Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2020 11:23 Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Viðræður samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélagsins eru á viðkvæmu stigi eftir langa fundatörn. Atkvæðagreiðsla um samninga flugmanna og flugvirkja stendur yfir. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudag. Samninganefndirnar höfðu fundað í ellefu tíma þegar ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi klukkan eitt í nótt. Flugfreyjur hafa verið kjarasamningslausar í eitt og hálft ár og hafa á fjórða tug funda verið haldnir hjá sáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag. Ríkissáttasemjari hefur sett samninganefndirnar í fjölmiðlabann. Icelandair hefur farið fram á að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun en fagfélagið hefur sagt það þýða tæplega fjörutíu prósenta kjaraskerðingu. Icelandair freistar þess að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð. Fjárfestar eru þó sagðir gera kröfu um langtíma kjarasamninga við flugstéttir Icelandair. Flugvirkjar og flugmenn hafa skrifað undir samninga til fimm ára. Atkvæðagreiðsla stendur yfir á meðal félagsmanna Flugvirkjafélagsins sem lýkur á morgun. Formaður Flugvirkjafélagsins segir samninginn við flugvirkja á svipuðum nótum og þann sem flugmenn hafa skrifað undir, sem kveður á um kjaraskerðingu í formi auknu vinnuframlags. Flugmenn Icelandair hafa fengið kynningu á samningnum sem var undirritaður við Icelandair. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir og lýkur klukkan fjögur á föstudag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair þar sem ákveðið verður hvort ráðist verði í umrætt hlutafjárútboð. „Þeir sem ég hef heyrt í beint hafa tekið vel í þetta. Menn eru mjög meðvitaðir um ástandið og ætla að fylkja sér saman um þetta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir stærstu breytinguna hjá flugmönnum varða flugvaktir og hvíldartíma. „Okkar hagsmunir liggja fyrst og fremst í því að Icelandair komist vel í gegnum þetta og verði samkeppnishæfara en það var fyrir eftir þessa samninga. Í því felast okkar hagsmunir,“ segir Jón Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Viðræður samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélagsins eru á viðkvæmu stigi eftir langa fundatörn. Atkvæðagreiðsla um samninga flugmanna og flugvirkja stendur yfir. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudag. Samninganefndirnar höfðu fundað í ellefu tíma þegar ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi klukkan eitt í nótt. Flugfreyjur hafa verið kjarasamningslausar í eitt og hálft ár og hafa á fjórða tug funda verið haldnir hjá sáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag. Ríkissáttasemjari hefur sett samninganefndirnar í fjölmiðlabann. Icelandair hefur farið fram á að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun en fagfélagið hefur sagt það þýða tæplega fjörutíu prósenta kjaraskerðingu. Icelandair freistar þess að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð. Fjárfestar eru þó sagðir gera kröfu um langtíma kjarasamninga við flugstéttir Icelandair. Flugvirkjar og flugmenn hafa skrifað undir samninga til fimm ára. Atkvæðagreiðsla stendur yfir á meðal félagsmanna Flugvirkjafélagsins sem lýkur á morgun. Formaður Flugvirkjafélagsins segir samninginn við flugvirkja á svipuðum nótum og þann sem flugmenn hafa skrifað undir, sem kveður á um kjaraskerðingu í formi auknu vinnuframlags. Flugmenn Icelandair hafa fengið kynningu á samningnum sem var undirritaður við Icelandair. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir og lýkur klukkan fjögur á föstudag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair þar sem ákveðið verður hvort ráðist verði í umrætt hlutafjárútboð. „Þeir sem ég hef heyrt í beint hafa tekið vel í þetta. Menn eru mjög meðvitaðir um ástandið og ætla að fylkja sér saman um þetta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir stærstu breytinguna hjá flugmönnum varða flugvaktir og hvíldartíma. „Okkar hagsmunir liggja fyrst og fremst í því að Icelandair komist vel í gegnum þetta og verði samkeppnishæfara en það var fyrir eftir þessa samninga. Í því felast okkar hagsmunir,“ segir Jón Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira