facebook og Microsoft sjá okkur fyrir helstu tæknilausnum nútímans. Þau vinna úr gögnum okkar og geyma þau í sérstökum gagnaverum sem kallast ofurgagnaver (e. „hyperscale data centers“). Líkt og nafnið gefur til kynna er allt við þessi gagnaver „ofur“. Þau eru ofurstór, vinna úr og geyma ofurmikið af gögnum og þjónusta ofurmarga viðskiptavini. Grundvallarforsenda þess að fjarfundir landsmanna gangi hratt og vel fyrir sig er sú að gögnin komist úr einu tæki yfir til gagnaversins á sem greiðastan máta. Þegar ýtt er á takka í forriti, fara gögnin í gegnum gagnatengingar sem beina þeim í réttan farveg til þess gagnavers sem um ræðir. Til að skapa sér samkeppnisforskot staðsetja tæknifyrirtækin því gagnaver sín þar sem öflugar gagnatengingar eru til staðar. Skila miklu til samfélagsins Ofurgagnaver hafa skilað miklu til þeirra samfélaga þar sem þau eru staðsett. Flest hin Norðurlöndin hafa laðað til sín stórar fjárfestingar frá stærstu tæknifyrirtækjum í heiminum, enda þykir umhverfi Norðurlandanna bjóða upp á einkar góðar aðstæður fyrir gagnaver. Kalt loftslag norðurslóða sparar háar fjárhæðir í raforkukostnað sem hlýst vegna kælingar á heitum gagnaversbúnaði, öflugt flutningskerfi raforku sér gagnaverum fyrir öruggum og stöðugum flutningi raforku og þar að auki hafa gagnaverin aðgengi að endurnýjanlegri orku á samkeppnishæfu verði, sem er mikilvægur þáttur í baráttu heimsins við loftslagsbreytingar. Nýlega hafa Facebook, Amazon, Google og Apple opnað ofurgagnaver í Norðurlöndunum og búist er við að fjárfestingar í norrænum gagnaverum muni tvöfaldast fyrir 2025. Til að efla samkeppnisstöðu sína hafa hin Norðurlöndin lagt ríka áherslu á að byggja upp öfluga fjarskiptastrengi sem efla gagnaflutninga, enda eru þessir innviðir, ásamt endurnýjanlegri orku, forsenda þess að laða að erlendar fjárfestingar frá alþjóðlegum tæknifyrirtækjum. Skapa störf og tekjur Nýverið gaf greiningarfyrirtækið Copenhagen Economics út skýrslu um áhrif ofurgagnavera Google á hagkerfi Evrópu. Samkvæmt skýrslunni hefur Google frá árinu 2007 fjárfest fyrir alls 4 milljarða evra í byggingu og rekstri sex ofurgagnavera í Evrópu, en þar af eru tvö staðsett á Norðurlöndunum. Af heildarfjárfestingunni er bygging gagnaveranna (efniskostnaður, laun verktaka, kaup á búnaði o.s.frv.) metin á um 2,8 milljarða evra, en rekstrarhlið gagnaveranna (laun starfsmanna og verktaka, rafmagnskostnaður, viðhald á húsnæði og búnaði o.s.frv.), sem er viðvarandi ár hvert, telur um 120 milljónir evra á ári að meðaltali. Margir hafa reynt að halda því fram að gagnaver séu mannlaus mannvirki og að í kringum þau skapist því engin störf, en dæmin sýna að það gæti ekki verið fjær sanni. Sem dæmi hafa 9.600 störf skapast beint eða óbeint við uppbyggingu og rekstur gagnavera Google í Evrópu að meðaltali á ári síðan 2007. Kjöraðstæður á Íslandi Ísland ætti ekki að vera hinum Norðurlöndunum eftirbátur í samkeppni um erlendar fjárfestingar á þessu sviði. Heldur betur ekki. Hér býður umhverfið upp á kjöraðstæður fyrir gagnaversiðnað og Ísland er einstakt að því leyti að hér vinnum við aðeins 100% endurnýjanlega orku, sem er afar eftirsótt hjá stærstu tæknifyrirtækjunum. Líkt og fram hefur komið eru öflugar gagnatengingar, auk endurnýjanlegrar orku, lykilforsenda fyrir staðarvali ofurgagnavera. Núverandi flutningsgeta gagnatenginga til og frá Íslandi er því miður minni en hjá nágrannaríkjum okkar. Nú tengja þrír fjarskiptastrengir Ísland við umheiminn og er undirbúningur hafinn að lagningu fjórða strengsins, sem er mikið gleðiefni. Sælan er þó skammvinn, því líftími hvers strengs er aðeins um 20-25 ár og þrátt fyrir að fyrirheit hafi verið gefin um uppbyggingu fjórða strengsins er farið að síga verulega á seinni hlutann í líftíma þeirra sem fyrir eru og komið að endurnýjun. Þurfum framsýni og frumkvæði Til að Ísland eigi raunhæfan möguleika í samkeppninni um staðsetningu ofurgagnavera þurfa stjórnvöld að sýna framsýni og frumkvæði og leggja ríka áherslu á uppbyggingu innviða sem styðja fjórðu iðnbyltinguna. Tækniþróun í heiminum er gífurlega ör og eftirspurn eykst dag frá degi og því er nauðsynlegt að búa samfélagið undir framtíðareftirspurn. Af því sem fram hefur komið er augljóst að erlend fjárfesting af þessu tagi yrði mikill ávinningur fyrir íslenskt samfélag og myndi þá bæði skila sér í auknum tekjum og fjölgun starfa. Við Íslendingar erum tilbúnir. Við höfum sýnt í verki að við ráðum vel við framkvæmdir á stórum verkefnum og bregðumst auk þess hratt við nýjum atvinnutækifærum. Spurningin er hins vegar, eru innviðir Íslands tilbúnir fyrir fjórðu iðnbyltinguna? Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Vinnumarkaður Orkumál Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Eins og við vitum hefur aðgangur að vinnustöðum verið takmarkaður að undanförnu vegna COVID-19 veirufaraldursins sem haft hefur mikil áhrif á líf okkar allra síðustu vikur og mánuði. Fyrir vikið hafa margir landsmenn brugðið á það ráð að færa fundi sína yfir í hin ýmsu forrit, á borð við Microsoft Teams, Zoom eða Skype. Þessi tækni gerir okkur kleift að halda áfram störfum heima fyrir, nokkuð sem hefði verið óhugsandi fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Aðeins þarf að ýta á einn hnapp til að taka þátt í fjarfundi. Fæst okkar leiða hugann að þeirri vegferð sem forritið leggur upp í þegar ýtt er á hnappinn. Fundargestir, jafnvel hver í sinni heimsálfunni, sjá hver annan í hljóði og mynd og eiga þess kost að deila með sér gögnum í rauntíma. En hvað liggur að baki því að fundirnir ganga svona smurt fyrir sig? Við því er í raun mjög langt og flókið svar, en til að einfalda málið gera þrír lykilþættir það að verkum: gagnaver, gagnatengingar og raforka. Hafalda af stafrænum gögnum Talað er um að mannkynið hafi farið í gegnum þrjár iðnbyltingar, en standi nú á þröskuldi hinnar fjórðu, sem muni einkennast af örum tæknibreytingum, nýsköpun og sjálfvirkni. Fæst okkar hafa farið varhluta af þeim gríðarlegu tækninýjungum sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Aukin notkun á upplýsingatækni (gervigreind, interneti hlutanna (e. „Internet of Things“), sjálfkeyrandi bílum o.s.frv.) leiðir af sér að til verður hafalda af stafrænum gögnum. Sú þróun mun halda áfram í veldisvexti næstu árin. Ástæðan er einföld: Enginn notar minna af gögnum í dag en í gær og allir munu þurfa að nota meira af gögnum á morgun en í dag. Tæknifyrirtæki á borð við Google, Facebook og Microsoft sjá okkur fyrir helstu tæknilausnum nútímans. Þau vinna úr gögnum okkar og geyma þau í sérstökum gagnaverum sem kallast ofurgagnaver (e. „hyperscale data centers“). Líkt og nafnið gefur til kynna er allt við þessi gagnaver „ofur“. Þau eru ofurstór, vinna úr og geyma ofurmikið af gögnum og þjónusta ofurmarga viðskiptavini. Grundvallarforsenda þess að fjarfundir landsmanna gangi hratt og vel fyrir sig er sú að gögnin komist úr einu tæki yfir til gagnaversins á sem greiðastan máta. Þegar ýtt er á takka í forriti, fara gögnin í gegnum gagnatengingar sem beina þeim í réttan farveg til þess gagnavers sem um ræðir. Til að skapa sér samkeppnisforskot staðsetja tæknifyrirtækin því gagnaver sín þar sem öflugar gagnatengingar eru til staðar. Skila miklu til samfélagsins Ofurgagnaver hafa skilað miklu til þeirra samfélaga þar sem þau eru staðsett. Flest hin Norðurlöndin hafa laðað til sín stórar fjárfestingar frá stærstu tæknifyrirtækjum