Efasemdir um að aðgerðir Ítala séu vænlegar til árangurs Kjartan Kjartansson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. mars 2020 11:13 Hermenn kanna vegabréf farþega á aðaljárnbrautarstöðinni í Mílanó. Ströngum ferðatakmörkunum hefur verið komið á í landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. AP/Antonio Calanni Sérfræðingar í sóttvörnum og lýðheilsu lýsa efasemdum um að ákvörðun ítalskra stjórnvalda um að leggja á ferða- og samkomubann á allt landið vegna kórónuveirunnar sé sjálfbært og að það muni hamla útbreiðslu veirunnar. Aðgerðir Ítala eru sagðar einar þær umfangsmestu sem gripið hefur verið til í heiminum í hálfa öld. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í gærkvöldi um hertar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig verður samkomu-og ferðabann sem hefur verið í gildi á landinu norðanverðu útvíkkað og mun nú gilda um landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax í dag. Í aðgerðunum felst að Ítölum verður eingöngu heimilt að ferðast á milli staða ef um alvarleg vinnutengt mál eru að ræða eða heilsutengt neyðartilfelli. Yfirvöld hafa nú biðlað til einkarekinna fyrirtækja að gefa starfsfólki leyfi til 3. apríl. Sjá einnig: Algert ferða- og samkomubann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Skólastarfi, á öllum námsstigum hefur verið aflýst. Allar menningarstofnanir, á borð við söfn og kvikmyndahús, verða lokaðar en trúarstofnanir verða áfram opnar almenningi sé það tryggt að minnst einn metri verði ávallt á milli fólks. Trúarathafnir hafa aftur á móti verið bannaðar. Aðgerðirnar eru afar íþyngjandi en á Ítalíu búa um sextíu milljónir manna. Ákvörðun stjórnvalda er talin til marks um alvarleika stöðunnar en 9.172 hafa greinst með veiruna á Ítalíu og 463 látið lífið vegna hennar. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt við að það sligast vegna álags. Conte sagði að aðgerðunum væri ætlað að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins. Tölfræðin sýndi að tíminn væri á þrotum og að róttækra aðgerða væri þörf. Rómarbúi kemur að læstum dyrum í verslun sem var lokað í varúðarskyni vegna kórónuveirunnar í gær.AP/Roberto Monaldo/LaPresse Ekki sjálfbært til lengri tíma litið Ekki eru þó allir sannfærðir um að aðgerðir ítalskra stjórnvalda eigi eftir að skila árangri. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við vara meðal annars við því að svo róttækar aðgerðir geti sligað efnahag Ítalíu og skapað þreytu vegna viðbúnaðarins hjá almenningi. „Þetta verður langvinnur faraldur og grípa þarf til viðeigandi ráðstafana á réttum tíma til að hámarka áhrifin, hjálpa að tryggja að farið sé eftir þeim og lágmarka efnahagslegan og félagslegan kostnað. Þessar aðgerðir hafa sennilega skammtímaáhrif. Hins vegar, ef það er ekki hægt að viðhalda þeim til lengri tíma er líklegt að það eina sem þær geri verði að seinka faraldrinum um stund,“ segir John Edmunds, prófessor við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í London. Francois Balloux, prófessor við University College í London, tekur í svipaðan streng. Markmiðið með aðgerðum sem þessum sé að hafa stjórn á útbreiðslu farsóttarinnar og tryggja að sjúkrahús ráði við fjölda sjúklinga. „Mögulegi ábatinn er augljós en slíkar aðgerðir eru greiðar dýru verði fyrir einstaklinga, samfélög og hagkerfið. Það er heldur ekki sjálfbært að halda sóttkví á landsvísu í gildi mjög lengi,“ segir Balloux. Sjúkraliði í hlífðarbúningi vegna kórónuveirunnar fyrir utan bráðadeild sjúkrahús í Cremona á Norður-Ítalíu.AP/Claudio Furlan/Lapresse Líkt við stríðsástand Ekkert bendir til þess að útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum sé í rénun á Ítalíu þrátt fyrir að fyrsti einstaklingurinn sem greindist með veiruna þar í febrúar hafi nú verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Tilfellum fjölgar svo hratt á Norður-Ítalíu að læknar þar líkja ástandinu við það þegar forgangsraða þurfti sjúklingum á stríðstímum og ákveða þurfti hver lifði, hver dæi og hver fengi pláss á gjörgæslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig hefur Svæfingar- og bráðalækningasamband Ítalíu gefið út siðferðislegar ráðleggingar í fimmtán liðum fyrir lækna sem þurfa að ákveða hvaða sjúklinga eigi að leggja inn á gjörgæsludeild á meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur og skortur er á plássum. Læknum er þar ráðlagt að líta til aldurs sjúklinga og líkanna á að þeir lifi af, ekki aðeins til þess hver leitar sér fyrst aðstoðar. Héraðsstjórnin í Langbarðalandi reynir nú að bæta við rýmum á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa með því að breyta skurðstofum og sjúkrastofum í einangrunardeildir fyrir á fimmta hundrað manns sem eru þungt haldnir af sjúkdómnum. Ekki er víst að það hrökkvi til. Massimo Galli, yfirmaður sóttvarna hjá Sacco-sjúkrahúsinu í Mílanó, bendir á að fjöldi smita sem greindust í Langbarðalandi í síðustu viku sé sambærilegur við þau sem greindust í Wuhan í Kína, þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum, seint í janúar. Dánartíðnin af völdum veirunnar hefur verið hærri á Ítalíu en annars staðar í heiminum. Á landsvísu er hún 5% en 6% í Langbarðalandi. Í öðrum löndum hafa um 3-4% þeirra sem smitast látið lífið. Giovanni Rezza, yfirmaður sóttvarna hjá Heilbrigðisstofnun Ítalíu, rekur það til þess að ítalska þjóðin sé sú elsta í heiminum á eftir Japönum. Miðgildisaldur þeirra sem hafa látist á Ítalíu sé áttatíu ára. Wuhan-veiran Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 16:33 Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena. 9. mars 2020 16:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sérfræðingar í sóttvörnum og lýðheilsu lýsa efasemdum um að ákvörðun ítalskra stjórnvalda um að leggja á ferða- og samkomubann á allt landið vegna kórónuveirunnar sé sjálfbært og að það muni hamla útbreiðslu veirunnar. Aðgerðir Ítala eru sagðar einar þær umfangsmestu sem gripið hefur verið til í heiminum í hálfa öld. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í gærkvöldi um hertar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig verður samkomu-og ferðabann sem hefur verið í gildi á landinu norðanverðu útvíkkað og mun nú gilda um landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax í dag. Í aðgerðunum felst að Ítölum verður eingöngu heimilt að ferðast á milli staða ef um alvarleg vinnutengt mál eru að ræða eða heilsutengt neyðartilfelli. Yfirvöld hafa nú biðlað til einkarekinna fyrirtækja að gefa starfsfólki leyfi til 3. apríl. Sjá einnig: Algert ferða- og samkomubann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Skólastarfi, á öllum námsstigum hefur verið aflýst. Allar menningarstofnanir, á borð við söfn og kvikmyndahús, verða lokaðar en trúarstofnanir verða áfram opnar almenningi sé það tryggt að minnst einn metri verði ávallt á milli fólks. Trúarathafnir hafa aftur á móti verið bannaðar. Aðgerðirnar eru afar íþyngjandi en á Ítalíu búa um sextíu milljónir manna. Ákvörðun stjórnvalda er talin til marks um alvarleika stöðunnar en 9.172 hafa greinst með veiruna á Ítalíu og 463 látið lífið vegna hennar. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt við að það sligast vegna álags. Conte sagði að aðgerðunum væri ætlað að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins. Tölfræðin sýndi að tíminn væri á þrotum og að róttækra aðgerða væri þörf. Rómarbúi kemur að læstum dyrum í verslun sem var lokað í varúðarskyni vegna kórónuveirunnar í gær.AP/Roberto Monaldo/LaPresse Ekki sjálfbært til lengri tíma litið Ekki eru þó allir sannfærðir um að aðgerðir ítalskra stjórnvalda eigi eftir að skila árangri. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við vara meðal annars við því að svo róttækar aðgerðir geti sligað efnahag Ítalíu og skapað þreytu vegna viðbúnaðarins hjá almenningi. „Þetta verður langvinnur faraldur og grípa þarf til viðeigandi ráðstafana á réttum tíma til að hámarka áhrifin, hjálpa að tryggja að farið sé eftir þeim og lágmarka efnahagslegan og félagslegan kostnað. Þessar aðgerðir hafa sennilega skammtímaáhrif. Hins vegar, ef það er ekki hægt að viðhalda þeim til lengri tíma er líklegt að það eina sem þær geri verði að seinka faraldrinum um stund,“ segir John Edmunds, prófessor við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í London. Francois Balloux, prófessor við University College í London, tekur í svipaðan streng. Markmiðið með aðgerðum sem þessum sé að hafa stjórn á útbreiðslu farsóttarinnar og tryggja að sjúkrahús ráði við fjölda sjúklinga. „Mögulegi ábatinn er augljós en slíkar aðgerðir eru greiðar dýru verði fyrir einstaklinga, samfélög og hagkerfið. Það er heldur ekki sjálfbært að halda sóttkví á landsvísu í gildi mjög lengi,“ segir Balloux. Sjúkraliði í hlífðarbúningi vegna kórónuveirunnar fyrir utan bráðadeild sjúkrahús í Cremona á Norður-Ítalíu.AP/Claudio Furlan/Lapresse Líkt við stríðsástand Ekkert bendir til þess að útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum sé í rénun á Ítalíu þrátt fyrir að fyrsti einstaklingurinn sem greindist með veiruna þar í febrúar hafi nú verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Tilfellum fjölgar svo hratt á Norður-Ítalíu að læknar þar líkja ástandinu við það þegar forgangsraða þurfti sjúklingum á stríðstímum og ákveða þurfti hver lifði, hver dæi og hver fengi pláss á gjörgæslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig hefur Svæfingar- og bráðalækningasamband Ítalíu gefið út siðferðislegar ráðleggingar í fimmtán liðum fyrir lækna sem þurfa að ákveða hvaða sjúklinga eigi að leggja inn á gjörgæsludeild á meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur og skortur er á plássum. Læknum er þar ráðlagt að líta til aldurs sjúklinga og líkanna á að þeir lifi af, ekki aðeins til þess hver leitar sér fyrst aðstoðar. Héraðsstjórnin í Langbarðalandi reynir nú að bæta við rýmum á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa með því að breyta skurðstofum og sjúkrastofum í einangrunardeildir fyrir á fimmta hundrað manns sem eru þungt haldnir af sjúkdómnum. Ekki er víst að það hrökkvi til. Massimo Galli, yfirmaður sóttvarna hjá Sacco-sjúkrahúsinu í Mílanó, bendir á að fjöldi smita sem greindust í Langbarðalandi í síðustu viku sé sambærilegur við þau sem greindust í Wuhan í Kína, þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum, seint í janúar. Dánartíðnin af völdum veirunnar hefur verið hærri á Ítalíu en annars staðar í heiminum. Á landsvísu er hún 5% en 6% í Langbarðalandi. Í öðrum löndum hafa um 3-4% þeirra sem smitast látið lífið. Giovanni Rezza, yfirmaður sóttvarna hjá Heilbrigðisstofnun Ítalíu, rekur það til þess að ítalska þjóðin sé sú elsta í heiminum á eftir Japönum. Miðgildisaldur þeirra sem hafa látist á Ítalíu sé áttatíu ára.
Wuhan-veiran Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 16:33 Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena. 9. mars 2020 16:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12
Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15
Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 16:33
Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena. 9. mars 2020 16:18