í heiminum, enda þykir umhverfi Norðurlandanna bjóða upp á einkar góðar aðstæður fyrir gagnaver. Kalt loftslag norðurslóða sparar háar fjárhæðir í raforkukostnað sem hlýst vegna kælingar á heitum gagnaversbúnaði, öflugt flutningskerfi raforku sér gagnaverum fyrir öruggum og stöðugum flutningi raforku og þar að auki hafa gagnaverin aðgengi að endurnýjanlegri orku á samkeppnishæfu verði, sem er mikilvægur þáttur í baráttu heimsins við loftslagsbreytingar. Nýlega hafa Facebook, Amazon, Google og Apple opnað ofurgagnaver í Norðurlöndunum og búist er við að fjárfestingar í norrænum gagnaverum muni tvöfaldast fyrir 2025. Til að efla samkeppnisstöðu sína hafa hin Norðurlöndin lagt ríka áherslu á að byggja upp öfluga fjarskiptastrengi sem efla gagnaflutninga, enda eru þessir innviðir, ásamt endurnýjanlegri orku, forsenda þess að laða að erlendar fjárfestingar frá alþjóðlegum tæknifyrirtækjum. Skapa störf og tekjur Nýverið gaf greiningarfyrirtækið Copenhagen Economics út skýrslu um áhrif ofurgagnavera Google á hagkerfi Evrópu. Samkvæmt skýrslunni hefur Google frá árinu 2007 fjárfest fyrir alls 4 milljarða evra í byggingu og rekstri sex ofurgagnavera í Evrópu, en þar af eru tvö staðsett á Norðurlöndunum. Af heildarfjárfestingunni er bygging gagnaveranna (efniskostnaður, laun verktaka, kaup á búnaði o.s.frv.) metin á um 2,8 milljarða evra, en rekstrarhlið gagnaveranna (laun starfsmanna og verktaka, rafmagnskostnaður, viðhald á húsnæði og búnaði o.s.frv.), sem er viðvarandi ár hvert, telur um 120 milljónir evra á ári að meðaltali. Margir hafa reynt að halda því fram að gagnaver séu mannlaus mannvirki og að í kringum þau skapist því engin störf, en dæmin sýna að það gæti ekki verið fjær sanni. Sem dæmi hafa 9.600 störf skapast beint eða óbeint við uppbyggingu og rekstur gagnavera Google í Evrópu að meðaltali á ári síðan 2007. Kjöraðstæður á Íslandi Ísland ætti ekki að vera hinum Norðurlöndunum eftirbátur í samkeppni um erlendar fjárfestingar á þessu sviði. Heldur betur ekki. Hér býður umhverfið upp á kjöraðstæður fyrir gagnaversiðnað og Ísland er einstakt að því leyti að hér vinnum við aðeins 100% endurnýjanlega orku, sem er afar eftirsótt hjá stærstu tæknifyrirtækjunum. Líkt og fram hefur komið eru öflugar gagnatengingar, auk endurnýjanlegrar orku, lykilforsenda fyrir staðarvali ofurgagnavera. Núverandi flutningsgeta gagnatenginga til og frá Íslandi er því miður minni en hjá nágrannaríkjum okkar. Nú tengja þrír fjarskiptastrengir Ísland við umheiminn og er undirbúningur hafinn að lagningu fjórða strengsins, sem er mikið gleðiefni. Sælan er þó skammvinn, því líftími hvers strengs er aðeins um 20-25 ár og þrátt fyrir að fyrirheit hafi verið gefin um uppbyggingu fjórða strengsins er farið að síga verulega á seinni hlutann í líftíma þeirra sem fyrir eru og komið að endurnýjun. Þurfum framsýni og frumkvæði Til að Ísland eigi raunhæfan möguleika í samkeppninni um staðsetningu ofurgagnavera þurfa stjórnvöld að sýna framsýni og frumkvæði og leggja ríka áherslu á uppbyggingu innviða sem styðja fjórðu iðnbyltinguna. Tækniþróun í heiminum er gífurlega ör og eftirspurn eykst dag frá degi og því er nauðsynlegt að búa samfélagið undir framtíðareftirspurn. Af því sem fram hefur komið er augljóst að erlend fjárfesting af þessu tagi yrði mikill ávinningur fyrir íslenskt samfélag og myndi þá bæði skila sér í auknum tekjum og fjölgun starfa. Við Íslendingar erum tilbúnir. Við höfum sýnt í verki að við ráðum vel við framkvæmdir á stórum verkefnum og bregðumst auk þess hratt við nýjum atvinnutækifærum. Spurningin er hins vegar, eru innviðir Íslands tilbúnir fyrir fjórðu iðnbyltinguna? Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun